Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
Stuttar fréttir
Ný stjórn í Austum'ki
Jafhaöarmenn og íhaldsmenn í
Austurríki hafa myndað stjórn
og ætla aö skera niður útgjöld.
HætturhjáSony
Akio Morita,
forstjóri jap-
anska rafeinda-
risans Sony, lét
afstörfumígær
vegna heilsu-
brests. Morita,
sem er 73 ára,
er bund-
inn viö hjólastól af völdum heila-
blóðfaUs
Skipin ekki stöðug
Breskur sérfræöingur segir aö
ekjuskip smíöuð fyrir 1990 séu
ekki nægilega stööug.
Sfldin dýrari
Niðurlögð síld verður dýrari í
Svíþjóð ef Norðmenn hafna ESB-
aðild.
Áfengi auglýst
Finnsk stjórnvöld hafa leyft
auglýsingar á áfengi undir 22 pró-
sentum að styrkleika.
Loftárásirkannski
Svo kann að fara að NATO
verði fengið til að gera fleiri loftá-
rásir á Serba í Bihac.
Alitálánum
Norska ríkið ætlar að fullnægja
fjármagnsþörf sinni á næsta ári
með lánum, heima og heiman.
Páfiáplötu
Breskt plötufyrirtæki ætlar að
græða á plötu þar sem páfi fer
með bæn á latínu.
Áfram í steininum
Fyrrum heUbrigðisráðherra á
Ítalíu losnar ekki úr steininum
þrátt fyrir veikindi.
NATOíaustur
NATO ætlar aö hraða undir-
búningi að inngöngu fyrrum
fjenda í Varsjárbandalaginu.
Berlusconi vill vera
SUvio Ber-
lusconi, forsæt-
isráðherra ítal-
íu, er staðráð-
inn í að sitja
áfram í emb- [{; -sJ;
ætti þótt rann-
sókn á meintri
spiUingu hans
hafi
nú dregið úr honum allan póU-
tískan mátt.
Rússar báðu Eista um að ffam-
selja þrjá flugræningja sem létu
fljúga með sig til Eistlands.
Reuter, TT, ETA
Erlendir markaöir:
Lækkun í
kauphöllum
- bensín lækkar
Hlutabréfaverð í helstu kauphöU-
um heims lækkaöi töluvert í byrjun
vikunnar og hefur lítið breyst síðan.
Ástæðan er einkum ótti viö vaxta-
hækkanir í Bandaríkjunum. Þetta
varð til þess aö fjárfestar flúðu frá
hlutabréfakaupum yflr í skulda-
bréfakaup. Gengi doUars hefur hríð-
lækkað.
Bensín á Rotterdam-markaði lækk-
ar enn. 92 oktana bensín selst núna
á 158 doUara tonnið og er ekki langt
frá því sem það var lægst í haust.
TU að hækka verðið ákváðu OPEC-
ríkin í vikunni að draga úr fram-
leiðslu en sumir sérfræðingar gefa
lítiö út á sUkar samþykktir, segja að
ákveðnir framleiðendur muni hlaup-
ast undan merkjum.
Utlönd
Norsk stjómvöld láta sér fátt um finnast um yfirlýsingar Jóns Baldvins:
Tökum ekki þátt í
svona leikaraskap
- sagði Ingvard Havnen hjá norska utanríkisráðuneytinu 1 samtali við DV
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
„Við tökum ekki þátt í svona leik-
araskap. Er ekki best að bíða eftir
niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni hér á mánudaginn áður en farið
er að spá í fjarlæga möguleika?" seg-
ir Ingvard Havnen, blaðafulltrúi
norska utanríkisráðherrans, í sam-
tali við ,DV um yfirlýsingar Jóns
Baldvins Hannibalssonar utanríkis-
ráöherra í norskum blöðum.
Jón Baldvin reifaði þar möguleika
í viðtali við Dagens Næringsliv á
fimmtudaginn aö íslendingar gætu
orðið á undan Norðmönnum inn í
Evrópusambandið (ESB). Þá gæti
komið upp sú staöa að hann yröi
næsti fiskveiðikommissar í Brussel
og að Norðmenn yrðu að semja við
íslenskan kommissar um nýjan fisk-
veiðisamning. Þetta er möguleiki
sem norskir fylgismenn aðildar að
ESB hafa notað í hræðsluáróðrinum
fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á
mánudaginn.
í norska sjávarútvegsráðuneytinu
voru menn enn tregari til að ræða
yfirlýsingar Jóns Baldvins. „Við höf-
um lesið þetta en það er ekki að
vænta neinna svara af hálfu sjávar-
útvegsráðherrans," sagöi Erlend
Hansen, pólitískur ráðgjafi Jans
Henrys T. Olsens, sjávarútvegsráð-
herra Noregs.
í norskum sjávarbyggðum, sér-
staklega nyrst í landinu, hugnast
mönnum ekki tiltektir íslendinga í
sjávarútvegsmálum. Þar hafa máls-
metandi menn beinlínis skipt um
skoðun og snúist til fylgis við aðild
að ESB af ótta viö íslendingana.
Flestar skoðanakannanir benda til þess að nei-menn muni fara með sigur af hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni
um aðild Noregs að Evrópusambandinu á mánudag. í Ósló hefur verið komið upp risastórum mæli þar sem
skráðar eru allar breytingar á fylgi fylkinganna tveggja. Simamynd Scanfoto
Hvergi matarbita að f inna í Bihac
Mikill ótti greip um sig meðal þús-
unda manna sem voru innikróaðir í
Bihac-bæ í Bosníu þegar varla fleiri
en 300 stjórnarhermenn múslíma
reyndu að koma í veg fyrir að her-
sveitir Serba legðu bæinn undir sig
í gær. Sameinuöu þjóðirnar hafa lýst
bæinn griðastað.
Sjúkrahúsið var fullt af fórn-,
arlömbum bardaganna undanfarið,
hvergi var matarbita að finna á
mörkuðum eða í verslunum og þeir
voru margir sem lágu.í hnipri heima
hjá sér og grétu.
Yfirmaður flóttamannahjálpar SÞ
sagði að íbúar Bihac mundu líða
skort í vetur ef hjálparlestir fengju
ekkiaðfaraþangaðóhindrað. Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
ov
Yfirlýsingar Jóns Baldvins um að
íslendingar séu alvarlega að hugsa
um inngöngu í ESB hafa vakið eftir-
tekt hér í Noregi. Hér elur enginn
með sér vonir um að „fiskerikom-
missar Hannibalsson" verði Norð-
mönnum vinveittur komi til þess að
semja verði að nýju um aðild. Þá er
betra að segja já í þjóðaratkvæða-
greiðslunni á mánudaginn og eiga
Thorvald Stoltenberg aö í sjávarút-
vegsdeildinni í Brussel.
Delors er enn þá
með meira fylgi
en Balladur
JacqueS Del-
ors, forseti
framkyæmda-
stjómar ESB,
nýtur meira
fylgis en Edou-
ard Balladur
forsætisráð-
herra í kapp-
hlaupinu um að verða næsti for-
seti Frakklands, samkvæmt
skoöanakönnun sem birtist í gær.
í könnuninni í gær fékk Delors,
sem er sósíalisti, stuöning 51 pró-
sents aðspurðra en Balladur 49
prósenta. Forsetakosningarnar
verða í maí á næsta ári en hvor-
ugur þessara manna hefur lýst
því yflr að hann ætli í framboð.
Lítiðkynlífen
mikildrykkja
íOxbridge
Námsmenn við tvo virtustu
háskóla Englands, i Oxford og
Cambridge eða Oxbridge eins og
þeir eru stundum kallaðir, eru
heldur slakir þegar kynlíf er ann-
ars vegar en þeim mun duglegri
í drykkjunni.
Þetta kemur fram í könnun sem
gerð var meðal námsmannanna
og kynnt var í gær.
Þriðjungur stúdentanna hefur
aldrei haft kynmök en sextíu pró-
sent drekka meira en það magn
sem talið er óhætt að drekka á
viku hverri. Svo fara langflestir
sjaldan eða aldrei í leikhús, bíó
eða á tónleika.
Breskakónga-
fólkiðgerirgrein
fyrireyðslunni
Elísabet Eng-
landsdrottning
ogaörirúrkon-
ungsíjölskyld-
unni ætla aö
birta árlegt yf-
irlit yfir hvern-
ig þau verja
milljón-
um punda af skattfé til reksturs
halla sinna.
Talsmaður drottningar sagði aö
fjölskyldan heíöi ekkert að fela
en hún hefur sætt sífellt aukinni
gagnrýni fyrir eyðslusemi að
undanfórnu. Reuter