Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 26

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 26
AKUREYRAR- KAUPSTAÐUR Annálsbrot AKUREYRI Akureyrarkaupstaður er upphaflega byggðum á landi höf- uðbólanna við botn Eyjafjarðar, Nausta og Eyrarlands. Talið er víst að verzlun á Akureyri hafi verið komin fyrir 1550 og hefur lialdizt þar síðan óslitið til þessa dags. Byggð á Akur- eyri var lengi framan af aðeins hús danskra kaupmanna og fólks á þeirra vegurn. En smám sarnan stækkaði byggðin og fólki fjölgaði, þótt hægt færi. Arið 1802 eru íbúarnir taldir 39 menn. Akureyri var þá talin með Hrafnagilshreppi. Þó virðist sem Akureyri hafi haft einhver sérmál, því að árið 1857 er þar kosin byggingarnefnd. Árið 1862 kom bréf frá stjóminni ásamt konunglegri reglu- gerð 29. ágúst 1862, um að Akureyri skildi öðlast kaupstaðar- réttindi, og þá að sjálfsögðu um leið fráskilin Hrafnagils- hreppi. Árið 1863, hinn 30. marz, var kosin fyrsta bæjarstjórn Akureyrar. fimm menn. Var Ari umboðsmaður Sæmundsen kosinn oddviti bæjarstjórnarinnar. íbúarnir voru þá 286 manns. Sama ár var skipuð hafnarnefnd. Þá var Oddeyrin fráskilin Akureyri, en með úrskurði stjórnarinnar í júlí 1866 skildi Oddeyrin lögð undir kaupstaðinn og verða ásamt hon- um eitt bæjarfélag og lögsagnarumdæmi. Var þá fólkstalan 388 manns. Vegur var lagður mili bæjarhlutanna uppi á brekkunni. Áður var vegurinn eftir fjörunni neðan við brekk- una. Samkvæmt fyrsta ársreikningi bæjarins voru tekjurnar alls 664 ríkisdalir og 31 skildingur, þar af voru aukaútsvör 561 ríkisdalur og 76 skildingar. í árslok 1910 var fólksfjöldinn orðinn alls 2084. Árið 1892 keypti bærinn Stóra-Eyrarland með hjáleigunum Barði og Hamarkoti fyrir kr. 13.600. 1904 varð Akureyri sérstakt kjördæmi. Fyrsti þingmaður var Magnús kaupmaður og síðan ráðherra Kristjánsson. Fyrir Akureyrarkaupstað sérstaklega hafa alls setið á Alþingi átta menn. Sá síðasti er Jónas G. Rafnar, kosinn 1955. Eftir það sameinaðist Akureyrarkjördæmi kjördæmi Norðausturlands. 1919 var Jón Sveinsson lögfræðingur kosinn fyrsti bæjar- stjóri Akureyrar. 1922 var rafstöð bæjarins við Glerá tekin í notkun. 1927 keypti Akureyrarbær Oddeyrina af Ragnari Ólafs- syni kaupmanni. KIRKJA OG PRESTAR Akureyri átti sókn að Hrafnagilskirkju og voru margir merkismenn frá Akureyri grafnir í Hrafnagilskirkjugarði, islenzkir og danskir. 1863 var Hrafnagilskirkja aflögð, en ný kirkja reis á Ak- ureyri sama ár. Náði þá Akureyrarsókn frá Glerá fram að Reykhúsum og hefur sú sóknarskipan haldizt til 1958. Kirkjan byggð inni í Fjöru og stóð þar, þar til Matthíasarkirkja var byggð.Hún var vígð 17. nóv. 1940. Fyrsti prestur Akureyrar var séra Guðmundur Helgason, þá séra Þórhallur Bjarnarson síðar biskup. Árið 1886 tekur við Akureyrarprestakalli séra Matthías Jochumsson. SKÓLAR 1869 var vígður nýr barnaskóli með veglegri athöfn. Kenn- ari var cand. theol. Jóhannes Halldórsson. 1896 var kvennaskólinn á Laugalandi fluttur til Akureyrar. Forstöðukona var Ingibjörg Torfadóttir frá Ólafsdal. 1905 var iðnaðarmannaskóli stofnsettur. Skólastjóri var sr. Jónas Jónasson. 1901 brann gagnfræðaskólahúsið á Möðruvöllum. Var þá skólinn fluttur til Akureyrar í leiguhúsnæði, þar til nýja gagnfræðaskólahúsið var tilbúið haustið 1904. Síðar var gagn- fræðaskólanum breytt í menntaskóla. Árið 1928 voru braut- skráðir þaðan fimm stúdentar. Var það í fyrsta sinn, að stú- dentar voru brautskráðir frá norðlenzkum skóla síðan Hóia- skóli var lagður niður 1802. IÐNAÐUR 1882 setti Gránufélagið á stofn niðursuðuhús. Soðið var niður sauða- og uxakjöt og rjúpur. 1897 tóku tóvélarnar við Glerá til starfa. Kembd var ull víðs vegar að. 1907. Ullarverksmiðjan við Glerá, sem Jrá hét Gefjun, framleiðir alls konar dúka til klæðagerðar o. 0. Fyrsti fram- kvæmdastjóri var Aðalsteinn Halldórsson. Klæðaverksmiðjan var stofnuð af hlutafélagi. Árið 1930 var verksmiðjan seld Sambandi ísl. samvinnufélaga. Bætti það við iðnaðinn sútun skinna og skógerðinni Lðunni og enn síðar fataverksmiðj- unni Heklu. 1902 stofnaði Ólafur G. Einarsson vindlagerð. Sú starfsemi stóð stutt og tók þá Ottó Tulinius upp sömu iðn. 1906 var stofnað ldutafélagið Steinöld. Steyptir voru stein- ar til hleðslu og gangstéttahellur. 1922 tekur Smjörlíkisgerðin Akra til starfa. Fyrsti fram- kvæmdastjóri var Jón E. Sigurðsson. 1927. Óskar Sigurgeirsson setur upp járnbræðslu og steypir ýmsa vélahluti fyrir skip og báta. 1928 stofnar Kaupfélag Eyfirðinga mjólkursamlag. Tekur það við mjólk frá bændum til vinnslu og sölu. Samlagsstjóri er Jónas Kristjánsson. 1932. S. í. S. byrjar kaffibætisgerð á Akureyri. Forstjóri hennar er Guðmundur Guðlaugsson. 1901 var stofnuð gosdrykkja- og límonaðigerð á Akureyri. Stofnandi var Eggert Einarsson. 1930 tók til starfa Smjörlíkisgerð K. E. A. Forstöðumaður var Ottó E. Nielsen. 1932 hóf K. E. A. sápugerð. Henni veitti forstöðu þýzkur maður, Frank Hiiter. ÚTGERÐ 1910 gengu 18 þilskip til þorskveiða frá Akureyri, en þeim smáfækkaði. 1913 kom fyrsti botnvörpungurinn til Akureyrar. Hét liann Hélgi magri. Eigendur voru Stefán Jónasson skipstjóri og Ásgeir Pétursson kaupmaður. 24 D A G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.