Dagur - 29.08.1962, Side 56
SÉRSTÆÐ VERKSMIÐJA
EIN er sú verksmiðja á Akureyri, sem algjöra sér-
stöðu hefur þar og meðal framleiðslufyrirtækjaþessa
iands. Það er Efnagerðin Flóra. Ekki liggur sérstað-
an í reglegum húsakynnum eða óvenjulegu fram-
leiðslumagni, og ekki teljast framleiðsluvörurnar til
sérstakra nýjunga, heldur meðferð reksturságóðans.
Hann rennur óskiptur til menningarmála. Sam-
vinnumenn eiga þessa verksmiðju og leggja hagnað-
inn í Menningarsjóð K. E. A. Hvort sem sæl-
gætið, gosdrykkirnir, búðingarnir og sulturnar frá
Flóru eru góðar vörur eða miður góðar, ættu þær að
fara völ í munni manna, ef þeir hafa það í huga, að
ofurlítill hluti kaupverðsins styður menningarmál
héraðsins.
PRENTSMIÐJUR OG BÓKAÚTGÁFA
pYRSTA prentsmiðjan á Akureyri var stofnsett ár-
ið 1853 og nefndist hún Prentsmiðja Norður- og
Austurumdcemisins.
Fyrsta bókin sem prentuð var í prentsmiðjunni
var Sálma- og bœnakver, sem Grímur Laxdal kost-
aði. Árið 1879 keypti Björn Jónsson prentsmiðjuna,
og skömmu síðar mun hún hafa verið kenndi við
nafn hins nýja eiganda og nefnd Prentsmiðja Björns
Jónssonar upp frá því. Á árunum 1875—1885 starf-
aði á Akureyri Prentsmiðja Norðanfara, en þegar
hún lagðist niður mun Björn Jónsson einnig liafa
keypt áhöld hennar.
Hinn 1. september árið 1901 tók til starfa ný
prentsmiðja á Akureyri, sem Oddur Björnsson hafði
komið með frá Kaupmannahöfn. Þessi nýja prent-
smiðja var fullkomnasta prentsmiðja landsins, og
hefur síðan verið í fremstu röð. í Kaupmannahöfn
hóf Oddur Björnsson starf, sem gerði hann þegar í
stað þjóðkunnan, með útgáfu ritsafnsins Bókasafn
alþýðu, sem kom út í 6 ár og flutti fyrst: Þyrna Þor-
steins Erlingssonar og síðan margar úrvalsbækur,
sem voru myndum prýddar, er þá var fátítt um
íslenzkar bækur.
Helztu bókaútgefendur á Akureyri hafa verið:
Þorsteinn M. Jónsson, Bókaútgáfan Norðri, Pálmi
H. Jónsson, Bókaútgáfan B. S., Kvöldvökuútgáfan
og Bókaforlag Odds Björnssonar.
BIFREIÐASTÖÐVAR
U'LZTA fólksbifreiðastöðin á Akureyri var B. S. A.
(Bifreiðastöð Akureyrar) stofnuð 1926.
Síðan kom B. S. O. (Bifreiðastöð Oddeyrar) stofn-
uð 1928. Þessar stöðvar voru sameinaðar árið 1960
undir nafninu Bifreiðastöð Oddeyrar. Stöðvarstjóri
er Sigurgeir Sigurðsson. Stöðin hefur 41 bifreið.
í sumar tóku til starfa á Akureyri tvær bifreiða-
leigur: Bílaleiga Akureyrar og Bifreiðaleigan Vagn-
inn, sem einstaklingar reka, þá fyrrnefndu Lénharð-
ur Helgason og Vernharður og Sigurður Sigursteins-
synir hina síðar nefndu.
Fyrirtækið Pétur og Valdimar h.f. annast þunga-
vöruflutninga milli Reykjavíkur og Akureyrar. Af-
greiðsla í Skipagötu 16.
Biffreiðastöðin Stefnir s. f. er vörubílastöð oo hef-
o
ur afgreiðslu við Strandgötu. Stöðvarstjóri er Júlíus
Bogason.
Sendibílastöðin hefur afgreiðslu hjá Pétri og
Va'ldimar í Skipagötu 14 B.
Bifreiðastöðin Bifröst hefur einnig afgreiðslu í
Skipagötu, nr. 18. Stöðvarstjóri er Sigurgeir Jónsson.
Strætisvagnar Akureyrar tóku til starfa í bænum
fyrir nokkrum árum, og er rekstur þeirra studdur af
bæjarsjóði. Aðaleigandi þeirra er Jón Egilsson og
annast hann rekstur þeirra.
BIFREIÐAEFTIRLIT
rYRSTI bíllinn kom til Akureyrar árið 1914. F.ig-
andi Rögnvaldur Snorrason, kaupmaður. Rögn-
valdur varð fyrsti prófdómari ökumanna hér í bæ.
— Fyrsti leigubílstjóri var Zophónías Baldvinsson.
Hann hafði ökuskírteini nr. 1. Fyrsta bifreiðaslysið
hér um slóðir var hjá Gili í Hrafnagilshreppi.
Næsti prófdómari ökumanna á Akureyri var Jón
Espólín, vélfræðingur, þá Ebenharð Jónsson frá
1927—1937, síðan Snæbjörn Þorleifsson.
Um 1940 var sett upp í bænum sérstök skrifstofa,
Bifreiðaeftirlitið, til húsa í Gránufélagsgötu 4.
Svavar Jóhannsson veitir Bifreiðaeftirlitinu for-
54 D AGUR