Dagur - 29.08.1962, Síða 8
Feráamanna-
bærinn
AKUREYRI
A KUREYRI hefur ávalltveriðnokkur ferðamanna-
bær, og síðan samgöngur urðu greiðari innan-
lands og landa á milli, hefur ferðamannastraumur-
inn vaxið ört.
Margrir bæir í nágrrannalöndum okkar á stærð við
Akureyri hafa mestan hluta tekna sinna af hvers
konar þjónustu við ferðamenn, og búa sig undir
viðskiptin við þá af eins ríkum áhuga og íslending-
ar búa sig undir vetrarvertíð sunnanlands eða sum-
arsíldveiðar fyrir Norðurlandi.
Akureyringar hafa til þessa aðeins lagt stund á
það, að greiða götu þess fólks, sem hingað hlýtur að
koma vegna legu staðarins, en þeir hafa ekki ennþá
búið sig undir stöðugan og mikinn ferðamanna-
straum eða gert ráðstafanir til að auka hann veru-
lega. Innan tíðar verður sennilega komið upp mynd-
arlegri ferðamiðstöð í bænum, þar sem innlendir og
erlendir ferðamenn og hvort sem þeir koma með
skipum, bifreiðum eða flugvélum til bæjarins, fá
alla þá fyrirgreiðslu, sem menningarlegur bær getur
bezta veitt.
Nú eru á Akureyri þrjú gistihús: Hótel KEA,
Hótel Akureyri og Hótel Varðborg. Ennfremur hef-
ur síðustu árin verið tekið á móti gestum í hinni
nýju heimavist Menntaskólans á Akureyri.
Flestir langferðamenn koma til Akureyrar með
flugvélum Flugfélags íslands. Flugvöllurinn er rétt
við bæinn og þar er fyrsta og eina flugstöðin, sem
íslendingar hafa byggt. í bænum er ferðaskrifstofa,
bifreiðastöðvar og bifreiða- og skipaafgreiðslur. Frá
Akureyri ganga áætlunarbifreiðir í allar áttir.
Ferðamaðurinn, sem kemur til bæjarins, hugsar
fyrst um að fá sér mat eða kaffi, síðan næturstað.
Hann þarf líka að fá nokkrar upplýsingar um bæ-
inn og nágrennið, og hann þarf að afla sér vitneskju
um hentugar ferðir til ákveðinna staða. Hver borg-
ari veitir gestum lrelztu upplýsingar á þessum svið-
um, og gerir það með gleði, hvort sem lrann er spurð-
ur á götum úti, inni í verzlun eða á vinnustað.
En hvers vegna fjölmennir fólk til Akureyrar?
Við látum ferðafólkið sjálft um að svara þeirri
spurningu, en viljunr um leið undirstrika, að Akur-
eyri er eitt fegursta bæjarstæði á landi hér. Akureyri
er mesti blómabær landsins og trjáræktarbær, með
Lystigarðinn, Gróðrarstöðina og gamla kirkjugarð-
inn, sem gamla og virðulega vegvísa í ræktunarmál-
um. Nonnahús og Sigurhæðir á Akureyri draga að
sér fjölda manna. IJá er mörgum hugleikið að kynn-
ast fleiri eða færri þáttum þess iðnaðar, sem gert hef-
ur höfuðstað Norðurlands að hlutfallslega mesta
iðnaðarbæ landsins. Þá munu íslenzkir og erlendir
ferðamenn þykjast eiga nokkurt erindi til þessa bæj-
ar, sem talinn er hlutfallslega mesti samvinnubær í
heimi.
Rétt hjá Akureyri er risið veglegt skíðahótel í
einu bezta skíðalandi, sem þekkist hér á landi. Og
á dagskrá er bygging vélfrysts skautasvells. Vetrar-
íþróttir ættu því, er fram líða stundir, að draga
hingað fjölda manna. Akureyrarpollur er einn ákjós-
anlegasti staður skemmtisiglinga, kappróðra og
sportveiða. Hljómlistarmenn eru þess fúsari en áð-
ur að koma hingað til hljóm'leikahalds, síðan sett
var í Akureyrarkirkju fullkomnasta pípuorgel lands-
ins og sambærilegur konsertflygill kom í Varðborg.
Búfjárræktarstöðin á Lundi, bændabýlin, Skóg-
ræktin og Tilraunastöðin eru forvitnilegir staðir
6 DAGUR