Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Qupperneq 8
8 LAUGARDAiiUR 26. NÓVEMBER 1994 Vísnaþáttur Vinnumaður á Fjöllmn Kristján Jónsson Fjallaskáld var fæddur áriö 1842 í Krossdal í Keldu- hverfi í Norður-Þingeyjarþingi. Kristján óx upp til tólf ára aídurs á bæjum í Kelduhverfí en fluttist þá til Öxarfjarðar. Var Kristján síð- an vinnumaður á Hólsfjöllum 1859-63 og er viðurnefnið Fjalla- skáld dregið af vist hans þar í sveit. Kristján settist í Latínuskólann í Reykjavík 1864 en sagði sig úr skóla vorið 1868 að 3. bekk loknum og réðst sem barnakennari til Vopna- fjarðar og átti þar heima síðan. Ljóðmæh komu fyrst út 1872 en hann lést þrem árum fyrir útkomu þeirra. Kristján varð snemma nafnkenndur af kvæðum sínum sem birtust í blöðunum Norðra og íslendingi síðla árs 1861 þá hann var nítján ára vinnumaður á Hóls- fjöllum. Á leið ofan af Fjöllum á hesti sem Stormur hét kvað Kristján skáld: Háum byggöum hélt ég frá, hló í brjósti von og fró, fráum Stormi fluttur á fló ég yfir hæð og mó. Margar eru syndir vorar og yfir- sjónir og óvíst hvernig himnafaðir- inn bregst við þeim þegar kvittanir eru yfirfarnar og úrskurður um vistun er kveðinn upp. En Kristján er bjartsýnn í þessu tilfelli þó að bölmóður og armæða hafi jafna fylgt sveini. Svo kveður hann: Þótt séu brot til sekta nóg og syndir margháttaðar, í himnaríki held ég þó þeir holi mér einhversstaðar. Af einhverju hefur Krislján vinnumaður af Fjöllum verið að missa þegar hann kveöur þessa vísu: Sveinn á Búðum fái fjúk, fékk hann hana Stínu, öndin spriklar öfundsjúk innan í brjósti mínu. Oft höfum vér hinir ölkæru piltar teygað mjöðinn okkur til hugar- hægðar og sefað raunir vorar og víl. En misjafn er ávöxturinn þar af og fór Kristján vinnumaður ekki varhluta af því. Svo hijóðar her- hvöt hans: Drekkum bræður iðu öls, árnum mæðu bana, þegar hræða hrannir böls hjarta næðisvana. Lengi hafa Húnvetningar goldið fyrir syndir feðranna og vísar Kristján til alkunnra mála í næstu vísu: TOLLSTJÓRINN REYKJAVÍK Greiðsluáskorun Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjaldföllnum og ógreiddum álagningum og hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 24. nóvember sl. í virðisaukaskatti, trygginga- gjaldi, launaskatti og söluskatti, að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu þessar- ar áskorunar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjár- námsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvatt- ir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Reykjavík 24. nóvember 1994 Tollstjórinn í Reykjavík Á æfi minni er engin mynd, hjá austanvérum slyngum ég er eins og kláöakind í klóm á Húnvetningum. Vísu þessa kvað Kristján við stúlku eina: Lát sem fljótast lyndisgljúp hfsins straum þig bera ofan í það undirdjúp eiginkona að vera. Oft er eina flóttaleiðin frá dægur- þrasi og amstri að gefa sig á vald drauma í svefni og vöku. Svo kveð- ur Kristján: Geng ég dapur gegnum kífs gremjusollna strauma, en sælla nýt þó löngum lífs á landi minna drauma. Næstu vísu kveður Kristján um mjólkurpelann sinn og finnur ein- hverja samsvörum með gripnum: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Löngum fullur lá á beð líkt og dóni kenndur; það er líka margur með marki þessu brenndur. Eitthvað hefur Kristján verið orðinn mæddur á vegferð sinni þegar hann kveður: Enginn spornar ýta viö örlaga þungum straumi. Ó, að ég mætti finna frið fjarri heimsins glaumi. Hver hefur ekki kveðið með til- þrifum þjóðsöng okkar gleði- manna: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Matgæðingur vikunnar_dv Humarveisla „Mér finnst mjög gaman og af- slappandi að búa til mat. Þegar maður hefur verið í vinnunni allan daginn er ágætt að fara í matar- gerðina," segir Sesselja Guð- mundsdóttir, matgæðingur vik- unnar. Sesselja, sem er háriðn- meistari, ætlar að bjóða lesendum upp á tvær humarúppskriftir og góöa tertu í eftirrétt. Hún segist hafa mest gaman af að elda fisk. Sesselja á auðvelt með að nálgast humar þar sem eiginmaður hennar er með humarverkun. „Ég býð gestum yfirleitt í humar enda er hægt að matreiða hann á svo marg- víslegan hátt. Ég á fjölmargar upp- skriftir að humri en læt þessar tvær nægja núna,“ segir Sesselja. Grillaðir humarhalar 1 Vi kíló humar í skel 100 g smjör 2 hvítlauksrif brauðrasp hvítlaukssalt Humarinn er skorinn við aftasta lið (bakið) og humarkjötinu lyft upp á skelina, görnin fiarlægð, smjörið brætt en má ekki hitna og hvítlaukurinn pressaður út í. Þá er humarinn settur á ofngrind, penslaður með smjörinu, brauð- raspi stráð yfir og kryddaður með hvítlaukssalti. Humarinn er síöan grillaður undir grillinu í bakara- ofninum í 5-7 mínútur eða þangað til humarkjötið er orðið stíft. Borð- aður með ristuðu brauði, ísbergs- eða lambhagasalati, steinselju- eða agúrkusósu. Steinseljusósa 1 dl sýröur rjómi 1 dl majónes Sesselja Guðmundsdóttir háriðn- meistari er matgæðingur vikunn- ar. DV-mynd sítrónusafi 2 pressuð hvílauksrif Vi búnt fersk steinselja Allt hrært saman og látið bíða í 4-6 tíma í kæli. Agúrkusósa 1 dl sýrður rjómi 1 dl majónes sítrónusafi 1 dl sýrðar agúrkur Safinn sigtaður frá agúrkunum, þær hakkaðar í matvinnsluvél og hrærðar í sósuna. Mjög góöar sósur með ölium fiskréttum. Marineraður humar 500 g skelflettur humar Vi dl olífuolía (Berio) ■Zi dl þurrt hvítvín 2 msk. koníak 2 msk. sítrónusafi 'A græn paprika 'A rauö paprika Vi púrrulaukur sítrónupipar aromat-krydd frá Gevalia Humarinn er þerraður og lagður í marineringarlöginn í sex tíma. Síð- an er allt sett í pott, jafnt lögurinn og humarinn, og suðan látin koma upp. Kryddað með sítrónupipar og aromati. Þykkt með sósujafnara. Borið fram með laussoönum hrís- grjónum og ristuðu brauði. Þetta er mjög upplagður réttur t.d. á gamlárskvöld. Maður getur átt þetta tilbúið í ískápnum og sett í pott um miðnætti þegar allir eru orðnir svangir. Þetta er mjög góður réttur. Fljótleg terta 1 svampbotn 250 g fersk jarðarber 4 stk. kiwi lítill pakki After Eight 2 Vi-3 Vi dl rjómi 1-2 tsk. strásykur. Svampbotninn er klofinn í tvennt með hnífi. Rjóminn er þeyttur, jarðarberin skoluð og hreinsuð, skorin í tvennt og sykrinum stráð yfir. Rjómi er settur á báða köku- helmingana, eitt kiwi er skorið nið- ur og sett á annan helminginn ásamt hluta af jarðarberjunum og sex plötur af After Eight sem hafa verið smátt skornar og þá er hinn helmingurinn af botninum settur yfir og skreytt með jarðarberiun- um, kiwi (skorið í sneiðar) og Áfter Eight. Þegar kakan hefur verið geymd í ísskáp í nokkra tíma hefur rjóminn tekið í sig bragð af súkkul- aðinu og það er mjög gott. Þetta er einfóld terta sem fljótlegt er að gera. Sesselja ætlar að skora á mág- konu sína, Sigrúnu Inger Helga- dóttur, bónda í Borgarfiröi, að verða næsti matgæöingur. „Hún er góöur kokkur og fljót að búa til eitt- hvað gott.“ Hinhliðin_______________________________ Langar að lesa Ólaf Jóhann - segir Gunnlaugur Helgason útvarpsmaður Gunniaugur Helgason er kominn til landsins eftir að hafa stundaö leiklistamám í Los Angeles. Gulli, eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið einn öflugasti útvarps- maður Bylgjunnar undanfarin sumur en hefur nú söðlaö um og hafið störf hjá FM 957. Þar er Gulli Helga nú með morgunþátt og segist hafa gaman af að prófa FM þar sem nýir eigendur séu við völd og út- varpsstööin á uppleið. Þaö er Gulh Helga sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Gunnlaugur Helgason. Fæðingardagur og ár: 26. ágúst 1963. Maki: íris Erlingsdóttir. Börn: Helgi Steinar sem er fimm og hálfs árs. Bifreið: Nissan Sunny, árgerð 1991. Starf: Dagskrárgerðarmaöur og leikari. Laun: Þau fara eiginlega eftir árs- tíðum. Áhugamál: Kvikmyndir og vinnan mín. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hef fengið fjóra rétta í lottóinu hér heima og líka í Banda- ríkjunum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Liggja á ströndinni í Kali- forníu með fjölskyldunni og slaka á. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að sitja fastur í fjörutíu stiga hita í trafííkinni í Los Angeles með bilaöa loftkæhngu. Uppáhaldsmatur: Rjúpur, maður Gunnlaugur Helgason útvarps- maður. fær þær bara einu sinni á ári. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna og íslenskt vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Eiður Smári Guðjohnsen. Uppáhaldstímarit: Mannlíf og Hollywood Reporter. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Marisa Tomei. Ertu hlynnntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Anthony Hopkins og aðeins lengur en þegar ég hitti hann síð- ast. Uppáhaldsleikari: Tommy Lee Jones og Pálmi Gestsson. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Björgvin Hall- dórsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Breskir fræðsluþættir. Uppáhaldsveitingahús: Ég elska Kínahúsiö í Lækjargötu. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Sniglaveisluna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. • Hver útvarpsásanna fmnst þér best? Ætli það fari ekki svolítið eft- ir því hvar ég starfa hverju sinni. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hinn heimsfrægi Howard Stern. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið cða Stöð 2? Nokkuð jafnt en annars horfi ég ekki mikið á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: David Letterman. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi París. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Víking- ur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að komast aftur th Bandaríkjanna og taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið í leiklist- inni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Eftir að hafa unniö hér heima í aht sum- ar fór ég aftur th Bandaríkjanna í mánuð og kom síöan heim með strákinn minn sem fór á íslensku- námskeiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.