Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 4
Gjörvöll landsins fen og flóa
fúakeldur, holt og móa
á að láta grasi gróa
gera að túni alla jörð,
jafnvel holt og blásin börð.
Drengir, sem að hjörðum hóa
hlotið geta siðar
óðalsrétt um yrktar dalahliðar.
(Ur kvæði Guðmundar frá
Sandi, er hann flutti á aðalfundi
Ræktunarfél. Norðurlands 1905)
ITINN aldni verzlunarstaður við lygnan Eyjafjörð,
sem nú á að baki 100 ára sögu, byggðist á grös-
ugu landi góðra bújarða, Stóra-Eyrarlands, Kjarna
og Nausta.
Gamla sýslumannssetrið og stórbýlið Kjarni hefur
um mörg ár verið án ábúanda. En þar eru miklir
töðuvellir, sem bæjarbúar hafa nytjað og þar er nú
myndarleg skógræktarstöð Akureyringa og Eyfirð-
inga, og búið að planta skógi í falleg belti og mikl-
ar skákir, allt frá Eyjafjarðarbraut og upp að fjalls-
klettum. Að sunnan skilur skógur lönd mil'li Akur-
eyrarkaupstaðar og Hrafnagilshrepps og fer vel á
jrví. Á Naustum var margbýlt. Góð ræktun hefur
komið í stað þess lands, sem undan jörðinni hefur
gengið til bæjarins. Þriðja gamla jörðin, Stóra-Eyr-
arland, er nær öll komin undir byggð bæjarins. Af
mikilli bújörð er nú aðeins eftir ibúðarhúsið á tak-
markaðri lóð, rétt hjá Fjórðungssjúkrahúsinu.
En því fer fjarri, að búskapur hafi lagzt niður á
Akureyri. Akureyringum er búskapurinn í blóð
borinn. Slíkir finna alltaf land til ræktunar, og geta
þeir, sem leggja leið sína upp fyrir mesta þéttbýli
2 DAGUR
bæjarins komizt að raun um það. Þar er í raun og
veru heil sveit og feikna víðáttumikil ræktarlönd,
sem skipt er í óteljandi skákir. Á túnunum eru smá-
hús fyrir bripening, og þangað leggja fjölda margir
bæjarbúar leið sína kvölds og morgna, vetur, vor og
haust til að gefa fé á garða og hestum á stall. En tóm-
stundabúskapurinn er bæði dægradvöl og til nokk-
urra tekna fyrir heimilin. En innan takmarka bæj-
Akureyringar eiga um 200 hross, og i þeim hópi tnarga úrvals-
gœðinga. Og vonir um „hestefni“ eru bundnar hverju folaldi,
sem fœðist.
-ffcllfc........