Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 56

Dagur - 29.08.1962, Blaðsíða 56
SÉRSTÆÐ VERKSMIÐJA EIN er sú verksmiðja á Akureyri, sem algjöra sér- stöðu hefur þar og meðal framleiðslufyrirtækjaþessa iands. Það er Efnagerðin Flóra. Ekki liggur sérstað- an í reglegum húsakynnum eða óvenjulegu fram- leiðslumagni, og ekki teljast framleiðsluvörurnar til sérstakra nýjunga, heldur meðferð reksturságóðans. Hann rennur óskiptur til menningarmála. Sam- vinnumenn eiga þessa verksmiðju og leggja hagnað- inn í Menningarsjóð K. E. A. Hvort sem sæl- gætið, gosdrykkirnir, búðingarnir og sulturnar frá Flóru eru góðar vörur eða miður góðar, ættu þær að fara völ í munni manna, ef þeir hafa það í huga, að ofurlítill hluti kaupverðsins styður menningarmál héraðsins. PRENTSMIÐJUR OG BÓKAÚTGÁFA pYRSTA prentsmiðjan á Akureyri var stofnsett ár- ið 1853 og nefndist hún Prentsmiðja Norður- og Austurumdcemisins. Fyrsta bókin sem prentuð var í prentsmiðjunni var Sálma- og bœnakver, sem Grímur Laxdal kost- aði. Árið 1879 keypti Björn Jónsson prentsmiðjuna, og skömmu síðar mun hún hafa verið kenndi við nafn hins nýja eiganda og nefnd Prentsmiðja Björns Jónssonar upp frá því. Á árunum 1875—1885 starf- aði á Akureyri Prentsmiðja Norðanfara, en þegar hún lagðist niður mun Björn Jónsson einnig liafa keypt áhöld hennar. Hinn 1. september árið 1901 tók til starfa ný prentsmiðja á Akureyri, sem Oddur Björnsson hafði komið með frá Kaupmannahöfn. Þessi nýja prent- smiðja var fullkomnasta prentsmiðja landsins, og hefur síðan verið í fremstu röð. í Kaupmannahöfn hóf Oddur Björnsson starf, sem gerði hann þegar í stað þjóðkunnan, með útgáfu ritsafnsins Bókasafn alþýðu, sem kom út í 6 ár og flutti fyrst: Þyrna Þor- steins Erlingssonar og síðan margar úrvalsbækur, sem voru myndum prýddar, er þá var fátítt um íslenzkar bækur. Helztu bókaútgefendur á Akureyri hafa verið: Þorsteinn M. Jónsson, Bókaútgáfan Norðri, Pálmi H. Jónsson, Bókaútgáfan B. S., Kvöldvökuútgáfan og Bókaforlag Odds Björnssonar. BIFREIÐASTÖÐVAR U'LZTA fólksbifreiðastöðin á Akureyri var B. S. A. (Bifreiðastöð Akureyrar) stofnuð 1926. Síðan kom B. S. O. (Bifreiðastöð Oddeyrar) stofn- uð 1928. Þessar stöðvar voru sameinaðar árið 1960 undir nafninu Bifreiðastöð Oddeyrar. Stöðvarstjóri er Sigurgeir Sigurðsson. Stöðin hefur 41 bifreið. í sumar tóku til starfa á Akureyri tvær bifreiða- leigur: Bílaleiga Akureyrar og Bifreiðaleigan Vagn- inn, sem einstaklingar reka, þá fyrrnefndu Lénharð- ur Helgason og Vernharður og Sigurður Sigursteins- synir hina síðar nefndu. Fyrirtækið Pétur og Valdimar h.f. annast þunga- vöruflutninga milli Reykjavíkur og Akureyrar. Af- greiðsla í Skipagötu 16. Biffreiðastöðin Stefnir s. f. er vörubílastöð oo hef- o ur afgreiðslu við Strandgötu. Stöðvarstjóri er Júlíus Bogason. Sendibílastöðin hefur afgreiðslu hjá Pétri og Va'ldimar í Skipagötu 14 B. Bifreiðastöðin Bifröst hefur einnig afgreiðslu í Skipagötu, nr. 18. Stöðvarstjóri er Sigurgeir Jónsson. Strætisvagnar Akureyrar tóku til starfa í bænum fyrir nokkrum árum, og er rekstur þeirra studdur af bæjarsjóði. Aðaleigandi þeirra er Jón Egilsson og annast hann rekstur þeirra. BIFREIÐAEFTIRLIT rYRSTI bíllinn kom til Akureyrar árið 1914. F.ig- andi Rögnvaldur Snorrason, kaupmaður. Rögn- valdur varð fyrsti prófdómari ökumanna hér í bæ. — Fyrsti leigubílstjóri var Zophónías Baldvinsson. Hann hafði ökuskírteini nr. 1. Fyrsta bifreiðaslysið hér um slóðir var hjá Gili í Hrafnagilshreppi. Næsti prófdómari ökumanna á Akureyri var Jón Espólín, vélfræðingur, þá Ebenharð Jónsson frá 1927—1937, síðan Snæbjörn Þorleifsson. Um 1940 var sett upp í bænum sérstök skrifstofa, Bifreiðaeftirlitið, til húsa í Gránufélagsgötu 4. Svavar Jóhannsson veitir Bifreiðaeftirlitinu for- 54 D AGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.