Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Stuttar fréttir Ný stjórn í Austum'ki Jafhaöarmenn og íhaldsmenn í Austurríki hafa myndað stjórn og ætla aö skera niður útgjöld. HætturhjáSony Akio Morita, forstjóri jap- anska rafeinda- risans Sony, lét afstörfumígær vegna heilsu- brests. Morita, sem er 73 ára, er bund- inn viö hjólastól af völdum heila- blóðfaUs Skipin ekki stöðug Breskur sérfræöingur segir aö ekjuskip smíöuð fyrir 1990 séu ekki nægilega stööug. Sfldin dýrari Niðurlögð síld verður dýrari í Svíþjóð ef Norðmenn hafna ESB- aðild. Áfengi auglýst Finnsk stjórnvöld hafa leyft auglýsingar á áfengi undir 22 pró- sentum að styrkleika. Loftárásirkannski Svo kann að fara að NATO verði fengið til að gera fleiri loftá- rásir á Serba í Bihac. Alitálánum Norska ríkið ætlar að fullnægja fjármagnsþörf sinni á næsta ári með lánum, heima og heiman. Páfiáplötu Breskt plötufyrirtæki ætlar að græða á plötu þar sem páfi fer með bæn á latínu. Áfram í steininum Fyrrum heUbrigðisráðherra á Ítalíu losnar ekki úr steininum þrátt fyrir veikindi. NATOíaustur NATO ætlar aö hraða undir- búningi að inngöngu fyrrum fjenda í Varsjárbandalaginu. Berlusconi vill vera SUvio Ber- lusconi, forsæt- isráðherra ítal- íu, er staðráð- inn í að sitja áfram í emb- [{; -sJ; ætti þótt rann- sókn á meintri spiUingu hans hafi nú dregið úr honum allan póU- tískan mátt. Rússar báðu Eista um að ffam- selja þrjá flugræningja sem létu fljúga með sig til Eistlands. Reuter, TT, ETA Erlendir markaöir: Lækkun í kauphöllum - bensín lækkar Hlutabréfaverð í helstu kauphöU- um heims lækkaöi töluvert í byrjun vikunnar og hefur lítið breyst síðan. Ástæðan er einkum ótti viö vaxta- hækkanir í Bandaríkjunum. Þetta varð til þess aö fjárfestar flúðu frá hlutabréfakaupum yflr í skulda- bréfakaup. Gengi doUars hefur hríð- lækkað. Bensín á Rotterdam-markaði lækk- ar enn. 92 oktana bensín selst núna á 158 doUara tonnið og er ekki langt frá því sem það var lægst í haust. TU að hækka verðið ákváðu OPEC- ríkin í vikunni að draga úr fram- leiðslu en sumir sérfræðingar gefa lítiö út á sUkar samþykktir, segja að ákveðnir framleiðendur muni hlaup- ast undan merkjum. Utlönd Norsk stjómvöld láta sér fátt um finnast um yfirlýsingar Jóns Baldvins: Tökum ekki þátt í svona leikaraskap - sagði Ingvard Havnen hjá norska utanríkisráðuneytinu 1 samtali við DV Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Við tökum ekki þátt í svona leik- araskap. Er ekki best að bíða eftir niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni hér á mánudaginn áður en farið er að spá í fjarlæga möguleika?" seg- ir Ingvard Havnen, blaðafulltrúi norska utanríkisráðherrans, í sam- tali við ,DV um yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráöherra í norskum blöðum. Jón Baldvin reifaði þar möguleika í viðtali við Dagens Næringsliv á fimmtudaginn aö íslendingar gætu orðið á undan Norðmönnum inn í Evrópusambandið (ESB). Þá gæti komið upp sú staöa að hann yröi næsti fiskveiðikommissar í Brussel og að Norðmenn yrðu að semja við íslenskan kommissar um nýjan fisk- veiðisamning. Þetta er möguleiki sem norskir fylgismenn aðildar að ESB hafa notað í hræðsluáróðrinum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á mánudaginn. í norska sjávarútvegsráðuneytinu voru menn enn tregari til að ræða yfirlýsingar Jóns Baldvins. „Við höf- um lesið þetta en það er ekki að vænta neinna svara af hálfu sjávar- útvegsráðherrans," sagöi Erlend Hansen, pólitískur ráðgjafi Jans Henrys T. Olsens, sjávarútvegsráð- herra Noregs. í norskum sjávarbyggðum, sér- staklega nyrst í landinu, hugnast mönnum ekki tiltektir íslendinga í sjávarútvegsmálum. Þar hafa máls- metandi menn beinlínis skipt um skoðun og snúist til fylgis við aðild að ESB af ótta viö íslendingana. Flestar skoðanakannanir benda til þess að nei-menn muni fara með sigur af hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild Noregs að Evrópusambandinu á mánudag. í Ósló hefur verið komið upp risastórum mæli þar sem skráðar eru allar breytingar á fylgi fylkinganna tveggja. Simamynd Scanfoto Hvergi matarbita að f inna í Bihac Mikill ótti greip um sig meðal þús- unda manna sem voru innikróaðir í Bihac-bæ í Bosníu þegar varla fleiri en 300 stjórnarhermenn múslíma reyndu að koma í veg fyrir að her- sveitir Serba legðu bæinn undir sig í gær. Sameinuöu þjóðirnar hafa lýst bæinn griðastað. Sjúkrahúsið var fullt af fórn-, arlömbum bardaganna undanfarið, hvergi var matarbita að finna á mörkuðum eða í verslunum og þeir voru margir sem lágu.í hnipri heima hjá sér og grétu. Yfirmaður flóttamannahjálpar SÞ sagði að íbúar Bihac mundu líða skort í vetur ef hjálparlestir fengju ekkiaðfaraþangaðóhindrað. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis ov Yfirlýsingar Jóns Baldvins um að íslendingar séu alvarlega að hugsa um inngöngu í ESB hafa vakið eftir- tekt hér í Noregi. Hér elur enginn með sér vonir um að „fiskerikom- missar Hannibalsson" verði Norð- mönnum vinveittur komi til þess að semja verði að nýju um aðild. Þá er betra að segja já í þjóðaratkvæða- greiðslunni á mánudaginn og eiga Thorvald Stoltenberg aö í sjávarút- vegsdeildinni í Brussel. Delors er enn þá með meira fylgi en Balladur JacqueS Del- ors, forseti framkyæmda- stjómar ESB, nýtur meira fylgis en Edou- ard Balladur forsætisráð- herra í kapp- hlaupinu um að verða næsti for- seti Frakklands, samkvæmt skoöanakönnun sem birtist í gær. í könnuninni í gær fékk Delors, sem er sósíalisti, stuöning 51 pró- sents aðspurðra en Balladur 49 prósenta. Forsetakosningarnar verða í maí á næsta ári en hvor- ugur þessara manna hefur lýst því yflr að hann ætli í framboð. Lítiðkynlífen mikildrykkja íOxbridge Námsmenn við tvo virtustu háskóla Englands, i Oxford og Cambridge eða Oxbridge eins og þeir eru stundum kallaðir, eru heldur slakir þegar kynlíf er ann- ars vegar en þeim mun duglegri í drykkjunni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var meðal námsmannanna og kynnt var í gær. Þriðjungur stúdentanna hefur aldrei haft kynmök en sextíu pró- sent drekka meira en það magn sem talið er óhætt að drekka á viku hverri. Svo fara langflestir sjaldan eða aldrei í leikhús, bíó eða á tónleika. Breskakónga- fólkiðgerirgrein fyrireyðslunni Elísabet Eng- landsdrottning ogaörirúrkon- ungsíjölskyld- unni ætla aö birta árlegt yf- irlit yfir hvern- ig þau verja milljón- um punda af skattfé til reksturs halla sinna. Talsmaður drottningar sagði aö fjölskyldan heíöi ekkert að fela en hún hefur sætt sífellt aukinni gagnrýni fyrir eyðslusemi að undanfórnu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.