Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 42

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 42
Skóla- Dærinn AKUREYRI ÆTUNDUM er Akureyri kölluð „Norðlenzki skóla- bærinn" og er sú nafngift ekki út í hött. í bæn- um búa tæplega 9 þúsundir manna, og á vetrum er þar nokkuð á þriðja þúsund ungmenna í skólunum. Frá hausti tii vors setur hin fjölmenna skólaæska svip sinn á bæinn, ekki aðeins á götum úti og í bókaverzlunum og skemmtistöðum, heldur einnig á fjölda heimila í bænum, þar sem einn eða fleiri nemendur dvelja og flytja með sér áhrif skólanna. Menntaskólinn á Akureyri, Gagnfræðaskóli Ak- ureyrar, Iðnskólinn, Tónlistarskólinn og þrír barna- skólar og smábarnaskólar eru fullsettar stofnanir, Gagnfrœðaskóli Akureyrar. svo að vægt sé til orða tekið. Húsmæðraskólinn er rekinn með námskeiðsfyrirkomulagi. Menntaskólinn á Akureyri er arftaki Möðruvalla- skólans í Hörgárdal, er tók til starfa haustið 1880 og starfaði til vorsins 1902, er skólahúsið brann og skólinn var fluttur til Akureyrar. Nemendur á Möðruvöllum voru venjulega 30—40 og þar var tek- ið gagnfræðapróf eftir tveggja vetra nám. Árið 1902 var skólinn svo fluttur til Akureyrar, og þá var farið að reisa skólabyggingu þá, sem enn stendur. Einstakt má telja, að hús, sem reist var yfir 30—40 manna sveitaskóla, nægir ennþá sem kennslu- hús fyrir 450 nemendur, auk nokkurra heimavistar- herbergja, sem enn eru notuð í húsinu. Haustið 1927 fékk skólinn réttindi til að braut- skrá stúdenta, og 1930 er hann gerður að mennta- skóla. Skólinn er í tveim deildum, stærðfræðideild og máladeild, og auk þess hefur verið starfrækt við hann miðskóladeiid, sem væntanlega verður fljót- lega lögð niður vegna þrengsla. Nýtt heimavistarhús er á skólalóðinni og rúmar um 140 nemendur. I skólanum eru, eins og áður er sagt, um 450 nemendur og á síðasta vori voru braut- skráðir 69 stúdentar. Fastir kennarar við skólann eru 12, auk skólameistara. Stundakennarar 13. Skólameistarar hafa frá upphafi aðeins verið fjór- ir: Jón Hjaltalín, Stefán Stefánsson, Sigurður Guð- mundsson og Þórarinn Björnsson. Menntaskólinn á Akureyri er einn af þremur menntaskólum landsins. Gagnfræðaskóli Akureyrar er langfjölmennasti gagnfræðaskóli landsins, utan höfuðstaðarins, með um 550 nemendur í 21 bekkjardeild. Skólinn var stofnaður árið 1930 og var fyrsta ára- tuginn til húsa við Lundargötu á Oddeyri. Laust eftir 1940 flutti skólinn í eigið húsnæði og hefur starfað þar síðan. Sökum mikillar aðsóknar, einnig af utanbæjar- nemendum, er skólinn orðinn í miklum húsnæðis- vandræðum, en ákveðið er að hefja nú í sumar fram- kvæmdir við allmikla viðbyggingu við skólann. Við skólann starfa 24 fastir kennarar og 10 stunda- kennarar. Skólastjórar hafa frá upphafi verið þrír: Sigfús Halldórs frá Höfnum, fyrstu 5 árin, ÍÞorsteinn M. Jónsson, næstu 20 ár, og Jóhann Frímann, núver- andi skólastjóri. Barnaskóli Akureyrar hélt á síðasta ári hátíðlegt 90 ára afmæli sitt. Skólinn hraktist hús úr húsi og milli bæjarhluta framan af árum. Um aldamótin síðustu var byggður barnaskóli sunnan við núver- andi samkomuhús. En 1930 flutti skólinn í nýtt hús uppi á brekku og er þar enn í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.