Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 40
52 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. Karlakórinn Hekla frumsýnd í desember: Frábært að vinna með grínlandsliðinu - segja hressir áhugaleikarar úr Mosfellsbæ sem fengu hlutverk í bíómyndinni „Ætli ástæðan fyrir því að við vorum valin í þessi hlutverk sé ekki sú að Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri myndarinnar, er héðan. Hún er einnig félagi í leikfélaginu og sumir hafa verið áður í myndum hjá henni,“ sögðu þeir Jón Sævar Baldvinsson, Lárus Jónsson og Grétar Snær Hjartarson í samtali við helgarblaðið. Þeir félagar eru allir meðlimir Leikfélags Mosfells- bæjar og eyddu hluta sumarsins í leik í nýrri íslenskri bíómynd, Karlakómum Heklu. Alls tóku flórir leikarar frá leikfélagi Mos- fellsbæjar þátt í ævintýrinu en sá fjórði var Birgir Sigurðsson. „Þetta er ákaflega gamansöm mynd um ferð karlakórs til Sví- þjóðar og Þýskalands. Það er mikið sungið í myndinni og meðal ann- arra koma fram söngkonumar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ragn- hildur Gísladóttir. Kristján Jó- hannsson átti að koma fram í myndinni en ekki varð úr því svo að Garðar Cortes kom í hans stað,“ sagði Grétar Snær. Kvikmyndin byggist á skemmti- ferð kórsins. „Stjórnandinn, sem leikinn er af Agli Ólafssyni, týnist í upphafi ferðar sem heftir þó ekki fór kórsins," segir Jón Sævar og hlær. „Kórinn heldur tónleika sem ganga upp og ofan en það gerir þetta allt saman skemmtílegra." „Löng" sigling Karlakórinn Hekla sigldi frá íslandi með skemmtiferðaskipinu Baltiku. „Leyndarmálið er að við sigldum einungis upp á Akranes," segja þeir félagar og skemmta sér konunglega yfir endurminningum ferðarinnar. „Við félagamir úr leikfélaginu höfðum ekki síst gam- an af þessu öllu vegna þeirra frá- bæra grínista sem vora með í fór- inni. Vegna þess að kvikmyndataka er venjulega 90 prósent bið og 10 prósent upptaka upplifðum við daginn þannig að fara í morgun- verð og byija að hlæja og við sofn- uðum hlæjandi á kvöldin," segir Grétar. „Þrátt fyrir skemmtileg- heitin var þetta auðvitað stíf vinna. Við máttum aldrei fara frá,“ heldur hann áfram. Þeir grínistar sem vora með í ferðinni vora meðal annarra Laddi, Magnús Ólafsson, Öm Ámason og Sigurður Sigurjónsson. Upptökur fóra fyrst fram hér á landi í þijár vikur en síðan fiórar vikur í Sví- þjóð og Þýskalandi. „Við vorum fyrst í Simrishamn í Suður-Svíþjóð. Þaðan fórum við til Þýskalands og meðal annars var bænum Blanken- burg lokað meðan á upptökum stóð. Þar var t.d. kjötbúð breytt í blómabúð," segir Jón Sævar. Þeir félagar telja að myndin hafi kostað í vinnslu um 120 milijónir króna en hún verður frumsýnd 19. des- ember. Ánægjulegt samstarf Þeir tefia það mikla upphefð fyrir leikara hjá litlu áhugamannaleik- húsi að fá að spreyta sig í gerð kvikmyndar. „Þetta víkkar óneit- anlega sjóndeildarhringinn. Það er líka mjög ánægjulegt að fá að kynn- ast og vinna með atvinnuleikur- um,“ segir Grétar. Leikfélagið í Mosfellsbæ hefur á undanfómum árum sett upp hin ýmsu verk. Um þessar mundir er Þeir skemmtu sér konunglega, áhugaleikararnir úr Mosfellsbæ, Grétar Snær, Jón Sævar og Lárus, þegar þeir rifjuðu upp ferðalagið i sumar með Karlakórnum Heklu. Á myndina vantar fjórða leikarann, Birgi Sigurðsson. Kvikmyndin verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. DV-mynd Brynjar Gauti Stund milli stríða. Garðar Cortes, Sigurður Sigurjónsson, Gestur Einar Ragnhildur Gisiadóttir söngkona stumrar yfir Garðari Cortes. Jónasson og Laddi. leikfélagið að sýna Innansveitar- króniku Halldórs Laxness. „Það er þónokkur leiklistaráhugi í bænum en við vildum auðvitað að fleiri kæmu á leiksýningar hjá okkur. Ætli það sé ekki einn fiórði af bæj- arbúum sem koma á sýningar. Það er nokkur munur frá því sem var áður þegar íbúafiöldi bæjarins skil- aði sér tvöfalt á leiksýningar,“ seg- ir Jón Sævar. „Þá var auðvitað minna um að vera í bænum." „Það er harður kjami fólks sem hefur unnið hörðum höndum við leikfélagið hér en það hefur sjálffc haft ipjög gaman af starfinu. Núna era um þrjátíu manns sem starfa við leikhúsið.“ Grétar Snær hefur verið í leikfé- lagi Mosfellsbæjar frá því hann flutti í bæinn árið 1978. Hann hafði áður búið á ísafirði og starfað í leik- félaginu þar. Jón Sævar segist hafa slysast í leikfélagið þegar hann tók aö sér að endurskoða reikninga. Síöan hefur hann verið formaður félagsins. Margtskondið Jón Sævar segir að margt skond- ið hafi komið upp í ferðinni. Leikar- ar urðu til dæmis aö vera í grænum sloppum nær alla daga þar sem ekki mátti óhreinka búninga sem vora stuttbuxur, skyrtur og bindi. „Fólk varð oft undrandi þegar það sá alla þessa karlmenn klædda stuttbuxum og í grænum sloppum. Við vorum eins og vitleysingar sem vora nýsloppnir út,“ segja þeir. í þessari múnderingu ferðuðumst við marga daga. „Það var óskaplega gaman að fá að kynnast öllu því sem fylgir þeg- ar kvikmynd er tekin,“ segir Lár- us. „Við vorum alltaf að læra eitt- hvað nýtt. Svo var auðvitaö mikil upplifun að starfa með uppáhalds- leikurum sínum eins og Amari Jónssyni og grínlandsliðinu. Ann- ars blandaðist hópurinn mjög vel, áhugaleikarar og atvinnumenn,“ segir Láras. Þeir félagar era sammála um að þeir viidu gjarnan taka þátt í slíku ævintýri aftur. „Sérstaklega vildi maður vinna aftur með þessu sama fólki,“ segir Grétar Snær. Hann hefur áður tekið þátt í kvikmynda- leik er hann kom fram í bíómynd- inni Stella í orlofi þar sem hann var í Lionsklúbbnum Kidda. Að sögn Jóns Sævars kemur það ekki ósjaldan fyrir að leikfélagið er fengið í hóptökur og svo var reyndar einnig í þessari mynd. Ekki er fyrirhugað nein slík vinna á næstunni en þeir félagar efast ekkert um að eftir frumsýningu á kvikmyndinni Karlakórinn Hekla munu tilboðin streyma í Mos- fellsbæinn. -ELA Egill Ólafsson þurfti aö vera skitugur um hendur en hann starfar í tívólíi í myndinni. Magnús Olafsson, ábúðarmikill, enda frá Hveragerði. leikur hann listamann sem kemur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.