Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 38

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 38
Söngur og nljómlist á AKUREYRI Frú Margrét Eiríksdóttir. FRÚ MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, kona Þórar- ins Björnssonar skólameistara á Akureyri, var fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar. Hún er mjög fær píanóleikari, menntuð á tónlistarsviðinu og hefur haldið sjálfstæða hljómleika. Frú Margrét hefur góðfúslega orðið við þeim til- mælum þessa hátíðablaðs að svara nokkrum spurn- ingum um söng- og tónlistarlíf á Akureyri. Á söngur og hljómlist mikið rúm í hugum Akur- eyringa? Eins og gengur og gerist hér á landi, býst ég við. En ég hef oft haft mjög gaman af að vera hér á hljómleikum. Akureyringar eru góðir hlustendur, svo að stemning verður oft mjög sterk á hljómleik- um. Annars mætti vera meira um hljómleika hér. Það er oft erfitt að fá hingað listafólk til hljómleika- halds. Það er flest bundið við vissar áætlanir, en ferðir hingað norður frá Reykjavík oft ekki öruggar, sérstaklega á vetrum, svo að hinir eftirsóttu lista- menn, sem komnir eru til höfuðborgarinnar um langa vegu, þora ekki að hætta á snögga hljómleika- ferð til Akureyrar. Hver annast það að fá hingað innlenda og erlenda tónlistarmenn? Tónlistarfélag Akureyrar, sem hefur starfað í tvo áratugi hér í bænum, og hefur Stefán Ágúst Krist- 36 DAGUR jánsson alltaf verið formaður. Aðalstarf þess er að beita sér fyrir tónleikahaldi. Hefur félagið náð í marga ágæta og heimsfræga listamenn, bæði inn- lenda og erlenda. í vetur keypti félagið koncert- flygil, „Petrof", 2.78 m. langan. Er þetta mjög gott hljóðfæri, og var með því bætt úr brýnni þörf. Bæj- arstjórn Akureyrar lagði fram ríflegan skerf til kaupanna. Hvað er að segja um hið nýja pípuorgel, sem kirkjan hefur fengið? Það er ekki aðeins sérstaklega gott hljóðfæri, held- ur fer hljómburður kirkjunnar einstaklega vel sam- an við hljóm orgelsins. Það er mikill fengur fyrir bæjarbúa að hafa fengið þetta vandaða hljóðfæri í sína fallegu kirkju. Mun það eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi bæjarins, eins og þegar hefur komið fram, þar sem fjórir ólíkir organ- istar hafa haldið hér hljómleika, og hefur ekki stað- ið á hljóðfærinu að túlka möguleika hvers lista- manns. Organleikarar hljóta að sækjast eftir að starfa við slíkt hljóðfæri. Hér eru starfandi kórar og söngfélög? Já, bærinn er þekktur fyrir söng. Við vorum að tala um kirkjuna, svo að ég byrja á að minnast á Kirkjukórinn. Kórinn er miðaður við 18 manns, og er stjórnandi Jakob Tryggvason. Aðalstarf kórsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.