Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 27
1947 hom Kaldbakur til Akureyrar, fyrsti togari Útgerðar-
félags Akureyringa.
FÉLAGSSTOFNANIR
1869 var 10. janúar stofnað Gránufélagið. Stofnendur 30—
■40. Framkvæmdastjóri var Tryggvi Gunnarsson.
1912 voru eignir Gránufélagsins seldar og félaginu slitið.
1873 gekkst Friðbjörn Steinsson fyrir stofnun iðnaðar-
mannafélags, „til að styrkja dugnað og reglusemi og koma í
veg fyrir ofdrykkju".
1879 var stofnað Framfarafélag Akureyrar. Starfaði það að
sunnudagsskólalialdi, leikfimiskennslu og fyrirlestrum, alþýð-
legum og vísindalegum.
1874 var stofnuð fyrsta Goodtemplarastúka íslands af Frið-
birni Steinssyni. Stúkan heitir ísafold nr. 1.
1894 var stofnað Kvenfélagið „Framtiðin". „Það hefur
verið hjálparhella og bjargvættur margra fátæklinga í bæn-
um.“
1906 skiptir Pöntunarfélag Evfirðinga um starfsfyrirkomu-
lag og nafn og heitir nú Kaupfélag Eyfirðinga. Heimili þess
og varnarþing er á Akureyri.
1906 var stofnað Verkamannafélag Akureyrar. Formaður
þess var Jón Kristjánsson.
1911 var Stúdentafélagið stofnað.
1915 var stofnað Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands. Form.
Halldóra Bjarnadóttir. Stofnað Verkakvennafélagið Eining.
Form. Guðlaug Benjamínsdóttir. Stofnað Kaupfélag Verka-
manna. Forstjóri Erlingur Friðjónsson.
BANKAR OG SPARISJÓÐIR
1884 var endurstofnaður sparisjóður, sem legið hafði niðri
undanfarin 4—5 ár. En nú bauðst skemmtifélagið „Gaman og
alvara" til að leggja fram hundrað krónur sem ábyrgðarfé
sjóðsins. Safnaðist þá í þessu skyni alls kr. 1600.00 frá bæjar-
búum, og sparisjóðurinn gat tekið til starfa.
1902 var stofnað útibú Landsbanka íslands. Forstöðumað-
ur var Júlíus Sigurðsson.
1904 var stofnað útibú íslandsbanka h.f. Forstöðumaður
var Þorvaldur Davlðsson.
1932 tók til starfa Sparisjóður Akureyrar.
ÞJÓÐHÁTÍÐIR OG SJÓNLEIKIR
1874 var haldin 2. júli þjóðhátíð Eyfirðinga og Þingeyinga
í tilefni af 1000 ára byggð íslands. Þar fóru fram ræðuhöld,
söngur, kappreiðar, glímur og dans. Danska herskipið Fylla
skaut 21 fallbyssuskoti í heiðursskyni. Um 2000 manns sóttu
samkomuna.
1877 var sýndur sjónleikurinn Útilegumennirnir eftir sr.
Matthías Jochumsson.
1884 sýnir Gaman og alvara tvo sjónleiki eftir Matthías
Jochumsson: Vesturfarana og Þjóðviljann.
1890 var héraðshátíð á Oddeyri í minningu um 1000 ára
byggð Eyjafjarðar. Var skotið 21 fallbyssuskoti frá frönsku
herskipi, sem lá á höfninni, til heiðurs samkomunni. Fram
fóru mikil ræðuhöld, söngur, kappreiðar, kappróður, íþróttir
og dans. Sýndur var sjónleikurinn „Helgi magri" eftir séra
Matthías. Talið var, að um 4—5 þúsund manns hefði sótt há-
tíðina, sem stóð í þrjá daga.
1894 var leikir „Ævintýri á gönguför" eftir Hostrup.
1880 var haldin gripasýning fyrir Akureyri og nágranna-
hreppana. Sýningin var opnuð með fallbyssuskotum. Verð-
laun veitt fyrir beztu gripi: sauðfé, hross og nautgripi. Þá
fóru og fram ræðuhöld og söngur. H. Þ.
Hátíáai i
bla
17LESTIR Akureyringar hafa tekið einhvern þátt
í undirbúningi hinnar miklu hátíðar, sem þeir
nú halda í tilefni af 100 ára afmæli bæjar síns.
Þetta hátíðablað Dags, sem nú kemur fyrir sjónir
almennings, er viðleitni í sömu átt. Vegna þess hve
seint var ákveðið að gefa út þetta hátíða- eða af-
mælisblað, og efnið yfirgripsmikið, varð efnisval
meiri tilviljunum háð, en annars hefði orðið. En
leitast er við að kynna Akureyi í nokkrum megin-
dráttum, eins og hún er nú, á 100 ára afmælinu —
í máli og myndum.
Hátíðablaðið þakkar þeim mörgu, sem studdu að
útkomu þess.
Dagur óskar bæjarbúum til hamingju með hið
merka afmæli og samgleðst yfir mörgum sigrum á
sviði atvinnuhátta, uppbyggingar og menningar. Og
um leið þakkar blaðið bæjarbúum fyrir góða sam-
leið í hálfan fimmta áratug.
Heill og hamingja fylgi höfuðstað Norðulands og
íbúum hans á ókomnum árum.
Erlingur Davíðsson.
Ráðgert er að gera hluta af Fjörunni að byggðasafni.
D A G U R 25