Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 8
Feráamanna- bærinn AKUREYRI A KUREYRI hefur ávalltveriðnokkur ferðamanna- bær, og síðan samgöngur urðu greiðari innan- lands og landa á milli, hefur ferðamannastraumur- inn vaxið ört. Margrir bæir í nágrrannalöndum okkar á stærð við Akureyri hafa mestan hluta tekna sinna af hvers konar þjónustu við ferðamenn, og búa sig undir viðskiptin við þá af eins ríkum áhuga og íslending- ar búa sig undir vetrarvertíð sunnanlands eða sum- arsíldveiðar fyrir Norðurlandi. Akureyringar hafa til þessa aðeins lagt stund á það, að greiða götu þess fólks, sem hingað hlýtur að koma vegna legu staðarins, en þeir hafa ekki ennþá búið sig undir stöðugan og mikinn ferðamanna- straum eða gert ráðstafanir til að auka hann veru- lega. Innan tíðar verður sennilega komið upp mynd- arlegri ferðamiðstöð í bænum, þar sem innlendir og erlendir ferðamenn og hvort sem þeir koma með skipum, bifreiðum eða flugvélum til bæjarins, fá alla þá fyrirgreiðslu, sem menningarlegur bær getur bezta veitt. Nú eru á Akureyri þrjú gistihús: Hótel KEA, Hótel Akureyri og Hótel Varðborg. Ennfremur hef- ur síðustu árin verið tekið á móti gestum í hinni nýju heimavist Menntaskólans á Akureyri. Flestir langferðamenn koma til Akureyrar með flugvélum Flugfélags íslands. Flugvöllurinn er rétt við bæinn og þar er fyrsta og eina flugstöðin, sem íslendingar hafa byggt. í bænum er ferðaskrifstofa, bifreiðastöðvar og bifreiða- og skipaafgreiðslur. Frá Akureyri ganga áætlunarbifreiðir í allar áttir. Ferðamaðurinn, sem kemur til bæjarins, hugsar fyrst um að fá sér mat eða kaffi, síðan næturstað. Hann þarf líka að fá nokkrar upplýsingar um bæ- inn og nágrennið, og hann þarf að afla sér vitneskju um hentugar ferðir til ákveðinna staða. Hver borg- ari veitir gestum lrelztu upplýsingar á þessum svið- um, og gerir það með gleði, hvort sem lrann er spurð- ur á götum úti, inni í verzlun eða á vinnustað. En hvers vegna fjölmennir fólk til Akureyrar? Við látum ferðafólkið sjálft um að svara þeirri spurningu, en viljunr um leið undirstrika, að Akur- eyri er eitt fegursta bæjarstæði á landi hér. Akureyri er mesti blómabær landsins og trjáræktarbær, með Lystigarðinn, Gróðrarstöðina og gamla kirkjugarð- inn, sem gamla og virðulega vegvísa í ræktunarmál- um. Nonnahús og Sigurhæðir á Akureyri draga að sér fjölda manna. IJá er mörgum hugleikið að kynn- ast fleiri eða færri þáttum þess iðnaðar, sem gert hef- ur höfuðstað Norðurlands að hlutfallslega mesta iðnaðarbæ landsins. Þá munu íslenzkir og erlendir ferðamenn þykjast eiga nokkurt erindi til þessa bæj- ar, sem talinn er hlutfallslega mesti samvinnubær í heimi. Rétt hjá Akureyri er risið veglegt skíðahótel í einu bezta skíðalandi, sem þekkist hér á landi. Og á dagskrá er bygging vélfrysts skautasvells. Vetrar- íþróttir ættu því, er fram líða stundir, að draga hingað fjölda manna. Akureyrarpollur er einn ákjós- anlegasti staður skemmtisiglinga, kappróðra og sportveiða. Hljómlistarmenn eru þess fúsari en áð- ur að koma hingað til hljóm'leikahalds, síðan sett var í Akureyrarkirkju fullkomnasta pípuorgel lands- ins og sambærilegur konsertflygill kom í Varðborg. Búfjárræktarstöðin á Lundi, bændabýlin, Skóg- ræktin og Tilraunastöðin eru forvitnilegir staðir 6 DAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.