Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 30
28
ÞJÓÐVILJINN
Jólin 1946
að því væri veitt eftirtekt .Það voru sagðar af honum
sögur, sumar sannar, aðrar ósannar, og það var hlegið að
þeim, því þær þóttu svo skrítnar. Því var talað um hann
hjá ráðherrum og á saumastofum, í fermingarveizlum og
á barnum. Úti á torgunum og lengst inni á afréttum
skemmtu menn sér við frásögur um afrek þessa stórgáf-
aða manns. Menn kepptust um að kunna góða sögu um
Ágúst Albert Júlíuss, sem nú var kominn á föst skálda-
laun, það mátti nú varla minna vera, svo oft höfðu þing-
og menntamálamenn landsins haft ánægju af sögunum,
sem af honum voru sagðar. Það vissu allir að hann var
bezti „sláttumaður" landsins, og það féll nokkurs konar
endurskin af heiðri hans á þá menn, sem urðu fyrir þeirri
náð að láta leika á sig. Þjóðin varð að sjá þenna dýrling
sinn, sem lifði alltaf utanlands, og vinir og vandamenn
buðu rithöfundinum heim, ef hann vildi vera svo lítillátur
að þiggja boðið.
Boðið var þegið, það var mikil gleði hjá frænkunum
gömlu, hjá fjölskyldunni, hjá allri þjóðinni, því er ekki
þjóðin ein f jölskylda ? Allir sem ekki þekktu rithöfundinn,
vildu kynnast honum, og enginn sem kynntist honum
varð fyrir vonbrigðum. Allir urðu vinir hans. Hann skildi
menn, talaði við menn sem sína jafningja, hafði jafnvel
áhuga fyrir velferð þeirra og málefnum. Það var sumar,
og hann ferðaðist um landið þvert og endilangt, varð sól-
brenndur og útitekinn. Honum voru haldnar veizlur. Stúlk-
urnar sögðu að hann væri alveg draumur, menntamenn-
irnir skáluðu við hann, og hann kom þeim í svo gott skap,
að þeir urðu ungir í annað sinn. Það komu greinar um
hann í blöðunum, og hann var ættfærður; foreldrar hans
voru gáfu- og heiðurshjón, og langalangafi hans hafði
verið sýslumaður.
jtíiii svo oarst su stormerkilega fregn út um landið að
einhver ensk auðmannsdóttir hefði tekið Ágúst Albert
Júlíuss, og væri að fara með hann. Þau höfðu kynnzt af
hendingu, og stúlkan varð ástfangin — rithöfundurinn
var ekkert ástfanginn. En hann var alltaf sjálfum sér
samkvæmur, hinn fullkomni og ágæti erindreki kurteis-
innar, siðfágunar og mannúðar. Þegar stúlkan nú elskaði
hann, gat hann auðvitað ekki brotið á móti þeirri ófrá-
víkjanlegu reglu að segja já og hneigja sig.
Og það var haldið dýrlegt brúðkaup, öll litla Reykja-
vík tjaldaði því sem hún átti til ,bærinn hallaði undir
flatt af tómri ánægju — því allt var svo inndælt. Og þeg-
ar skipið lét úr höfn með brúðhjónin innanborðs, þá var
nú margt um manninn á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Það voru bílar hálffullir af blómum, háir svartir hattar,
margir konsúlar og margt margt annað. Skipið losaði
landfestar — það var veifað og vínkað, talað og hlegið —
allir voru ánægðir.
Sólargeislinn þeirra var horíinn.
En við hafnarhúsið stóðu frænkurnar gömlu og veifuðu
vasaklútunum sínum. Þær brostu en brosið var ekki eins
og hjá hinu fólkinu. Þær lutu niður, brosið hvarf — það
komu tár í augu þeirra — þær grétu. Nú var sólargeisl-
inn þeirra horfinn og hann kom aldrei aftur.
Maður nokkur kom inn í bakarí og sagði: — Eg ætla að fá
hálfpund af rottuoitri. — Á ég ekki að setja það í poka? —
sagði afgreiðslustúlkan. — Það er alveg óþarfi, — sagði mað-
urinn, — ég borða það bára hér.
★
Það logblroddi úr eyranu á honum. — Eg beit mig, — sagði
hann. Það getur ekki verið, — sagði læknirinn, — hvernig
getur maður bitið sjálfan sig í eyrað. — Eg stóð á stól, —
sagði hann.
I
L