Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 11
Friðbjarrnarhúsið á Akureyri.
Fyrsta stúka
Iandsins
stofnué
/
a
Akureyri
rYRSTA stúkan, sem stofnuð var hér á landi, var
ísafold nr. 1. Uún var stofnuð á Akureyri hinn
10. janúar 1884 í svonefndu Friðbjarnarhúsi, Aðal-
stræti 46.
‘Þessi stúka starfar enn og Friðbjarnarhús stendur
enn. Húsið hafa bindindismenn keypt og eru að
safna þangað munum Friðbjarnar Steinssonar, sem
húsið er við kennt. Hús og munir eiga að varðveit-
ast sem sögulegir minjagripir elzta bindindisfélags
á Islandi.
Stúkur á Akureyri eru nti 5: Isafold-Fjallkonan
nr. 1, Brynja nr. 99, báðar fyrir fullorðna og 3
barnastúkur: Sakleysið nr. 3, Samúð nr. 102 og Von
nr. 75 í Glerárhverfi.
Ta'la félaga í stúkunum öllum er á áttunda hundr-
að.
Stúkurnar á Akureyri reka æskulýðsheimili, bind-
indishótel og kvikmyndahús í Varðborg. Ennfremur
barnaheimili að Litlu-Tjörnum í Ljósavatnsskarði
og eru þar um 30 börn.
Svo er sagt, að bindindishótelið sé eitt sinnar teg-
undar á íslandi. Fyrir liggur að auka mjög starfsem-
ina, en það er því aðeins unnt að húsakynni Varð-
borgar verði stækkuð og mun það standa fyrir dyr-
um.
Akureyrarstúkurnar kjósa sér 6 fulltrúa hver í
framkvæmdaráð. Framkvæmdaráðið kýs sér svo
framkvæmdastjórn.
Formaður framkvæmdaráðs er Jón Kristinsson og
er hann líka í framkvæmdastjórn ásamt Stefáni Ág.
Kristjánssyni, Eiríki Sigurðssyni, Bjarna Halldórs-
syni og Guðmundi Magnússyni. Æðstitemplar ísa-
fold-Fjallkonunnar er Magnús Kristinsson, en
Brynju Friðrik Aðólfsson.
Störf bindindissamtakanna á Akureyri munu
mega teljast óvenjttlega mikil, þótt árangurinn verði
hér ekki metinn.
En bæjarbúar þekkja þá sögulegu staðreynd, að
á Akureyri stóð vagga bindindishreyfingarinnar hér
á landi.
Þrir forvígismenn bindindismanna. Frá vinstri:
Stefán Ag. Kristjánsson, Eirikur Sigurðsson og
Jón Kristinsson.
DAGUR 9