Dagur - 29.08.1962, Page 19

Dagur - 29.08.1962, Page 19
Úr gömlu Gróör.arstöðinni. Eldri trén vcita hinum ungu gott skjól. Til elztu trjánna var sáð um aldamótin. geta, að eitthvað hefur vantað á æfð handtök hjá mörgu þessu fólki. En iþeir sem þarna unnu, munu gleðjast í hvert sinn og þeir eiga leið eftir þjóðveg- inum þarna fram hjá, því að plönturnar lifðu flest- ar, eru nú vaxnar úr grasi og eru hinar fegurstu. Naumast er hægt að hugsa sér meiri fegrun lands en þá, að gróðursetja tré í brekkuna alla suður frá bæn- um meðfram þjóðveginum. l>etta land verður naum- ast til annarra nota. En hvað á Skógræktarfélag Akureyrar stórt land (Það á 86 hektara, einnig hér í Kjarnalandi. Það félag var stofnað eftir skipulagsbreytinguna á Skóg- ræktarfélagi Eyjafjarðar, eins og svo mörg önnur skógræktarfélög sýslunnar. Skógræktarfélag Akur- eyrar er stærsta deildin í Skógræktarfélagi Eyjafjarð- ar. Land þess hérna nær frá Eyjafjarðarbraut og upp í fjall. Hér munu flestar þær plöntur skjóta fyrstu rót- um, sem þessi árin eru gróðursettar víðs vegar um héraðið? Já, úr þessari stöð voru látnar um 100 þús. trjá- plöntur í ár, og á næsta ári verða um 150 þús. plönt- ur ti'lbúnar til gróðursetningar. Hvaða tegundir eru mest keyptar? Grenitegundirnar eru mest ræktaðar nú og má þar nefna rauðgreni, blágreni, sitkagreni, hvítgreni, broddgreni og nokkrar tegundir af þin. Þá eru furu- tegundirnar, stafafura og bergfura mikið ræktaðar. Af lauftrjám eru birki, elri, ösp og reynir, auk margra runnategunda. Svo á Skógræktarfélag Eyfirðinga 50 hektara skóg- arreit fyrir handan fjörðinn. Þar er búið að gróður- setja feiknamikið, segirÁrmann og bendir yfir fjörð- inn. Þar vex skógurinn ört. Fyrsta fjárframlag til þess að hrinda fram hugmyndinni um skógrækt á þessum stað, kom frá Ólafi Thorarensen, fyrrverandi bankastjóra á Akureyri. Þetta skógræktarland var friðað árið 1937. Hvað eru margar plöntur í uppvexti hér í stöð- inni? Nokkur hundruð þúsund, segir skógarvörðurinn og sýnir okkur sáðreitina frá í vor, með agnarlitl- um plöntum. Fræskurnin liggur sums staðar ofan á moldinni og minnir á hreiður, þar sem ungar eru nýskriðnir úr eggjum. En þessar plöntur, sem enn eru ekki nema eitt eða tvö örsmá laufblöð eða mjúk- ar nálar, eiga eflaust eftir að verða gróskumikil og fögur tré við hús bæjarmanna, bænda eða annarra í héraðinu, segir Ármann að lokum. Bæjarbúar munu fæstir hafa séð uppeldisstöð Skógræktarfélags Eyjafjarðar í Kjarnalandi og enn færri ferðamenn. Þangað er ómaksins vert að koma. DAGUR 17

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.