Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 22
■
IROINGA
V erzlunar-
Lærinn
AKUREYRI
Jakob Frimannsson,
framkvœmdastjóri
KEA og formaður SÍS.
^KUREYRI er aðalmiðstöð verzlunar og sam-
gangna á Norðurlandi. Bílvegir teygja sig út frá
bænum í allar áttir til blómlegra héraða, höfnin er
iðandi af lífi löngum stundum, og flugvöllur bæj-
arins er ómissandi tengiliður í daglegum samgöng-
um og viðskiptalífi, sem Akureyri og nágrannahér-
uð eiga svo mikið undir.
Lega Akureyrar og hafnarskilyrði skáru snemma
úr um gildi Akureyrar sem verzlunarstaðar, enda
, hefur verzlun blómgazt hér um langa hríð og náð
yfir mörg Jrróunarstig, allt frá verstu einokun út-
lendinga til fullkominnar samvinnuverzlunar fólks-
ins.
Sé gengið um miðbæinn á Akureyri, þ. e. a. s.
Hafnarstræti norðanvert og nærliggjandi svæði,
mun margur undrast fjölda og fjölbreytni verzlan-
anna, sem þar eru staðsettar. En jafnframt þessu
aðalverzlunarsvæði eru ýmsar verzlanir í úthverfum
bæjarins, fyrst og fremst matvörubúðir. Byggð og
atvinnustöðvar aukast stöðugt á Oddeyri, og m. a.
hefur verzlunin flutzt þangað í vaxandi mæli und-
anfarin ár.
Sem að líkum lætur er viðskiptasvæði Akureyrar
ekki bundið bæjarlandinu, heldur sækja utanbæjar-
menn hingað verzlun sína engu síður en bæjarmenn.
Einkum eiga bændur úr Eyjafirði og vesturhluta
Þingeyjarsýslu tíða leið til Akureyrar í verzlunar-
erindum.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur allar helztu stöðvar
sínar á Akureyri, og skipar verzlunin öndvegið í
starfsemi þess. Kaupfélag Eyfirðinga er langstærsti
20 D A G U R