Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Qupperneq 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrif t - Dreifing: Simi 632700 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993. Ófæröin í morgun: Ruðnings- tækin í biðstöðu Ruðningsmenn Vegagerðarinnar verða í biðstöðu meðan veðrið lægir ekki og enn skefur. Um leið og veðr- inu slotar eitthvað á vestanverðu landinu, sem vonir standa til að verði seinna í dag, verða ruðningstækin ræst og helstu íjall- og heiðarvegir þar ruddir. í nágrenni höfuðborgar- innar skefur á stöku stað og þar má búast við að ruðningstækjum verði rennt í gegn eftir þörfum. í morgun var fært upp í Borgar- flörð, vestur á Snæfellsnes og yfir íjallvegi þar. En Holtavörðuheiði var kolófær og eins margir fjall- og heið- arvegir á Norðurlandi og á Vestfjörð- um. Hins vegar var vel fært austur úrmeðsuðurströndinni. -hlh - sjá einnig bls. 48,76 og 77 Tíuásjóumjólin Búist er við að einungis 10 skip verði á sjó um jólin. Á áttunda tíman- um í morgun fengust þær upplýs- ingar hjá Tiikynningaskyldu að um 60 skip væru á sjó og „rigndi inn“ tilkynningum um að skip væru á leið til hafnar. Flest þeirra skipa sem veröa á sjó eru togarar sem hyggjast siglameðaflann. -pp Smáauglýsingadeild og blaðaaf- greiðsla DV verða lokaðar á aðfanga- dag, jóladag og annan í jólum. Smáauglýsingadeild er opin mánu- daginn 27. desember frá kl. 9-22. DV kemur næst út mánudaginn 27. desember. Gleðileg jól! ISIOIKðKðBvl Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru fýrir fjársvik á hendur konu og manni um sextugt vegna tæp- lega 700 þúsund króna greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Fólkinu er gefið að sök að hafa þegið greiðslurnar í nafni konunn- ar fyrir tekjutryggingu og heimihs- uppbót á tæplega tveggja ára tima- bili - án þess að eiga rétt á þeim þar sem þau hafi veriö í sambúð, Fólkið hafði fengið lögskiinað en Tryggingastofnun taldi aö fólkið byggi ennþá saman þegar konunni bárust framangreindar greiðslur. Rannsóknarlögreglu ríkisins var sent málið til rannsóknar en það snerist að mestu leyti um hvort fólkið hefði búið saman eftir að það fékk lögskilnaö. Að rannsókn lok- inní taldi ríkissaskóknari að næg rök væru til að gefa út ákæru á hendur fólkinu. Máliö var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tekjutrygging er uppbót á ör- orkulifeyrisgreiðslur og nema þær um 23 þúsund krónum á mánuði. Tryggingin er greidd út nái bóta- þegiim ekki ákveönum lágmarks- launum. Hcimilisuppbót nemur rúmum 7 þúsund krónum á mán- uöi og er hún greidd örorkulí feyrís- þegum sem búa einir. -Ótt Hvita steinbitshrygnan i Nátturugripasafnmu i Vestmannaeyjum hrygndi nylega i fjórða sinn og heppnaðist hrygn- ingin vel, - I annað sinn sem það tekst hjá henni í 4 tilraunum. Og ástin hefur blómstrað í búrinu því hængur, sem verið hefur i búrinu hjá hrygnunni i tvö ár, er nú orðinn til fyrirmyndar. Hefur sýnt hrygnunni mikla umhyggju og hringar sig utan um hrognaklasann þegar hann leysir hana af. í fyrra át hann hrognin og vildi ekkert með hrygnuna hafa. DV-mynd Ómar Garðarsson, Vestmannaeyjum Astin lómstrar - sjá bls. 7 Jólaverslimin: Bókasalan síst minni enífyrra „Ég held að jólaverslunin hafi kom- ið betur út en allir hafa gert ráð fyr- ir. Þetta er það sem ég hef heyrt í samtölum við menn. Það er vitað mál að greiðslukortin eru mikið not- uð og þau eru stórt hlutfall af heild- arveltunni," segir Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna. „Bókasalan hefur verið mjög góð og greinilegt að sú aðgerð útgefenda að halda bókaverði óbreyttu frá síð- asta ári hefur haft veruleg áhrif. Fólk er mjög ánægt með bókaverðið og úrval bóka og salan er jafnari á fleiri titlum nú en áður. Upplýsingar úr bókaverslunum benda til þess að bókasalan sé síst minni en í fyrra,“ segir Ólafur Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Vöku. Opnunartími versiana er frjáls í dag og á morgun, aðfangadag. Höfuð- reglan er þó sú að verslanir séu opn- ar til klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. -GHS Skíðasvæöin: Opnað milli jóla og nýárs? „Það vantar enn snjó í efri hlutann. Vonandi festir eitthvað af því sem kemur ofan núna. Við erum að gæla við aö geta opnað í Bláíjöllum og Skálafelli milh jóla og nýárs,“ segir Þorsteinn Hjaltason, forstöðumaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Enn er frekar lítill snjór í Hlíðar- fjalli við Akureyri en stefnt er að því að opna lyfturnar í Hólabraut og Hjallabrautáþriðjaíjólum. -IBS Irmanlandsflugið: Áannaðþúsund farþegar í dag Fremur illa horfði fyrir innan- landsflug í morgun vegna veðurs en á annað þúsund manns hugðust ferð- ast með 24 áætluðum ferðum Flug- leiða og 12 ferðum íslandsflugs á Þorláksmessu. Ein Flugleiðavél beið eftir að veður lægði á Húsavík í morgun og önnur var farin til Færeyja. Beðið var með ákvarðanir um flug til Vestmanna- eyja og Vestfjarða. Samkvæmt upp- lýsingum íslandsflugs var ekki útlit fyrir flugveður til Eyja en þar töldu menn hins vegar að flogið yrði til Egilsstaðaídag. -Ótt i ,.mmWM LOKI Kannski er bara best að fresta jólunum-vegna veðurs! Jólaveðrið: Hlýnar á sunnudag Á morgun, aðfangadag, verður vestankaldi og él vestast á land- inu en annars hægviðri og létt- skýjað. Víða 5-10 stiga frost (sjá kort). Á jóladag verður suðlæg átt, gola eða kaldi og þykknar upp um sunnanvert landið en létt- skýjað nyrðra. 2-12 stiga frost. Á annan í jólum verður ah- hvöss suðaustanátt og fremur hlýtt. Rigning eða slydda víða um land. Hiti 0-5 stig. Veðrið í dag er á bls. 76 lll ALÞJÓÐA LI'FTRYGGINGARFÉLAGIÐ Lágmúla 5, s. 681644 Þegar til lengdar lcetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.