Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 55

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 55
Óli P. Kristjánsson póstmeistari. PÓSTÞJÓNUSTAN 17YRSTI póstmeistari á Akureyri var Hinrik Schiöth. Næstur var Friðrik Möller frá 1904— 1920. Þá Guðnrundur Bergsson til 1923. Núverandi póstmeistari á Akureyri er Húnvetningurinn Óli P. Kristjánsson og á hann á næsta ári 40 ára farsælt starfsafmæli í þessu mikilvæga embætti. Póststofan er í Hafnarstræti 102. — Gizka má á, að 350—400 tonn af hvers konar pósti fari um póststofuna ár- lega. Nú stendur yfir viðbótarbygging og gjör- breyting á innréttingu hússins. Vonar póstmeistari að breytingin leiði til bættrar þjónustu. LEIKLISTIN ÁRIÐ 1864 starfaði Comedíufélag á Akureyri og ** 1870—1880 var Gleðileikjafélagið stofnað. For- maður þess var Jakob Havsteen konsúll, en brátt kom Páll Árdal, leikarinn og leikritaskáldið, til sög- unnar og skipaði sér í raðir frumherja þessarar list- greinar hér. Gaman og alvara var stofnað rétt fyrir aldamótin. Fyrir 1880 var Jeppi á Fjalli leikinn á Akureyri, en Útilegumenn Matthíasar vöktu at- hygli 1877, enda merkur viðburður. Hallgrímur bóndi Hallgrímsson á Rifkelsstöðum lék Skugga- Svein. Leiksýningar voru auglýstar með fallbyssuskotum. Helgi magri, eftir Matthías, var sýndur 1890 og margar fleiri meiri liáttar leiksýningar mætti nefna frá fyrri tíð. Svava Jónsdóttir, Einar Kvaran, Valdi- mar Hallgrímsson, Jónas prestur Jónasson á Hrafna- gili og samherjar þeirra lögðu grunninn að leik- listarlífi Akureyrar. Samkomuhúsið, sem nú er leikhús bæjarins, var byggt fyrir forgöngu templara árið 1906. Það rúm- ar 275 manns í sæti. Leikfélag Akureyrar var stofnað sumardaginn fyrsta 1917. Júlíus Havsteen var fyrsti formaður. Nú er Guðmundur Gunnarsson formaður Leik- félagsins. Segja má, að leiklistin hafi verið fastur liður í skemmtanalífi Akureyringa frá 1870 til þessa dags, og notið fjárhagslegs stuðnings ríkis og bæjar. RAFVEITAN j SEPTEMBER 1922 var Glerárstöðin vígð. Hún framleiddi 200 kw. 1938 tók fyrsta Laxárvirkjun til starfa með 1470 kw. orku, 1944 bættust þar við 2880 kw. og 1953 8000 kw. Árið 1961 var byggð á Akureyri 2000 kw dieselrafstöð. Öll þessi orka er um það bil fullnýtt. Unnið er að áætlun 18000 kw. orkuveri við Laxá. Verður það byggt í 3 áföngum. Rafveitustjóri frá 1. október 1922 til þessa dags er Knút Otterstedt. Til hœgri Knut Otterstedt, rafveitustjóri. Að neðan: Gamla Glerárstöðin. DAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.