Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 21

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 21
 V 0/96../? . . .................. AKUREYRAR PLUGBJÖRGUNARSVEIT AKUREYRAR var stofnuð árið 1953 og var Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Akureyrar, helzti hvatamaður þess. Stofnendurnir voru flestir áhuga- menn um ferðalög og flugmál. Skömmu áður hafði verið stofnuð flugbjörgunarsveit í Reykjavík og er skipulag beggja sveitanna svipað. Sveitin hefur ráð á mörgum mjög góðum tækjum svo sm sjúkrabíl, snjóbíl, góðum fjallabíl, sleðum, tjöldum og margs konar sjúkragögnum og útbúnaði Á síðari árum hefur sveitin fengið ríflega fjár- styrki frá ríkinu, Akureyrarbæ og nokkuð frá Eyja- fjarðarsýslu. Auk þess hefur hún fengið góðar gjafir frá Slysavarnadeild kvenna á Akureyri, K.E.A. og frá ýmsum einstaklingum. Ef slys ber að höndum, þá er gott til þess að vita að nú eru til á Akureyri mörg góð tæki, sem að gagni gætu komið. Þegar vegir eru ófærir venjuleg- um bifreiðum er sjúkrabifreið Flugbjörgunarsveit- arinnar jafnan til taks, og hefur hún töluvert verið notuð þegar svo hefur staðið á. Bragi Svanlaugsson, verkstæðisformaður á B.S.A. og félagar hans hafa séð um bílakost sveitarinnar og hafa annazt þessa flutninga. Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Flugfé- lagi íslands á Akureyri, hefur frá upphafi verið for- maður Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, en Tryggvi Þorsteinsson, skátaforingi, er leitarstjóri. Sveitina skipa um 60 menn og er henni skipt í flokka. KONUR Á AKUREYRI ¥JÉR VERÐUR hvorki mælt fyrir minni kvenna á Akureyri eða þeim sungið það lof, sem þær hafa til unnið, sem mæður borgaranna, húsmæður heimil- anna, dætur, unnustur og eiginkonur. En utan heimilanna hafa þær lagt mörgum góð- um málum lið, sem vert er að minnast. Þær komu upp Lystigarði Akureyrar, Nonnahúsi, Barnaheimil- inu Pálmholti, stóðu fyrir kaupum á sjúkraflugvél og snjóbíl til sjúkraflutninga, reistu skipbrotsmanna- skýli, komu upp húsmæðraskóla, lögðu fjárfúlgur til kirkju sinnar og til elliheimilis þess, sem nú er að taka til starfa, söfnuðu fé svo um munaði til Björgunarskútu Norðurlands, áttu mikinn þátt í að koma upp flugbjörgunarsveit og hafa auk þess látið líknarmálin njóta starfskrafta sinna í ríkum mæli, og styrkt kristniboð. Konur eru hættar að bera fisk, en þær taka vax- andi þátt í iðnaðar- og framleiðslustörfum í mörgum helztu iðngreinum, utan heimila sinna. Margar þær iðnvörur, sem þekktastar eru að gæðum og fram- leiddar eru á Akureyri, hafa konur lagt hönd að. Þær eiga verulegan þátt í þeirri staðreynd, að Ak- ureyri er tiltölulega mesti iðnaðarbær á íslandi. Að sjálfsögðu er þó móðurhlutverkið þýðingarmest, hér sem annars staðar. Hinir starfsömu og heiðarlegu borgarar höfuð- staðar Norðurlands, sem nú minnast 100 ára sögu kaupstaðar síns, bera mæðrunum bezta vitnið. DAGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.