Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14; 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Vandinn hófst í vor
Hluta erfiðleikanna við samninga um kjör sjúkraliða
á sjúkrastofnunum í Reykjavík er hægt að rekja aftur
til síðasta vors. Þá var hafið flokkspólitískt ferh, sem á
eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt. Þar voru að verki fjár-
málaráðherra og þáverandi borgarstjóri í Reykjavík.
Mikil pólitísk örvænting einkenndi þennan tíma. Fjár-
málaráðherra og þáverandi borgarstjóri voru reiðubúnir
til að fórna hagsmunum þjóðarinnar til að kaupa kosn-
ingasigur í Reykjavík. Þess vegna sömdu þeir við hjúkr-
unarfræðinga daginn fyrir borgarstjómarkosningar.
í rauninni fólst meiri spilhng í aðgerð tvímenninganna
en í tilfahandi fyrirgreiðslum fyrrverandi bæjarstjóra í
Hafnarfirði og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Tví-
menningamir notuðu aðgang sinn að almannafé th að
reyna að koma í veg fyrir stjómarskipti í Reykjavík.
Komið hefur í ljós, að samningur fjármálaráðherra
og fyrrverandi borgarstjóra við hjúkrunarfræðinga í vor
fól í sér meiri hækkanir og meiri kostnað en fuhyrt var
á þeim tíma. Kostnaðaraukinn nemur sennhega um 15%
og á eftir að enduróma lengi á vinnumarkaði.
Kosningasamningurinn við hjúkrunarfræðinga hlýtur
að hafa fordæmisghdi fyrir sjúkraliða að þeirra mah.
Þeir vhja hafa hhðsjón af nýgerðum samningum. Auk
þess era sjúkrahðar enn meiri láglaunastétt en hjúkrun-
arfræðingar og geta því krafizt enn meiri hækkunar.
Fjármálaráðherra fer með rangt mál á Alþingi, er
hann segir sjúkrahða hafa hækkað í launum umfram
aðrar stéttir á undanfömum árum. Fyrir því er enginn
fótur. Hins vegar er löng reynsla af því, að þessi fjármála-
ráðherra trúir því, sem honum hentar hverju sinni.
Harkan í vinnudehu fjármálaráðherra og sjúkrahða
stafar að verulegu leyh af forsendum, sem fjármálaráð-
herra bjó sjálfur th í vor, þegar hann var að reyna að
veija flokk sinn falh í borgarstjórnarkosningunum. Þá
sáði hann th endurkomu séríslenzku verðbólgunnar.
Ekki er nóg með, að sjúkrahðar miði við 15% hækkun
hjúkranarfræðinga plús láglaunaprósentu handa sér.
Láglaunahópar utan heilbrigðisgeirans æha líka að miða
við kosningasamninginn, þegar þeir fara í gang um eða
efhr áramóhn. Það verða líka erfiðir samningar.
Ríkisstjómin horfist í augu við að missa verðbólguna
af stað aftur rétt fyrir alþingiskosningar í aprh, af því
að fj ármálaráðherra tók í vor þá skammsýnu ákvörðun
að misnota almannafé th að reyna að kaupa kosningasig-
ur handa fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík.
Erfih verður að vinda ofan af því ferli, sem fór af stað
í vor. Mikh átök mun kosta að reyna það. Reynslan sýn-
ir, að ríkisstjómir era ekki harðar af sér, þegar kosning-
ar og kjósendur era í aðsigi. Þá fyrst missa þær tökin á
fjármálum ríkisins og fara að reyna að kaupa sér frið.
Þegar ríkisstjórnin og stjórnarflokkamir fara að átta
sig á, hvaða kaleikur hefur verið færður þeim fyrir th-
sthh fjármálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóra, án
þess að atkvæðakaupin lánuðust, er hæh við, að þessir
aðhar kunni ráðherranum hhar þakkir fyrir framtakið.
Oft skáka íslenzkir valdhafar í því skjólinu, að það sé
vandi síðari tíma og hugsanlega annarra aðha að hreinsa
upp efhr óvandaða meðferð valdhafanna á fjármunum
almennings fyrir kosningar. Það muni gleymast á nokkr-
um árum. En nú koma skuldaskilin óvenjulega snemma.
Ljóst virðist að minnsta kosh, að afleiðingar kosninga-
samningsins í vor verði fyrirferðarmiklar á aðfaratíma
alþingiskosninganna, sem verða efhr nokkra mánuði.
Jónas Kristjánsson
Bihac -bardagi
getur boðað
Króatíustríð
Síðsumars hrakti fimmti her
Bosníustjómar sveitir uppreisnar-
foringjans Fikret Abdic af svæðinu
umhverfis Bihac í norðvesturhorni
Bosníu. Abdic er múslími, var á
sínum tíma auðugasti kaupsýslu-
maöur gömlu Júgóslavíu, en sagði
Bosníustjórn upp trú og hollustu
og tók upp arðvænleg viðskipti við
Serba, bæði á yfirráðasvæðum
þeirra í Króatíu og Bosníu. Hann
fékk skjól ásamt leifunum af liði
sínu hjá Krajina-Serbum innan
landamæra Króatíu.
Eftir þennan árangur sneri
fimmti herinn sér að því að færa
út yfirráðasvæði Bosniustjómar til
austurs og suðurs frá Bihac, og
tókst í haust að hrekja her Serba
af 250 ferkílómetra svæði. En brátt
kom á daginn að hann hafði teygt
sig of langt. Serbum í Bosníu var
mikið í mun að sýna að aðdrátta-
bann af hálfu Serbíustjórnar hefði
ekki dregið úr þeim mátt, og þrátt
fyrir það tókst þeim að koma
þungavopnum sínum til vígstöðv-
anna austur af Bihac.
Árangurinn er sá að Serbar hafa
unnið aftur landið sem Bosníuher
tók af þeim og meira til. Lið Abdics
sækir auk þess að Bihac-svæðinu
úr norðri. Síðast þegar fréttist voru
framvarðasveitir Serba komnar
inn í Bihac sjálfa.
Borgin og svæði umhverfis hana
hefur verið lýst griöasvæði af hálfu
Sameinuðu þjóðanna, en samtökin
hafa engin tök haft á að framfylgja
orðum sínum. Serbar hafa meinað
birgðalestum, bæði með matvæli
og lyf, um aðgang að griðasvæðinu
svokallaða mánuðum saman. Þeg-
ar þeir loks leyföu 200 friöargæslu-
mönnum úr her Bangladesh för til
Bihac var flestum þeirra gert að
skilja eftir rifíla sína. í vikunni
bárust orð frá sveitinni að hún
ætti aðeins mat til tveggja daga.
En þegar loftárásir voru gerðar á
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Bihac með flugvélum frá flugvelli
Serba í Krajina i Króatíu, urðu al-
þjóöasamtökin að bregðast við. Að
beiðni Öryggisráðsins gerðu árás-
arflugvélar NATO flugvöll Serba í
Udbina ónothæfan og síðan réðust
tvívegis á loftvarnavirki Serba inn-
an Bosníu, þegar skotið var á eftir-
litsflugvélar bandalagsins.
En þessar aðgerðir léttu í engu
af Bosníuher í vörn Bihac. Þegar
þetta er ritað standa mál þannig
að ráð NATO er á skyndifundi í.
Brussel og ræðir um að lýst verði
yfir bannsvæði umhverfis griða-
svæðið, svo umboð fáist frá SÞ til
loftárása á þungavopn Serba, virði
þeir ekki bannið.
Samtímis reynir sir Michael
Rose, yfirmaður friðargæsluliðs
SÞ, að koma á vopnahléi við Bihac
og helst víðar í Bosníu, og hefur
farið þeirra erinda til Pale, höfuð-
stöðva Serba. Bosníustjórn hefur
tekið sams konar málaleitun lík-
lega.
Hvort sem Serbar ganga lengra
eða skemmra í sókninni við Bihac
hefur þeim tekist að sýna fram á
að þrátt fyrir aðdráttabann frá
Serbíu eru þeir færir um að sýna
Bosníustjórn, SÞ og NATO í tvo
heimana. Hvenær sem þeim sýnist
svo geta þeir tekið á ný að þjarma
að Sarajevo og griðasvæðunum
þrem í Austur-Bosníu, Gorazde,
Sbrenica og Zepa.
Gildir þá einu þótt vopnasölu-
bann væri afnumið gagnvart Bos-
níustjórn, eins og vilji er fyrir á
Bandaríkjaþingi. Áhrif af slíkri
ákvörðun kæmu aiit of seint til að
vega upp á móti yfirburðum Serba
í vopnabúnaði á líðandi stund.
Léttvopnað friðargæslulið, aðal-
lega frá Evrópulöndum, er alls
ófært um að skakka leikinn, og var
aldrei til þess ætlað. Málatilbúnað-
ur Bandaríkjamanna er ómerkur,
af því þeir hafa ekki viljað hætta
einum einasta sinna manna í frið-
argæsluhlutverk, hvað þá heldur
til að kljást við Serba ásamt Bos-
níuher.
Bosníustríðið er því eins háska-
legt og nokkru sinni fyrr, og við
bætist að herhlaup Krajina-Serba
frá Króatíu inn í Bosníu hefur auk-
ið líkurnar á að upp úr sjóði á ný
í nágrannaríki Bosníu í norðri og
vestri. Serbar hafa haft á sínu valdi
á þriðja ár þrjár sneiðar af Króatíu,
sem í reynd búta landið í sundur.
Króatíumenn gerast æ óþolin-
móðari yfir að ekkert miðar þeim
verkefnum friðargæsluliðs SÞ á
yfirráöasvæðum Serba að afvopna
þá, gæta landamæra og sjá um að
brotthraktir Króatar fái snúið aftur
til heimkynna sinna. í janúar
greiðir þing Króátíu atkvæði um
hvort endurnýja eigi umboð gæslu-
liðsins, og þykja úrslit tvísýn.
Króatíustríð gæti því bæst viö Bos-
níustríðið innan skamms.
Sveit úr friöargæsluliði SÞ í eftirlitsferð á brynvagni eftir götunni í Sarajevo sem fengið hefur heitið Leyni-
skyttubraut. Símamynd Reuter
Skoöanir aimarra
Færeyska þögnin
„í næstum því 50 ár ríkti alger þögn um Færeyjar
í dönskum stjórnmálum. Enginn danskur stjórn-
málamaður þorði að koma nærri málefnum eyjanna.
Færeyingar höföu líka landstjóm og af þeim vindla-
kassarekstri vildi ekki nokkur maður skipta sér þrátt
fyrir að stór hluti peninganna kæmi frá danska rík-
inu.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 23. nóv.
Gro hótar
„Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra lét í
gær hart mæta hörðu. Ef flokkar á Stórþinginu ætla
að koma í veg fyrir að hugsanleg já-niðurstaða úr
þjóðaratkvæðagreiðslunni komist í gegnum þingið
er Gro opin fyrir því að slíta þingi og boða til kosn-
inga. Með þeim hætti vonast hún til að geta þrýst
hugsanlegri já-niðurstöðu í gegnum striösglatt þing-
ið. A bak við þetta útspil forsætisráðherrans liggur
að ákveðinn minnihiuti á Stórþinginu segist ekki
ætla að beygja sig fyrir vilja fólksins ef aðild verður
samþykkt með litlum mun í þjóöaratkvæðagreiðsl-
unni. Við styðjum heilshugar kröfu forsætisráðherr-
ans um að Stórþingið verði aö virða þá niðurstöðu
ef meirihluti þjóðarinnar vill inn í ESB.“
Úr forystugrein Arbeiderbladet 24. nóv.
Færeyjar amt í Danmörku?
„Það væri í raun best ef Færeyjar væru gerðar að
hluta af Norður-Jótlandsamti. En sú skoðun ætti
sjálfsagt erfitt uppdráttar bæði í Færeyjum og á
Norður-Jótlandi. Því verður að taka til hendinni við
endurbætur á sveitarstjórnarmálum í Færeyjum. 50
sveitarfélög fyrir 45 þúsund manneskjur. Það hljóm-
ar fáránlega í nútíma samfélagi.
Úr forystugrein Politiken 19. nóv.