Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 19

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 19
s Úr gömlu Gróðrarstöðinni. Eldri trén veita hinum ungu gott skjól. Til elztu trjánna var sáð um aldamótin. geta, að eitthvað hefur vantað á æfð handtök hjá mörgu þessu fólki. En tþeir sem þarna unnu, munu gleðjast í hvert sinn og þeir eiga leið eftir þjóðveg- inum þarna fram hjá, því að plönturnar lifðu flest- ar, eru nú vaxnar úr grasi og eru hinar fegurstu. Naumast er hægt að hugsa sér meiri fegrun lands en þá, að gróðursetja tré í brekkuna alla suður frá bæn- um meðfram þjóðveginum. Þetta land verður naum- ast til annarra nota. En hvað á Skógræktarfélag Akureyrar stórt land (Það á 86 hektara, einnig hér í Kjarnalandi. Það félag var stofnað eftir skipulagsbreytinguna á Skóg- ræktarfélagi Eyjafjarðar, eins og svo mörg önnur skógræktarfélög sýslunnar. Skógræktarfélag Akur- eyrar er stærsta deildin í Skógræktarfélagi Eyjafjarð- ar. Land þess hérna nær frá Eyjafjarðarbraut og upp ifjall. Hér munu flestar þaer plöntur skjóta fyrstu rót- um, sem þessi árin eru gróðursettar víðs vegar um héraðið? Já, úr þessari stöð voru látnar um 100 þús. trjá- plöntur í ár, og á næsta ári verða um 150 þús. plönt- ur ti'lbúnar til gróðursetningar. Hvaða tegundir eru mest keyptar? Grenitegundirnar eru mest ræktaðar nú og má þar nefna rauðgreni, blágreni, sitkagreni, hvítgreni, broddgreni og nokkrar tegundir af þin. Þá eru furu- tegundirnar, stafafura og bergfura mikið ræktaðar. Af lauftrjám eru birki, elri, ösp og reynir, auk margra runnategunda. Svo á Skógræktarfélag Eyfirðinga 50 hektara skóg- arreit fyrir handan fjörðinn. Þar er búið að gróður- setja feiknamikið, segirÁrmann og bendir yfir fjörð- inn. <Þar vex skógurinn ört. Fyrsta fjárframlag til þess að hrinda fram hugmyndinni um skógrækt á 'þessum stað, kom frá Ólafi Thorarensen, fyrrverandi bankastjóra á Akureyri. Þetta skógræktarland var friðað árið 1937. Hvað eru margar plöntur í uppvexti hér í stöð- inni? Nokkur hundruð þúsund, segir skógarvörðurinn og sýnir okkur sáðreitina frá í vor, með agnarlitl- um plöntum. Fræskurnin liggur sums staðar ofan á moldinni og minnir á hreiður, þar sem ungar eru nýskriðnir úr eggjum. En þessar plöntur, sem enn eru ekki nema eitt eða tvö örsmá laufblöð eða mjúk- ar nálar, eiga eflaust eftir að verða gróskumikil og fögur tré við hús bæjarmanna, bænda eða annarra í héraðinu, segir Ármann að lokum. Bæjaribúar munu fæstir hafa séð uppeldisstöð Skógræktarfélags Eyjafjarðar í Kjarnalandi og enn færri ferðamenn. Þana:að er ómaksins vert að koma. DAGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.