Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 12
GÍSLI
GUÐMUNDSSON,
alþingismaður:
Forystuhlutverk
AKUREYRAR
F'F FRAMHALD verður á fólksflutningum ára-
tuganna 1940—1960, stefnir ísland að því að
verða borgríki á því takmarkaða svæði við Faxaflóa,
sem nú er farið að kalla Stór-Reykjavík. Haldist
þessi þróun óbreytt verða íbúar Stór-Reykjavíkur
360 þúsundir um aldamótin. Aðrar byggðir íslands,
sem undir borgríkið heyrðu, myndu þá hafa samtals
30 þúsund íbúa og áhrif þeirra á rekstur borgríkis-
ins yrðu lítil.
Vonandi er, að þessi þróun haldist ekki út öldina,
enda væri það óheillavænlegt fyrir land og þjóð.
Heinramenn margir í hinni fríðu borg við „sundin
blá“ gera sér sjállir Ijóst, að það væri lrenni ekki
heldur hollt. Margar af þeim borgunr lreims, sem
ofvöxtur hefur hlaupið í, myndi óska sér þess nú, að
stækkun þeirra hefði verið meira við hæfi, og væri
vel, að menn létu sér skiljast það hér á landi.
Skipulagning hinna óbyggðu svæða milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar, sem nú er sagt frá í blöð-
um, er tímanna tákn. Sú tregða, sem fram kemur á
Irærri stöðum gagnvart Dettifossvirkjuninni og
áhuginn fyrir því að lrefja heldur stórvirkjun syðra
er þó enn stærra tákn. Sjálf þjóðlrátíðin var nú í ár
notuð til þess að útvarpa áróðri, sem átti að gera
landnámshugsjónina hlægilega í augum þeirra, sem
hún væntir sér liðs af. Það gaman var grátt.
Þegar Jón Sigurðsson mælti með því fyrir 120 ár-
um, að Alþing yrði háð í Reykjavík, færði hann fyr-
ir því þau rök, að landið þyrfti að eignast höfuðstað,
og að öruggasta ráðið til þess að efla þennan lröfuð-
stað og stækka, væri að staðsetja þar þingið og aðr-
ar þjóðstofnanir. Reykjavík var í þann tíð álíka fjöl-
menn og Dalvík eða Olafsfjörður nú, en stórunr
fátækari 02; á allan hátt óvesrlegri og athafnaminni
en þessar myndarlegu norðlenzku sjávarbyggðir
vorra tíma, og þar að auki hálfdönsk. Jón Sigurðs-
son sá rétt, bæði nauðsynina á því að eignast höfuð-
stað og ráðið til þess að efla lrann. En það var ekki
lrans lrlutverk að gefa þeirri þjóð ráð, sem uppi var
á íslandi á síðari lrluta 20. aldar, jafnvel þótt hann
hefði séð fyrir viðfangsefni lrennar og vandamál. Ef
lrann væri staddur meðal vor nú, gæfist honum á að
líta, hvernig ástatt er um byggðina í því landi, þar
sem þjóðin hefur haldið áfram að safna saman allri
yfirstjórn og yfirforsjá á einn stað, þangað til sá
staður getur sagt: Eg er landið. Eg er þjóðin. Það
myndi verða honum ærið viðfangsefni, að virða fyr-
ir sér hið volduga reykvíska valdkerfi, eins og það er
nú, á vegum ríkis og borgar, einstaklinga og sam-
taka af ýmsu tagi, andlegt og veraldlegt, ef svo
mætti segja millilandaverzlunina, sem þar er staðsett,
bankana, tryggingastofnanirnar, kaupskipaútgerð-
ina, landssamböndin af ýmsu tagi, sem láta stjórna
sér frá Reykjavík o. s. frv.
Um það geta verið skiptar skoðanir, hvort það sé
þetta eitt eða fleira, sem valdið hefur þeirri þróun,
sem vikið var að hér að framan, en sú þróun var
staðreynd á 5. og 6. tug aldarinnar. Sú staðreynd er
svo alvarlegs eðlis, að nauðsyn ber til að taka af-
stöðu til lausnar. Þeir, sem þjóðmálum sinna, verða
að gera það upp við sig, hvort það skuli ládð af-
skiptalaust, að mestöll þjóðin safnist saman á einn
stað, og að aðrar byggðir landsins eyðist eða dragist
saman, a. m. k. hlutfallslega, eða hvort unnið skuli
að því, sem kallað hefur verið jafnvægi í byggð
landsins og ekki látið skeika að sköpuðu í þessum
efnum.
Það, sem mestu máli skiptir fyrir íslendinga sem
þjóð um þessar mundir, jafnframt því að skapa sjálf-
stæða, íslenzka utanríkispólitík, er að átta sig á því,
hvort þeir vilja halda áfram að byggja land sitt, og
hvað á sig megi leggja, til þess, að svo geti orðið.
Á það hefur verið bent, af mætum mönnum, að
frumkvæði að því, sem gera skal til þess að tryggja
framtíð byggðanna í landinu, verði að koma frá
þeim, sem í þessum byggðum eiga heima og inna af
hendi 1 ífsstarf sitt. Þar beri að tendra eldinn, sem
Iionum er ætlað að brenna á komandi tímum. Vak-
ið hefur verið máls á því, að hinir fornu landsfjórð-
ungar taki upp baráttu fyrir takmörkuðu sjálfstæði
sínu innan ríkisheildarinnar og laði þannig fram,
innan sinna vébanda skapandi kraft til forystu. í
10 DAGUR