Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1995, Page 43
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
51
Afmæli
Einar Ámason
Einar Kristján Gunnlaugur Árna-
son, fyrrv. flugstjóri og útgerðar-
maður, Skúlagötu 40A, er sjötugur
ídag.
Starfsferill
Einar fæddist í Landakoti í Sand-
gerði og ólst upp við almenn land-
búnaðarstörf ogfiskvinnslu. Hann
gekk í kvöldskóla í Sandgerði
1940-41, sótti mótomámskeiö í
Reykjavík 1942, stundaði flugnám
við Spartan School of Aeronautics í
Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum
1946-47 og við Air Service Training
í Southampton á Englandi 1951-52
og hlaut aö því loknu bresk flug-
stjórnarréttindi hin meiri og rétt-
indi sem flugleiðsögumaður.
Einar var flugmaður hjá Loftleið-
um hf 1947-48 og flugstjóri þar
1948-64 er hann sneri sér að útgerð.
Hann var forstjóri og aðaleigandi
útgerðarfélagsins Borgarkletts hf.
1962-71 ogBúðakletts hf. 1963-69 en
hann átti og gerði út Árna Magnús-
son GK 5 og Arnar RE 21. Þá stofn-
aði hann útgerðarfyrirtækið Sjóla
hf. 1964 ásamt Eggert Gíslasyni
skipstjóra og var stjórnarformaður
þess. Þeir gerðu Gísla Áma RE 375
út í sameiningu til 1985.
Einar var formaöur FÍ A1953-54
og sat í stjóm Loftleiöa hf. frá 1953
og síðar Flugleiða hf. allt til 1988.
Fjölskylda
Einar kvæntist 5.4.1963 Maríu
Bergmann, f. 12.9.1935, skriftar-
greini-MGA.
Börn Einars og Maríu eru Gylfi
Björn, f. 18.3.1964; Hafsteinn Gaut-
ur, f. 8.4.1965, viðskiptafræðingur;
Helma Rut, f. 7.12.1967, MA í sálar-
fræði.
Dóttir Einars og Helgu Berndsen
er Guðrún Magdalena, f. 29.8.1957,
húsmóðir, gift ívari Bjarnasyni og
eigaþautvöbörn.
Alsystkini Einars eru Ásta, f. 1.1.
1922, húsmóðir og hstakona í Kefla-
vík; Óskar, f. 23.9.1923, útgerðar-
maður í Sandgerði; Sigríður, f. 8.3.
1927, d. 2.7.1989, starfsstúlka á sím-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli; Árni,
f. 26.5.1930, d. 1.4.1993, vélstjóri Og
útgerðarmaður í Sandgerði.
Hálfsystkini Einars, samfeðra, eru
Sveinbjörg, f. 31.12.1909, húsmóðir
í Reykjavík; Sigurbjörn, f. 25.7.1914,
d. 17.4.1986, vélstjóri; Magnea og
Arnar sem létust tuttugu og tveggja
og tuttugu og þriggja ára.
Foreldrar Einars voru Árni Magn-
Ússon, f. 7.8.1886,19.3.1966, útvegsb.
í Landakoti í Sandgerði, og Sigríður
Magnúsdóttir, f. 17.2.1887, d. 24.7.
1961, húsfreyja.
Ætt
Árni var sonur Magnúsar, út-
vegsb. í Sandgerði, Eyjólfssonar, á
Ytri-Sólheimum, Eyjólfssonar. Móð-
ir Magnúsar var Steinunn Magnús-
dóttir.
Móðir Árna var Vilborg Berents-
dóttir, b. í Mörtungu, Oddssonar.
Móðir Vilborgar var Málfríður Ól-
afsdóttir, b. á Eyjarhólum, Högna-
sonar og Ingveldar Jónsdóttur.
Sigríður er dóttir Magnúsar, b. í
Geitagili, Einarssonar, vinnumanns
Einarssonar, hreppstjóra á Hnjóti,
Einarssonar, ættfoður Kollsvíkur-
Einar Kristján Gunnlaugur Árna-
son.
ættarinnar, Jónssonar! Móðir
Magnúsar var Sigríður Magnús-
dóttir, hreppstjóra á Hvalskeri, Ein-
arssonar og Guðríðar Bjarnadóttur
frá Hnjóti. Móðir Sigríðar var Berg-
ljót Gunnlaugsdóttir Björnssonar og
Júhönnu Jónsdóttur.
Einar verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Til hamingju með afmælið 22. júlí
85 ára
Benedikt Þorvaldsson,
Álftarima 11, Vestmannaeyjum.
80ára
Benedikt Þorvaldsson,
Dvergbakka 4, Reykjavík.
75ára_______________
Sverrir Ámason,
Viðilundi 16d, Akureyri.
Sigurbjörg Pálsdóttir,
Laufskálum 1, Borgarbyggð.
70ára
Sigurbjörg Svanhvít Stendórs-
dóttir,
Borgarheiði 17, Hveragerði.
Kristinn Þórir Einarsson,
Eyrarstíg 3, Reyðarfirði.
Páll Halldór Guðmundsson,
Reynimel 60, Reykjavík.
Hanna Kristjánsdóttir,
Silungakvísl 19, Reykjavík.
60 ára_________________
Ólafur Ágústsson,
Litluvöllum 9, Grindavik.
.Sesselja Friðriksdóttir,
Skipasundi 88, Reykjavik.
Bergljót Sigurbjörnsdóttir,
Fjarðarseli 19, Reykjavík.
Bergljót verður heima og vonast
eftir að sjá sem flesta vini og ætt-
ingja á afmælisdaginn.
Elsa Guðmundsdóttir,
Hörðalandi 10, Reykjavík.
50 ára
Eygló Ingimarsdóttir,
Hólabraut 3A, Hrísey.
40 ára
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
Smárahvammi 1, Hafnarfirði.
Valmundur Ingi Pálsson,
Hverafold 8, Reykjavik.
Sigurborg Jóna Hilmarsdóttir,
Álftamýri 28, Reykjavík.
Björgvin Rúnar Leifsson,
Garðarsbraut 31, Húsavík.
Karl Sigurðux Sigurðsson,
Háaleitisbraut 51, Reykjavík.
Dagbjört Eysteinsdóttir,
Vallholtsvegi 7, Húsavík.
Sigurvin Bjarnason,
Aflagranda 15, Reykjavík.
Erlingur Hreinn Hjaltason,
Leirubakka 6, Reykjavík.
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson,
Bjargarstíg 6, Reykjavik.
Ólöf Guðnadóttir,
Götu, Hrunamannahreppi.
Katla Gunnarsdóttir,
Hagamel45, Reykjavík.
Gunnar Rafn Guðmundsson
Gunnar Rafn Guðmundsson vél-
virki, Hálsaseli 37, Reykjavík, er
sextugurídag.
Starfsferill
Gunnar fæddist á Patreksfirði og
ólst þar upp. Þar læröi hann vél-
virkjun og starfaði nokkur ár hjá
Loga hf. Arið 1966 flutti hann til
Reykjavíkur og hóf þá störf hjá
Ormsson hf. við lyftuuppsetningar
og viðgerðir. Um 1970 byijaði hann
að vinna hjá Raflyftum sf. og hefur
hann starfað þar síðan. Árið 1968
kynntist Gunnar Guðrúnu Jóns-
dóttur en þau h'afa alla tið búið í
Reykjavík.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 25.7.1970 Guð-
rúnu Jónsdóttur, f. 26.3.1940, kaup-
konu. Foreldrar hennar eru Jón
Þorgrímsson og María I. Hjálmars-
dóttir sem bjuggu að Ytri-Húsa-
bakkaíSkagafirði.
Böm Gunnars og Guðrúnar eru
Jóhanna, f. 2.7.1969, búsett í Reykja-
vík, gift Benedikt Amarsyni, barn
hennar er Jón Gunnar Mikaelsson,
f. 22.12.1987; Jón, f. 4.12.1970, búsett-
ur í Reykjavík, kvæntur Sigríði
Lilju Samúelsdóttur og er barn
þeirra Sigrún María, f. 9.5.1995.
Gunnar Rafn Guðmundsson.
Systkini Gunnars em Björn, f.
20.9.1930, búsettur á Patreksfiröi;
Halla, f. 21.3.1932, hefur búið í
Reykjavík síðustu árin en áður á
Patreksfiröi; Svala, f. 20.12.1930,
hefur búið í Reykjavík síðustu árin
en áður á Patreksfirði.
Foreldrar Gunnars eru Guðmund-
ur Gestsson, f. 3.7.1901, d. 19.1.1982,
og JóhannaPálsdóttir.f. 17.1.1907.
Þau voru búsett á Patreksfirði þar
sem Jóhanna hefur dvalið á sjúkra-
húsinusíðustuárin.
Sigurbjörg Bjömsdóttir
Sigurbjörg Björnsdóttir heildsali,
Hjallabrekku 12, Kópavogi, er fimm-
tugídag.
Starfsferill
Sigurbjörg fæddist að Fremri-
Gufudal í Austur-Barðastrandar-
sýslu 22.7.1945 og ólst þar upp til
átta ára aldurs, fluttist þá að
Hrafnadal og síöar að Fjarðarhomi
í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Til
Reykjavíkur fluttist Sigurbjörg 1959
og býr hún nú í Kópavogi.
Sigurbjörg lauk landsprófi frá
Vogaskóla og var einn vetur í hús-
mæðraskólanum að Staðarfelli í
Dölum. Hún lauk stúdentsprófi frá
öldungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð 1982 en einnig hefur hún
stundað nám í bókasafns- og upplýs-
ingafræðum við Háskóla íslands.
Hún hefur rekið heildverslunina
Hrísnes hf. síðan 1988.
Fjölskylda
Sigurbjörg giftist 1965 Höskuldi
R. Stefánssyni, f. 5.4.1941, d. 18.7.
1988, rafvélavirkja og eiganda Hrís-
ness hf.
Börn þeirra era Valbjöm Jón, f.
19.2.1965, vélstjóri og iönrekstrar-
fræðingur, kvæntur Hrönn Önund-
ardóttur hjúkrunarnema og eru
börn þeirra Heiða Björg, f. 15.1.1988,
og Hörður Freyr, f. 31.1.1990; Stefán
Rúnar, f. 11.7.1972, nemi við Tækni-
skóla íslands; Þröstur Þór, f. 11.5.
1976, nemi við Menntaskólann í
Kópavogi.
Álsystkini Sigurbjargar era Lýður
sagnfræðingur, Ólafur Gísli inn-
heimtumaður og Elínborg Þuríður,
starfsstúlka á Landspítalanum.
Hálfsystkini Sigurbjargar, sam-
mæðra, eru Eyrún Sigríður og Odd-
ur. Eru þau bæði látin. Uppeldis-
bróðir Sigurbjargar og sonur Ey-
rúnar er Örn Grundfjörö.
Foreldrar Sigurbjargar voru Val-
gerður, f. 17.7.1902, dóttir Andrésar
Sigurðssonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur sem bjuggu að Gullþórisstöð-
Sigurbjörg Björnsdóttir.
um í Þorskafirði í A-Barðastranda-
sýslu og Björn, f. 28.7.1905, sonur
Lýðs Sæmundssonar, bónda og
smiðs í Bakkaseli í Standasýslu, og
Elínborgar Daníelsdóttur.
Sigurbjörg tekur á móti gestum
að heimili sínu á afmælisdaginn eft-
irkl. 18.
Kári Tryggvason
Kári Tryggvason, rithöfundur og
fyrrv. kennarj, Kópavogsbraut 1A,
íbúð 122, Kópavogi, verður níræður
ámorgun.
Starfsferill
Kári fæddist í Víðikeri í Suöur-
Þingeyjarsýslu og ólst þar upp.
Hann stundaði nám í unglingaskóla
á Breiðumýri 1923-24, við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri 1924-25 og
við Héraðsskólann á Laugum
1925-26.
Kári var bóndi í Víðikeri 1928-54,
kennari í Bárðdælaskólahverfi
1928-54, kennari og umsjónarmaður
í barna- og miðskólanum í Hvera-
gerði 1954-70 og kennari í Reykjavík
1970-73.
Kári var formaður sjúkrasamlags
Bárðdæla, sat í hreppsnefnd og var
formaður lestrarfélags Bárðdæla-
hrepps.
Út hafa komið eftir Kára eftirfar-
andi ljóðabækur: Fughnn fljúgandi
(barnaljóð), 1943; Yfir Ódáðahraun,
1948; Skólarím, vísur eftir Kára og
nemendur hans, 1948; Hörpur þar
sungu, 1951; Sunnan jökla, 1968; Til
uppsprettunnar, 1972. Þá valdi hann
efni í Sjötíu ljóð, 1975, og Ferskeytl-
una,útg. 1988 og 1993.
Barnasögur eftir Kára eru Álfar
og rósir, skólastílar 1950; Dísa á
Grænalæk, 1951 (2. útg. 1959 og3.
útg. 1970); Riddararnir sjö, 1951;
Suðræn sól, 1952; Dísa og sagan af
Svartskegg, 1960; Veislugestir, 1960;
Dísa og Skoppa, 1961; Sísí, Túkú og
apakettirnir, 1961; Skemmtilegir
skóladagar, 1962 (2. útg. 1972); Palli
ogPési, 1963; Ævintýraleiðir, 1963;
Dísa og ævintýrin, 1965; Jökull og
Mjöll, 1965; Björn á ferð og flugi,
1970; Íílla horfir á heiminn, 1973 (2.
útg. 1982); Börnin og heimurinn
þeirra, 1977. Hann hlaut verðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bók-
ina Úlla horfir á heiminn.
Fjölskylda
Kári kvæntist 30.8.1930 Margréti
Björnsdóttur, f. 14.1.1907, kennara.
Hún er dóttir Björns Pálssonar,
gullsmiðs á Refstað í Vopnafirði, og
k.h., Rannveigar Nikulásdóttur
húsfreyju.
Dætur Kára og Margrétar eru
Hildur, f. 22.8.1933, leiðbeinandi við
dagdeild í Sunnuhlíð í Kópavogi,
gift Gísla Eyjólfssyni stýrimanni,
nú starfsmanni í Straumsvík, og
eiga þau þrjú börn; Sigrún, f. 20.8.
1936, húsfreyja í Tástrup í Dan-
mörku, gift Finn Sveinsson, tækni-
manni sjónvarpsins í Kaupmanna-
höfn, og eiga þau tværcjætur; Rann-
veig, f. 14.11.1938, kennari í Reykja-
vík, og á hún einn son; Áslaug, f.
22.3.1941, ritari hjá Samskipum, og
á hún eina dóttur, gift Erlendi Lár-
ussyni, forstjóra Tryggingaeftirlits
ríkisins.
Systkini Kára era: Helga, hús-
freyja í Reykjavík; Höskuldur, nú
látinn, b. á Bólstað í S-Þingeyjar-
sýslu; Hörður, nú látinn, b. í Svart-
árkoti í Bárðardal; Egill, nú látinn,
hreppstjóri í Víðikeri; Kjartan, b. í
Víðikeri; Sverrir, b. í Víðihlíð í Mý-
vatnssveit.
Foreldrar Kára vora Tryggvi
Guðnason, f. 9.11.1876, d. 29.10.1937,
b. í Víðikeri og deildarstjóri KÞ1
Kári Tryggvason.
Bárðardal, og k.h., Sigrún Ágústa,
f. 2.10.1878, d. 1958, húsfreyja.
Ætt
Tryggvi var sonur Guðna, b. á
Brenniási, Sigurðssonar, b. í Stafni,
Sigurðssonar. Móðir Guðna var
Guðrún Tómasdóttir, b. á Kálfa-
strönd, Jónssonar, b. á Kálfaströnd,
Tómassonar, b. á Landamóti, Ólafs-
sonar, prests á Landamóti, Jónsson-
ar, prests á Þóroddsstað, Þorgríms-
sonar, prests á Þóroddsstað, Ólafs-
sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún
Jónsdóttir, ættfóður Mýrarættar-
innar, Halldórssonar.
Sigrún Ágústa var dóttir Þorvalds,
b. í Villingadal í Eyjafirði, Ámason-
ar.
Kári og Margrét veita móttöku
ættingjum og vinum í sal þjónustu-
kjarna Sunnuhlíðar, Kópavogs-
braut 1A, sunnudaginn 23.7., kl.
16.00-19.30.