Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 47

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 47
Jón Rögnvaldsson. garðurinn reynt að auka og efla grasasöfn garðsins, og er nú svo komið að meginþorri allra íslenzkra jurtategunda vex í garðinum eða 402 tegundir af rúmum 430, sem talið er að vaxi villt hér á landi. Þá eru einnig um 14 hundruð tegundir erlendra plantna ræktaðar í garðinum. Flest af þessum teg- undum dafnar vel. Eru þær þó ættaðar víðs vegar að úr heiminum, eða frá Grænlandi til Suður- Ameríku og frá Kína og Tíbet til Alaska. Síðastlið- ið sumar fékk garðurinn t. d. rúmar 20 tegundir frá Grænlandi. Er það ætlunin að auka grasasöfn garðsins eftir föngum á næstunni. Gæti garðyrkjan í landinu haft mikið gagn af því að garðyrkjustöðv- arnar notfærðu sér reynslu Lystigarðsins og tækju upp ræktun úrvalstegunda skrautjurta og runna, sem reynzt hafa nægilega harðgerðir fyrir íslenzka staðhætti. Er mikill skortur á að fólk geti fengið skrautrunna og fjölær blóm í skrúðgarða sína. Enda er það eitt af verkefnum grasagarða erlendis að stuðla að framförum í skrúðgarðarækt almennings. Hefur Lystigarður Akureyrar þegar komizt í sam- band við nokkra grasagarða erlendis og getur feng- ið þaðan ókeypis fræ og ýmsar upplýsingar. Víða erlendis starfrækir hið opinbera plöntuinn- flutningsstöðvar, ýmist sem sjálfstæðar stofnanir, eða í sambandi við grasagarða og er þá bæði lögð áherzla á innflutning skrautjurta fyrir skrúðgarða og nytja plantna fyrir landbúnað, iðnað og jafnvel skógrækt. Þessu hlutverki gegnir raunar Lystigarður Akur- eyrar nú fyrir ísland, enda þótt í smáum stíl sé, og vonandi geta allir Akureyringar að minnsta kosti verið sammála um, að gaman væri að Lystigarður- inn gæti haldið áfram að vera í fremstu röð íslenzkra almennins- og grasagarða næsta aldarhelming eins og hann hefur óneitanlega verið til þessa. FEGRUNAR jélagio rEGRUNARFÉLAGIÐ á Akureyri, sem stofnað var 1949, er eins konar samvizka bæjarins í fegrunarmálum. Það hefur með hendi ábendingar- störf um fegrun og snyrtingu bæjarins og hefur orð- ið mikið ágengt. Félagið hefur sagt illgresi og órækt stríð á hendur, einnig ónýtum skúrum, haugum af ónýtum hlutum og Ijótleika hér og þar í bænum. Það veitir verðlaun fyrir fagra skrúðgarða, hefur gefið bæjarbúum kost á fjórðungi ódýrari húsamálningu en í verzlun fæst, setur upp jólatré í bænum fyrir hver jól, býður hópum af fólki í bílferðir um bæinn til að þroska fegurðarskyn íbúanna. í sumar hefur Fegrunarfélagið, undir forystu Jóns Kristjánssonar, hafið nýja sókn í þessum mál- um, í náinni samvinnu við bæjaryfirvöldin, komið á sérstakri hreinlætisviku og haft náið samband við fjölda manna um aukinn þrifnað. Árangurinn er ótrúlegur. Heilar götur eru vart þekkjanlegar, stór- hýsi, sem fram að þessu hafa verið köld og grá, urðu litfögur, smekkleg og prýði bæjarins. Fyrsti formað- ur Fegrunarfélags Akureyrar var Finnur Árnason, garðyrkjuráðunautur bæjarins. Jón Kristjdnsson. formaður Fegrunarfélagsins. Jón Rögnvaldsson. D A G U R 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.