Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 5
arins munu auk þess vera 22 bændabý'li, þar sem bú-
skapur er stundaður sem aðalatvinnugrein. Enn-
fremur Tilraunastöðin, sem rekur stórt kúabú og
Búfjárræktarstöðin á Lundi, sem á hálft annað
hundrað gripi og stór ræktarlönd. Norðurtakmörk
bæjarins eru talin við Lónsbrú og þaðan nokkurn
veginn í austur, í sjó frarn, og vestur til fjalla. Eru
því bæjartakmörkin mjög rúm enn sem kornið er.
Jarðræktarfélag hefur starfað á Akureyri um langt
skeið og telur það nú 50 félaga. Þetta félag hefur
meðal annars staðið fyrir Bændaklúbbsfundunum í
meira en háifan annan áratug, sem er einn kynleg-
asti kvistur á meiði hinna fjölþættu félagsmála í
okkar landi.
Síðasta ár lögðu Akureyringar inn 646 þús. lítra
mjólkur í Mjólkursamlag KEA og lóguðu 1700 fjár
á sláturhúsi. Fara þessar framleiðslugreinar vaxandi
mörg síðustu árin. Kartöflurækt er nrikil og hefur
svo verið um langan a’ldur, til ómetanlegs hagræðis
fyrir bæjarbúa.
Síðasta vetur áttu bæjarbúar rúmlega 3 þúsund
fjár á fóðrum, 355 kýr og 200 hross. Heyfengur á
haustnóttum 1961 var samtals 19000 hestburðir.
Búpeningur sézt nú ekki lengur á fjölförnum um-
ferðagötum Akureyrar. En hér, sem a'lls staðar ann-
ars staðar i vaxandi þéttbýli, verður búskapurinn
að þoka, en er stundaður í útjöðrum bæjarins, auk
hinna nefndu lögbýla, er meira svigrúm hafa.
A liinu foma landi Stóra-Eyrarlands, þar sem mik-
ill meiri hluti hinna 9000 Akureyringa á heimili
sín, hverfa girðingar milli granna óðfluga, en í stað
þeirra vaxa blóm og runnar.
Búfjárrœktarstöðin að Lundi á Akureyri, sem Samband nautgriparœktarfél. við Eyjafjörð (SNE)
stofnaði og starfrtekir, annast upppeldistilrawiir, kynbœtur og visindalegar rannsóknir á arfgeng-
um eiginleikum nautgripa. — Merkar niðurstöður af starfserninni eru þegar fyrir hendi, sem
vart verða til peninga metnar, og framundan eru ótœmandi verkefni, svo lengi sem landsmenn
lifa á mjólk og mjólkurvörum. Hliðstceð starfsemi hlýtur að ltoma i öðrum greinum kvikfjár-
rœkiarinnar.
DAGUR 3