Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 34
42 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Sviðsljós Vaxtarræktardrottningin Zoe Warwick varar fólk nú við: Sterar eyðilögðu líkama hennar Ólyginn . að leikkonan Zoe Wanama- Vaxtarræktardrottningin Zoe Warwick, 34 ára, tók stera í nokkur ár til að halda sér í toppformi og meðal þeirra bestu í heiminum. í dag verður hún aö greiða hátt verð vegna þess. Zoe er nefnilega með líkama 60 ára gamallar konu vegna skaðans sem sterarnir hafa valdið líffærum hennar. Lifrin er í ólagi, briskirtill- inn er farinn að bila og hún hefur blæðingar í maga. Bólga í beinmerg hefur orsakað að Zoe hefur misst tennur og hár. Handleggir og fætur eru bólgnir auk hjartatruflana. Hún meltir ekki fæðuna eðlilega og þjáist af minnistapi sem getur staðið í allt að þrjá daga og er þá ekki allt upptal- ið. Allt þetta má rekja beint til notk- unar hennar á sterum. Aðvarar ungt fólk Nú vill Zoe vara aðra íþróttamenn og konur við að nota stera. Zoe vill meina að óhemju margt íþróttafólk um allan heim noti stera reglulega og þó fáir hafi verið teknir á lyfja- prófum, eins og Ben Johnson og Katrin Krabbe, segi það enga sögu. „íþróttafólki finnst jafn sjálfsagt að nota stera eins og að kaupa nýja íþróttaskó. Sterarnir gefa ekki ör- uggan sigur en þeir hafa gefið fólki jafnari möguleika miðað við alla hina sem taka stera. Fyrir mig er orðið of seint að iðrast en ég vil geta kom- ið í veg fyrir að ungt íþróttafólk noti stera og vil að það geri sér ljóst að Zoe Warwick þegar hún var Bret- landsmeistari í vaxtarrækt. þeir eru lífshættulegir. Það eru tif margar gerðir af eftirlík- ingum af sterum og þær eru jafnvel hættulegri en original sterarnir. Og ég er viss um að það eru margir sem þjást eins og ég og mörg tilfelli eiga enn eftir að koma upp.“ Það var fyrir tilviljun að Zoe byrj- Vaxtarræktarmeistarinn hefur í dag líkama sextugrar konu vegna ofnotk- unar á sterum. aði að taka stera. Hún var mikil áhugamanneskja um hvers kyns íþróttir sem táningur og tók þátt í mörgum keppnisgreinum á Englandi þar sem hún býr. Það var árið 1981 sem henni var sagt frá sterum sem gætu aukið hæfni hennar á íþrótta- sviðinu. Hún hafði þegar náð sér í viðurkenningar á héraðsmótum þeg- ar henni buðust sterar en sá sem bauð hafði marga fræga viðskipta- vini. Meistari í vaxtarrækt Zoe fékk góð tilboð um kaup á ster- um í stórum umbúðum og eyddi um 50 þúsund krónum á viku í lyf sem áttu að grenna hana og láta hana líta glæsilegar út. Fljótlega fóru sterarnir að hafa áhrif og Zoe varð bæði Bret- lands- og Evrópumeistari í vaxtar- rækt kvenna og framtíðin virtist björt og fín. En skaðinn var skeður og Zoe var ein þeirra sem eyðilagði sjálfa sig á steranotkun. í dag er hún fótluð og býr ásamt japönskum sambýlismanni sínum í Devon. Hún hefur ættleitt dóttur hans, Ronjaina, og leggur áherslu á að fræða hana um skaðsemi stera. „Ég hef átt mjög erfitt líf eftir að ég hætti að taka sterana. Þó það séu meira en átta ár síðan ég hætti að taka stera hef ég ekki fengið blæðing- ar aftur. Ég, sem hafði fallega sópr- anrödd, hef nú svo djúpa rödd að fólk sem talar við mig í síma telur að ég sé karlmaður. Það sem ég er þó hissa á er hversu sterkir vöðvar mínir eru enn þá þrátt fyrir öll veik- indin.“ Zoe heldur nú fyrirlestra í skólum og vonast til að hún geti á einhvern hátt komið í veg fyrir að ungt íþrótta- fólk geri sömu mistökin og hún. Bill Wyman úr Rolling Stones: Gjörbreyttur nýbakaður faðir Poppgoðið Bill Wyman úr Rolling Stones er orðinn nýr maður með breyttum lífsstíl. Það eru meira en þrjátíu ár frá því elsti sonur hans fæddist enda er Bill orðinn 57 ára gamall og nú heldur hann upp á að vera nýbakaður faðir. Bill lætur sig ekki muna um að fara út að labba með nýfæddu dótturina og hann hik- ar ekki við að baða barnið og skipta um bleiur. Litla dóttirin, Katharine Noelle, unir sér vel hjá föður sínum en móöirin, Suzanne, fær þá tæki- færi til að hvíla sig á meðan. Bill Wyman skildi við félaga sína í Rolhng Stones fyrir ári eftir að hafa verið bassaleikari hljómsveitarinnar í þijátíu ár. Hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun sinni þar sem hann getur nú snúið sér að fjölskyldunni og veitingahúsarekstrinum og sinnt áhugamálum sínum sem eru saga og fomleifafræði. Veitingahús Bills í London, Stikcky Fingers, gengur mjög vel og hefur hann nú ákveðið að opna útibú í fleiri evrópskum borgum. Þau Bill og Suzanne búa í Chelsea. Eiginkon- an segir að Bih hafi breyst mjög mik- iö og taki nú foreldrahlutverkiö al- varlega. Hann var í fyrsta skipti við- staddur fæðingu þegar Noehe Utla fæddist og segist hafa hrifist mjög af þeirri stundu þegar Utla bamið opn- aði augun og leit veröldina augum í fyrsta sinn. „Mig langaði ekki að fara frá þeim og bjó því líka á sjúkrahús- inu í fimm daga og naut hvers augna- bUks,“ segir poppstjarnan. „Við höf- um ákveðið að eignast annað barn fljótlega," bætir hann við. Sonur BiUs, Stephen, er 32ja ára. BiU segir að þetta hafi verið allt öðru- visi í þá daga því hann hafi verið að vinna þegar barnið fæddist. „Þegar Stephen var lítill var RoUing Stones alltaf í fyrsta sæti hjá mér og ég var á endalausum ferðalögum. Ég var sá eini í hljómsveitinni sem átti barn og það var ekki vinsælt að sleppa upptökum eða öðru vegna barnsins. BUl kynntist Suzanne árið 1979. Rolling Stones var með tónleika í París en þar starfaði Suzanne sem fyrirsæta. Þau kynntust í kokkteU- boði en hún vissi þá ekkert hvaða maður þetta væri. BiU var að skilja um þetta leyti og hún á framabraut í starfi. Þau héldu þó aUtaf sambandi þó þau hæfu ekki sambúð fyrr en fyrir tveimur árum þegar hann haö hennar. Suzanne bjó þá í Los Angeles og hafði hugsað sér að gerast leik- kona. BUl Wyman segist hafa verið búinn að fá nóg af tónUstarlífinu þegar hann ákvað að hætta með RolUng Stones. „Viö vorum búnir að fara í tónleikaferðalag um Bandaríkin, Evrópu og Japan áriö 1989 þar sem við lékum fyrir 7,5 milljónir manna og héldum 102 tónleika og það var eiginlega meira en nóg. Mér fannst í famhaldi af því kominn tími til að huga að því að Ijúka þessum ferh meðan maður var enn á toppnum," segir hann. Bill Wyman viU meina að fjölmiðl- ar hafi aldrei verið neitt sérstaklega góðir við sig. „Það er fyrst núna eftir að ég kvæntist Suzanne sem ég fæ jákvæða umfjöfiun um mig,“ segir þessi fyrrum RolUngur. Bill Wyman ásamt eiginkonu sinni, Suzanne, og litlu dótturinni. ker, sem áhorfendur Stöðvar 2, þekkja ur þáttunum Love Hurts, hefði gift sig fyrir stuttu leikaran- um Gawn Grainger. Parið kynnt- ist um síðustu jól og var brúð- kaupsveislan aðeins fyrir fáa úl- valda. Leikkonan, sem er 45 ára, mun hafa átt svo annrikt að hún dreif sig í vinnuna strax eftir brúðkaupið. ... að skautadrottningin Nancy Kerrigan gengi nú undir nafninu hin konan í umtöluðu skilnaðar- máli sem upp er komið í Banda- ríkjunum. Eiginkona umboðs- manns Nancyar sakar hana um að hafa komist upp á milli þeirra hjónanna. „Allír halda að Nancy sé einhver hetja en hún hefur eyðilagt fjölskyldu mina,“ segir eiginkonan sorgmædda, Kathy Soiomon. „Nancy stal eigin- manni mínum. Hún hefur gert líf mitt að helvíti," segir Kathy sem réð einkaspæjara til að njósna um eiginmanninn, Jerry, sem er 40 ára, og hina 25 ára skauta- drottningu. ____________________ ... að foreldrar James litla Bulg- ers, sem myrtur var á hrottaleg- an hátt af litlum drengjum i fyrra, væru að skilja. Þau hafa búið hvort í sínu lagi um hríð eftir að hafa gert árangurslausar tilraun- ir til að halda hjónabandinu eftir hið mikla áfall fyrir ári. Margir héldu að þau myndu ná saman á ný þegar þau eignuðust annan son, Michael, í desember sl. en svo var ekki. Sumir hafa haldið þvi fram að faðirinn, Ralph Bul- ger, sé komlnn með nýja konu. ... að súperstjarnan Michael J. Fox og kona hans, leikkonan Tracy Pollan, hefðu tilkynnt að þau ættu von á öðru barni sínu næsta vor. Michael, sem er 33ja ára, og Tracy eiga fyrir fimm ára gamlan son, Sam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.