Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 57

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 57
stöðu síðan 1960, en hóf þar starf árið 1946, sem að- stoðarmaður Snæbjarnar. Auk hans eru fastráðnir tveir bifreiðaeftirlitsmenn, annar með búsetu á Húsavík, enda nær umdæmið yfir svæðið frá og með Siglufirði og allt austur yfir Þingeyjarsýslur báðar. í sumar starfar aukamaður ogskrifstofustúlka hjá eftirlitinu. Starf bifreiðaeftirlitsins er einkum fólgið í skrán- ingu ökuskírteina, prófi ökumanna, skoðun bif- reiða og löggæzlustörfunr á vegum úti. Ökuskírteinin í Akureyrarumdæmi eru nú orðin á sjötta þúsnnd. Bifreiðir í umdæmi bifreiðaeftir- litsins og önnur ökutæki um 2700 talsins og fer ört fjölgandi. — A-bifreiðarnar eru 1700. Elzta bifreiðin í umferðinni er Ford-vörubifreið Sigurðar Jónssonar á Húsavík, árgerð 1926. LANDSÍMINN ANDSÍMASTÖÐIN var opnuð á Akureyri 29. sept. 1906, og samtímis ritsíma- og talsímasam- band milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar, en þaðan hafði verið lagður sæsímastrengur til Skotlands. — Landsímastöðin á Akureyri hefur alltaf verið við Hafnarstræti og síðan 1945 í nr. 102. Árið 1950 var sett upp sjálfvirk bæjarsímastöð með 1000 númer- um, sem síðar var fjölgað í 2000 í tveim áföngum. Og nú er hafin bygging við húsnæði pósts og síma í Hafnarstræti 102, því enn þarf bráðlega að fjölga númerum til muna. Símastjórar hafa aðeins verið fjórir á Akureyri: Poul Smith 1906—1908, Gísli Ólafsson 1908—1912, Halldór Skaftason 1912—1924, en síðan Gunnar Scliram. Gunnar Schram, símastjóri. Bátar frá Akureyri eru viðurkenndir um land allt og vitna um góða skipasmiði. SJÁLFSBJÖRG J7ITT YNGSTA og jafnframt þróttmesta félagið á Akureyri er Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Það réð- ist þegar í það stórvirki að byggja sér félagsheimili og tókst það. Heitir það Bjarg og stendur við Hvannavelli 10. Fyrsti formaður var Emil Ander- sen, en núverandi formaður er Karl Friðriksson. Bjarg er fyrsta félagsheimili Sjálfsbjargarfélaganna hér á landi. LYFJABÚÐIR A KUREYRARAPÓTEK var stofnað árið 1819. ■^Núverandi eigandi er Oddur C. Thorarensen og tók hann við því á 100 ára afmæli þess. STJÖRNUAPÓTEK er fyrsta samvinnulyfja- búð landsins. Þetta apótek var stofnað 1936 og stjórnar því Baldur Ingimarsson. KVIKMYNDAHÚS Á AKUREYRI eru tvö kvikmyndahús: Nýja-Bíó, eigandi Oddur Thorarensen, lyfsali, og Borgarbíó, sem stúkur bæjarins eiga og reka. Nýja-Bíó rúmar 400 manns í sæti og Borgarbíó um 300, eða samtals rösklega 700 manns. GULLSMIÐIR TVÆR gullsmíðavinnustofur eru á Akureyri og eiga aðra þeir Sigtryggur Helgason og Pétur Breið- fjörð og er hún í Brekkugötu 5, en hina hefur Kon- ráð Jóhannsson í Brekkugötu 7. D A G U R 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.