Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Síða 9
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 9 Utlönd Malavf-Banda oglandarkátir meðaðstoðina Kamuzu Banda, forseti Malaví, og kaupsýslu- menn í landinu gota nú andað léttar eftir að fróttir bárust að vestrænar þjóðir ætla að rétta landinu hjálp- arhönd og veita því flárhagsað- stoð. Er það gert vegna umbóta sem gerðar hafa verið í stjóm- málalífi landsins. Malavimenn fá rúmlega tutt- ugu milljarða króna, aðeins minna en þeir fóru fram á. „Þetta eru góðar fréttir fyrir iðnaðinn því við höfúm haltrað áfram undir hámarksafkasta- getu,“ sagði Peter Kalilombe, formaður verslunarráðs Malaví. Sjónlinsurgerð- arúrnorskri rækjuskel Norskir rækjuframleiðendur gera sér vonir um að útflutningur verði hafinn á efninu chitosan, sem unnið er úr rækjuskel, til iðnfyrirtækja i Þýskalandi og Japan. Efni þetta býr yfir eigin- leikum sem gera það kiörið til framleiðslu á snertilinsum. „Chitosan gert úr norskri rækjuskel er mun betra en allt annað efni,“ segir Even Stenberg sem stjómar miðstöð íyrir sjáv- ariíftæknistofnun við hafrann- sóknarstofnunina í Trorosö. Reuter, NTB Dóttir Castros fær pólitískt hæli í Bandaríkjimum: Kallaði pabba sinn harðstjóra Alina Femandez Revuelta, 37 ára gömul óskilgetin dóttir Fidels Castros Kúbuleiðtoga, hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum og dvelur nú í Atlanta í Georgíu. Fernandez, sem er fyrrum tískusýningar- stúlka, hefur oftsinnis gagnrýnt stefnu föður síns harðlega, kallað hann „harðstjóra" og kvartað undan skorti á frelsi í landinu. Flótti dóttur Castros þykir skýr vísbending um að ástandið á eyjunni fari versnandi. „Skilaboðin til umheimsins eru skýr þegar hans eigin ættingjar em farnir að flýja,“ sagði Juanita Castro, systir Kúbuleiðtogans og eig- andi lyfjabúðar í Kúbverjahverfinu í Miami á Flórída. „Unga fólkinu, kynslóð hennar, finnst það hafa verið svikið.“ Juanita staðfesti að Alina heföi skilið dóttur sína á táningaaldri eftir á Kúbu. „Það er það sorglegasta við þetta allt,“ sagði Juanita og bætti við að erfitt væri að spá hvað Fidel myndi gera en hún efaðist þó um að hann leyfði dótturdóttur sinni að fara. Castro átti Alinu með leikkonunni Nati Revuelta og sagði hún að landflótti dóttur sinnar hefði komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hún sagðist hafa séð dóttur sína fyr- ir nokkrum dögum og hún heföi ekki minnst á þetta einu orði. Hún hefði þó oft áður beðið um að fá að fara. Roberto Robaina, utanríkisráðherrá Kúbu, vildi ekkert tjá sig um fréttirnar af flótta dótt- ur leiðtogans. „Ég var að heyra þetta eins og þið,“sagðihannviðfréttamenn. Reuter Alina Fernandez Revuelta, dóttir Castros Kúbuleiðtoga, flúði stjórn- arhætti qamla mannsins. Símamynd Reuter aðfátæklingar megistela Prestur einn á Nýja-Sjálandi, Brian Tumer aö nafiii, segir það siðferðilega réttlætanlegt aö fólk steli hafi það ekki önnur ráð til að koraast af. Hann likti landi sínu viö England á tímum léns- veldisins þegar fátæklingar sáu síg knúna til aö stunda þjófnað. „Ég er á því aö ef fólk er svipt rétti sínum til góðs húsnæðis, heilsugæslu og hæfilegs matar og ef það hefur reynt allt annað til að mæta þessum þörfum og þjófnaður er eina útgönguleiðin er það að sumu leyti siðferðilega réttlætanlegt," sagði Turner. Neyð fólks hefur aukist frá því skorið var niður í velferðarkerf- inu árið 1991. Japanski for- sæfisráðherrann biðst afsökunar , Morihiro Ho- sokawa, for- sætisráðherra Japans, ætlar að biðja þjóð sina afsökunar á þvi að hafa ekki gert um- bætur i stjórn- málalifi landsins á þeim tíma sem hann hafði lofað. Ráðherrann leggur afsökunar- beiðni sína fram á fundi með fréttamönnum á aðfangadag. Hann haföi lofaö að leggja fram frumvörp um aö hreinsa til í spilltum stjórnmálum Japans fyriráramót. Reuter MISSIÐ EKKI AF skattafslættinum!! Hjón sem auka hlutabréfaeign sína um 200 þúsund á árinu geta lækkað tekjuskattinn um rúmar 82 þúsund kr. BÚNAÐARBANKI WíSLANDS SPARISJOÐIRNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9:00-16:00 OPIÐ Á AÐFANGADAG KL. 9:00-12:00 OPIÐ Á GAMLÁRSDAG KL. 9:00-12:00 Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér skattafslátt fýrir árið 1993. Hlutabréfa- sjóðurinn Auðlind er góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja sér skattafslátt. Harm fjárfestir í ýmsum hlutabréfum og skuldabréfum og er því um góða áhættudreifingu að ræða. Auðlindarbréf eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og eru auðveld í endursölu. Þau fást í sþarisjóðum, Búnaðarbanka íslands, Kauþþingi Norðurlands hf., Akureyri og Kauþþingi hf., Kringlunni 5. KAUPÞING HF Löggi/t verdbréfafyrirtœki Kringlutmi 5, sfmi 689080 í eigu Rúnabarbanka ístands og sparisjóbanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.