Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
17
pv___________________________Menning
Lína
drauma-
dís
Þegar Astrid Lindgren sendi frá sér handritið að fyrstu bókinni um
Línu langsokk, barnabyltingarforingjann fræga, skrifaði hún með í bréfi:
„í von um að þið gerið ekki barnaverndarnefnd viðvart"! Sá útgefandi
hafnaöi handritinu raunar og nagar sig sjálfsagt enn þá í handarbökin
yflr þvi. Skömmu seinna kom sagan út sem verðlaunabók hjá öðru for-
lagi og lagði af stað í sigurför um heiminn eins og skot. Og nú er Lína
langsokkur ætlar til sjós komin út enn á ný á íslensku í nýrri þýðingu
Sigrúnar Árnadóttur.
Þrátt fyrir fáránlegt útht er Lína
dagdraumadís allra barna. Hún er
í fyrsta lagi fllsterk, tekur hestinn
sinn í fangið eins og fis. í öðru lagi
er hún forrík. Ekki í seðlum, nei:
gullpeningum! í krafti auðs og lík-
amsstyrks getur hún svo leyft sér
að gera það sem hún vill, jafnvel
að vera utangarðsmaður í samfé-
laginu. Hún býr ein, laus undan
foreldravaldi, borðar og sefur þeg-
ar henni sýnist, neitar að vera í
skóla, lýgur þegar nauðsyn krefur
og segir það sem henni dettur í hug
við fullorðna fólkið. Sögurnar af
henni ganga margar út á að hafa
betur í viðskiptum við fullorðna
rudda og yrðu einhæfar til' lengdar
ef ekki kæmi til stílsnilld höfundar
sem lætur Línu vera afar hug-
myndaríka og orðheppna. En fyrst
og fremst er Lína frjáls; ofurkvendi sem setur sér reglur handan góðs
og ills og lesandinn fellst á það með ánægju.
En þessi óvenjulega hegðun hefur ekki bein áhrif á lesandann, hann
reynir ekki að haga sér eins og Lína vegna þess að hann setur sig ekki
í hennar spor. (Hvernig gæti hann það?) Lesendur eiga sína fulltrúa í
Tomma og Önnu, prúðu börnunum sem eru svo heppin að búa í næsta
húsi við Línu. Þó að þau séu hænd að henni brjóta þau engar reglur: þau
fara að hátta klukkan sjö, borða reglulegar máltíðir heima hjá sér og
stunda skólann vel. Inni á milli fær Lína að leysa þau úr álögum hvers-
dagsins en þau hverfa alltaf til hans aftur. Þau vita sem er að Lína er
bara dagdraumur.
Nýja þýðingin er hpur og skemmtileg og til mikilla bóta. Þýðingar úreld-
ast fyrr en frumsaminn texti og gamli textinn er orðinn stirður í upp-
lestri og gamaldags. Það er til dæmis eðlilegra að tala um píanó en slag-
hörpu, og blóðbúöingur heitir slátur á íslensku. Víða var líka rangþýtt
eða sleppt úr. Einstaka atriða sakna ég þó, til dæmis eftirminnilegra orða
ungfrú Pálu slöngutemjara sem oft voru notuð á mínu heimili: „Hér hafa
þú skærur, hugrakki stúlka.“ Það gæti verið tímanna tákn að í nýju þýð-
ingunni talar hún alveg óbjagað.
Astrid Lindgren:
Lína langsokkur ætlar til sjós
126 bls.
Mál og menning
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
/ 3 Guffníffcmim)
'**>»—s Laugavegi 178
Kvöldverðartilboð
25/11 - 1/12
'k
Ofnbakaður sjávarréttasnúður með gljáð-
um paprikustrimlum og humarrjómasósu
k
Rósasteiktur lambavöðvi í gráðaostahjúpi
með rauðbeðu, eplasalati og hvítlauks-
ristuðu succhi
*
Bláberjafrauð
með ferskum jarðarberjum og sykurslöri
Kr. 1.950
Opið í hádeginu mánud.-föstud.
Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud.
Nýr spennandi a la carte matseðill
Borðapantanir í síma 88 99 67
m m m
MUN MEIRI SAFI EN AÐUR.
ENCINN HVITUR SYKUR
DACSKAMMTUR AF C-VITAMINI
í HVERJU CLASI.
HVERtUM KASSA AF 1/4 LITRA
FERNUM FYLCIR FALLECT JOLADACATAL
FYRIR BORNIN SEM SKREYTT ER
SKEMMTILECUM MYNDUM AF SVALA
BRÆÐRUNUM FJORUM
FYRIR BORN 06 FULLORÐNA
V A H ru W AU