Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1993, Side 33
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1993 41 Fréttir Allar í f lensu en hand- mjólkuðu samt níu kýr Konurnar þrjár á Balaskarði, -tvíburasysturnar Geirlaug (t.v.) og Elsa, 61 árs, og Signý á milli þeirra. DV-mynd Sigurður Kr. Jónsson Þórhallur Ásmvmdsson, DV, Sauðárkróki: „Það varð samt aö vinna verkin þótt við værum ekki beint í ástandi til þess,“ sagði Elsa Ingvarsdóttir sem býr ásamt Geirlaugu tvíbura- systur sinni á Balaskarði í Laxárdal fremri í A-Húnavatnssýslu. Þær systur, sem eru á sjötugsaldri, lögð- ust í flensu í vikutíma í byijun jóla- föstu og einnig Signý, dóttir Geir- laugar. Þær létu þó ekki deigan síga, hand- mjólkuðu kýmar níu og sáu um hirð- ingu búsmalans þótt þær væm illa haldnar af flensunni. Á Balaskaröi eru, auk kúnna níu, 125 kindur og talsvert af hrossum. ,Jú, þetta er að verða talsvert af- skekkt hjá okkur. Bóndinn á næsta bæ, Mánaskál, dó nú í haust og fyrir nokkrum árum fór Skrapatunga í eyði. Víst er svolítið einmanalegt þegar ljósunum í dalnum fækkar og nú sést ekki í neinn bæ héðan frá okkur. En okkur finnst þetta samt allt í lagi, konunum þremur hér í dainum," sagði Elsa. Aðspurð um jólahald á Balaskarði sagði hún það í nokkuð föstu formi. Hangikjötið og laufahrauðið alltaf á sínum stað á aðfangadag og síðan kemur frændfólkið í heimsókn ann- an hvom jóladaginn. „Það þarf auðvitað að sinna bú- verkunum eins og aðra daga. Við gefum skepnunum svona í ríflegra lagi yfir jólin. Það þarf auðvitað að fara í fjósið á aðfangadagskvöld eins og önnur kvöld til að mjólka. Það er þannig til sveita og þýðir ekkert að spyija hvaða dagur er eða hvemig stendur á. Verkunum verður alltaf að sinna.“ Ný laxveiðiá í Fljótum Öm Þórarmsson, DV, Pljótum: í sumar veiddust 20 laxar í Flóka- dalsá framan Flókadalsvatns í Fljót- um. Þetta þykir heimamönnum og laxveiðifólki merkilegt því áður höfðu innan við 10 laxar veiðst í ánni. Mest er vitað um að flórir laxar feng- ust heilt sumar. Flókadalsá hefur hingað til ein- göngu verið talin silungsá. Oft hefur verið þar ágæt bl'eikjuveiði, einkum síðari hluta sumars. Áin hefur að mati íiskifræðinga verið of köld til þess að líkur væru á að lax gengi í hana. Samt hefur nokkrum sinnum tvo síðustu áratugina verið sleppt laxaseiðum í ána en án sýnilegs ár- angurs. Það var svo fyrir 4-5 ámm að fyrst varð vart við lax í ánni og hafa síðan veiðst 1-4 laxar á sumri. í sumar varð veiðin miklu meiri en áður og töldu veiðimenn að talsvert heföi verið um lax í%mi í lok veiðitíma- bilsins. Engar einhlítar skýringar eru á að lax er nú farinn að ganga í ána. Helst tahö að seiðasleppingar hafl borðið árangur eða að rekja megi laxveiðina til nokkurra hrygningarlaxa sem. settir vom í ána að hausti til fyrir nokkrum árum og látnir vera þar uns hrygingu var lokið. Landeigendur á þessum slóðum bíða talsvert spenntir eftir því hver þróunin verður í ánni næstu sumur; - hvort ný laxveiðiá verði til. Þess má að lokum geta að Flókadalsá fremri verður væntanlega auglýst fljótlega til leigu næstu 1-2 árin. Þegar þú sendir jólagjafirnar með • Póstinum í þessum umbúðum, greiðir þú aðeins 335 kr. fyrir bæði umbúðirnar og burðargjaldið óháð þyngd. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-24. desember 1993 og skiptir engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 335 kr. Komdu við á næsta pósthúsi, kipptu nokkrum kössum með þér og þú hefur valið eina þægilegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár. SS'-rr Umbúðir stærð B J (23x31x12 sm.) + burðargjald = 335 kr. • Má senda hvert sem [ er innanlands. ■ Sfl 00* r,, t> tilboð frá Posonum PÓSTUR OG SlMI Viö spörutn þér sporin Spurning dagsins Hefur þú spilað Fimbulfamb? Magni Magnússon, kaup- maður: Já, svo sannarlega. Fimbulfamb er eitt skemmti- legasta spil sem komið hefur á markaðinn í mjög mörg ár. Ekki síðra en Trivial Pursuit. Silja Magnúsdóttir, nemi: Nei, ég hef ekki spilað það en það er númer eitt á óskalistanum mínum fyrir jólin. Ef til vill fæ ég spilið í möndlugjöf. Óiafur Kjartansson, nemi: Já, og Fimbulfamb er alveg ýkt spil. Við vinimir eigum eftir að skemmta okkur rosalega vel yfír spilinu. Sóley Stefánsdóttir starfs- maður í Genus: Já, ég hef spilað það mjög oft. Mér finnst það æðislega skemmtilegt og ætla að spila það yfir jólin. Ásgeir Guðbjartsson, prentsmiður: Já, ég hef sko spilað það. Fimbulfamb verður örugglega spilað mikið á mínu heimili um jólin. Það er eins pottþétt og það að aðfanga- dagur er 24. desember. Auglýsing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.