Þjóðviljinn - 22.12.1946, Qupperneq 33
Jólin 1946
ÞJÖÐVILJINN
31
skyldi hvolfa um leið og hann kennir grunns. Það var því
lífsspursmál að komast sem lengst frá bátnum í fyrstu
atrennu. Hann hleypur nú að stýrinu og stefnir beint á
land. Stór alda tekur bátinn og fleygir á sker og er þá
spölur í sjálfa fjöruna.
Axel hafði hlaupið frá stýrinu fram á og stóð tilbúinn
að stökkva. Var nú ekki eftir neinu að bíða. Hann íleygði
sér allt hvað hann mátti í átt til f jör rnnar, en færðist í
kaf í sjó. Án þess að vita á hvern hátt komst hann þó
gegnum brimskaflinn, þrátt fyrir útsogið, upp í fjöruna
og á sömu stundu bar bát:nn þar að, brotinn í tvennt.
Liðaðist þar afturhlutinn í sundur, á skömmum tíma. Var
þarna fyrir fjara stórgrýtt en allbreið, en yfir gnæfðu
snarbrattií- klettar. Ekki var fært vegna náttmyrkurs og
hríðar að leitast fyrir til uppgöngu. Varð hann því a.ð
láta þarna fyrir berast unz birta tæki, en nú var klukk-
an rúmlega þrjú. Það var til bóta, að norðan við gengu
klettarnir lítið eitt fram og mynduðu var fyrir norðan-
storminum sem fór vaxandi. Var þar skúti einn allstór;
lét Axel þar fyrirberast um nóttina mátti þó enga
stund setjast um kyrrt vegna þess hve kuldi ásótti hann
heiftarlega. Leitaðist hann við að halda á sér hita eftir
mætti, en þrátt fyrir allar tilraunir hans voru fæturnir
dofnir og tilfinningarlausir, eftir að hafa staðið í sjó 9
klukkutíma samfleytt.
Allar nætur líða, þótt langar séu, og svo fór einnig um
þessa. Það fór að birta af degi. Beið Axel þá ekki boð-
anna með að leita að uppgöngustað. Hélt hann fyrst inn
fjöru. Var leiðin seinfarin mjög vegna stórgrýtis og
svellalaga, en allar lireyfingar stirðlegar í gaddfrosnum
klæðum. Gekk hann nú lengi og var hvergi annað að sjá
en hengiflug, gínandi kletta með klakabungum og ís-
drönglum á efstu brún og langt niður í giljaskorurnar. Var
þar engum fært nema fuglum fljúgandi. Eftir alllanga
göngu kom hann að forvaða. Gekk brim þar upp í kletta
og engum fært fyrir. Sneri hann þá við, sömu leið til baka,
og hélt lítið eitt norður fyrir strandstaðinn. Virtist hon-
um þar tiltækilegast að komast upp. Voru klettarnir þar
lægstir, en ofan við þá tóku við brattar skriður. Tókst
honum að komast upp klettana, en þegar upp í skriðurn-
ar kom varð ferðin erfiðari. Tók hann nú að hrapa niður
jafnharðan og hann komst upp, þó aldreí lengra en niður
á klettabrún. Eftir margar tilraunir sneri hann við, komst
með nauðugleika niður og leitaði fyrir sér utar, en allt
fór á sömu leið. Sá hann þá að ekki var nema um tvennt
að gjöra: að láta fyrirberast þarna niðri, eða fara upp
þar sem hann áður hafði reynt. Lagði hann nú enn af stað
suður fjörur, að fyrri uppgöngustaðnum, en ferðin gekk
seinlega vegna stirðleika og kulda. Hafði hann nú með
sér hellustein, fór á solckana sem fyrr og lagði stígvélin
á bakið. Fór nú lengi vel eins og áður, að þá er alllangt
var komið upp, hrapaði hann niður. Það var að því tals-
verð hjálp að sokkarnir voru stamir og frusu jafnvel
lítið eitt við svellið.
Loks komst hann það langt upp að augljóst var, að
hrapaði liann nú hlaut hann að fara alla leið fram af
brún klettanna og niður í fjöru, gat þá ekki verið um ann-
að að ræða cn dauða eða stórkostlega limlestingu. Á slík-
um stundum gcfur lífshvötin mönnum óskiljanlegt afl,
: og svo var þetta skipti. Á hnjám og handleggjum
með fleiðraða fingurgóma og blóð undan nöglum, tókst
honum að skríða síðustu skrefin upp svellaða skriðuna
og upp á bakkann. Þar settist hann niður. Máttfarinn,
•hver taug spennt og hann nötraði allur. Þá var kl. 4 e. h.,
voru liðnir 6—7 klukkutímar frá því hann byrjaði fyrst
að klífa upp bakkann.
Eftir skamma viðdvöl þar uppi hélt hann af stað inn
að Látrum. Gekk það vel. Færð var að vísu þung og fros-
in klæðin gerðu erfitt um allar hreyfingar. Eftir á að
giska tvo tíma náði hann skýlinu á Látrum sem byggt
var vegna leitarmanna á haustin. Er það skúr einn frem-
ur hrjálegur. En nú fannst Axel sem hann væri kominn
heim, því s. 1. sumar hafði hann ásamt fleiri félögum úr
Ólafsfirði, legið þar við meðan þeir heyjuðu Látratún,
en fluttu töðuna þurrkaða til Ólafsfjarðar.
Var nú fyrst fyrir að leita eftir eldsneyti — og lánið
var með: I ónýtum eldspýtnastokki fann hann fimm eld-
spýtur. Þar var og hey sem legið var á um sumarið og
gnægð af spýtnarusli. Gat hann nú kveikt eld. Sótti
vatn í ketil sem þar var og sauð. Drakk liann það af og til
um nóttina, svo heitt sem hann þoldi. Færði hann sig
úr öllum klæðum, öðrum en nærfötum og tókst að þurrka
við ofninn. Sótti þá á liann skjálfti óstjórnlegur, en virt-
ist þó réna í hvert sinn er hann drakk heitt vatnið. Aldrei
fann hann líf eða tilfinningu í fótunum, fremur en áður.
Af og til lagðist hann í heyfletið, en örstutt í einu. —
Úti hamaðist stórhríðin er færzt hafði í aukana um
kvöldið. Það ýlaði og skrækti í skúrnum og stormurinn
þeytti snjóskara á þiljurnar að utan. — Ömurlegur
staður, myndum við segja, sem lágum í hlýjum fletum
heima við rafljós og hitaveitu. En hvað fannst Axel?
Já, ef til vill voru hinir gömlu og góðu Látrabændur þar
á sveimi og þeirra fólk. Hann hugsaði til þeirra sem
þarna hefðu lifað og stritað árum og öldum saman, notið
lífsins og hvílzt af erfiðinu. Margir hafa lifað þar og átt
sína sögu, sem aldrei verður skráð. Nú voru þeir allir sem
gamlir vinir, er hann gjarna vildi sjá. Það myndi draga
úr einverunni. Hvað sem fyrir kæmi nú gæti ekki
fengið hann úr jafnvæginu lengur. — Þannig leið nóttin.
Framhald á bls. 36.