Þjóðviljinn - 22.12.1946, Page 38
36
ÞJÓÐVILJINN
Jólin 1946
CTr ferllafeélt
F'ramhald af bls 29.
Nú vorum við ráðþrota. Virtist æskilegast að liýsa hana
í tjaldinu, en þó voru tormerki á, þar cð dýrið var bæði
biturt og slægt. Því tökum við það ráð að beizla hana
og binda við girðingarstaur. Þegar því var lokið, og við
að nýju komnar í pokana, Martha með reyfarann, ég
að skera upp úr Búlandshöfða í Náttúrufræðingnum, þá
fundum við eins og straum og skjálfta og litum út.
Þar sést til Brýnku með augun lymskulega aftur á baki,
þar sem hún er að læðast eftir skorningum, búin að
nugga útúr sér beizlinu. Við tökum á rás og handsöm-
um hana, og nú er ekkert annað til bragðs að taka, en að
reyra öllum þeim snærum, sem til eru, utanum hana miðja
og binda hana þannig við girðingarstaur. Svo sofnuð-
um við, Martha útfrá reyfaranum, ég frá Náttúrufræð-
ingnum. En næsta morgun, þegar við komum út, er allt
á burt, karl og kýr, Brýnka, stólpinn og girðingin og
sést á eftir öllu draslinu upp Fróðárheiði.
„Hér er við óhreint að eiga“, sagði Martha, „og látum
illyrmið fara. Hún fer þó aldrei lengra en í heimahag-
ana.“
Síðan hefur ekkert til Brýnku spurzt; það er verst
með girðinguna.
D.
að byggjast á jafnræði, sambandi frjálsra borgara. Við
þörfnumst hvors tveggja.
Til allrar hamingju hefur ný tækniframför, svo sem ó-
dýr raforka, skapað okkur það, sem hagnýtan möguleika,
að minnka þjóðfélagsheildirnar.
Þetta virtist ómögulegt fyrir fimmtíu árum, en nú er
svo komið, að fólk með jafn mismunapdi pólitískar
skoðanir og anarkistar og Ford, eru orðnir sammála um
meiri dreifing iðnaðarsvæðanna.
önnur hindrun er hið félagslega ranglæti og misskift-
ing.
Það getur engirin maður orðið ánægður þjóðfélags-
þegn, sem finnur, að þjóðfélagið beitir hann rangindum.
Eftir því sem iðnaiarleg umsvif aukast og verða ein-
staklingunum óháðari, —því sannara reynist okkur þetta.
í litlum verksmiðjum, þar sem vinnuveitandi og vinnu-
þegi þekkjast og ástandið nálgast fjölskyldufyrirkomulag,
þá mun vinnuþeginn samþykkja, án nokkurs árangurs,
stórum meira ójafnrétti heldur en félagar hans í stórum
nýtízkuverksmíðjum.
Á. J. þýddi.
Framhald af bls. 31.
Eftir að birta tók fór hann oft út og gáði að bátsferð-
um, ef einhverjar væru. En ekkert sást né heyrðist. Veð-
ur var þá orðið sæmilegt en gekk á með dimmum éljum.
íhugaði hann nú ráð sitt. Leitarbáta var hvergi að sjá,
cn hver dagur var dýrmætur og gat kostað lífið. Ef hann
nú legðist veikur, fengi lungnabölgu, eða kvalir í fæt-
urna svo hann ekki gæti gengið, var útlitið slæmt. Það
gat líka farið svo, að þótt bátar yrðu hans varir næsta
dag — jafnvel síðar á þessum degi, að þá yrði hvergi
lendandi þarna. Um mat var hvergi að ræða. Það var
því vart um aðra leið að ræða en þá, að leggja af stað til
mannabyggða, en það er óravegur og talinn nær ófær
kunnugum mönnum að vetrarlagi.
Þegar klukkan var orðin 9 og enginn bátur sást, lagði
Axel af stað. Færð var all þung og eftir hádegi brast á
með norðan kafaldshríð. Víða á leiðinni urðu fyrir djúp
gil og ófær; varð hann því að fara langar leiðir upp fyr-
ir þau. Víða voru hengjur í brúnum en harðahjarn var
undir og því snjóflóða von. Þar sem mjög var blindað
hafði hann það ráð að kasta snjókúlum fram af og niður
í gilin, birti þá svo í kring að hann sá að víða var þar
ófært. Á einum stað var þó verst yfirferðar, en það var á
svonefndum Kleifum. Er af þeim sem til þekkja talið
með öllu ófært þar yfirferðar öðrum en vel kunnugum
mönnum með góðan útbúnað. Það kom líka í ljós að hann
hafði farið villt: neðan við klettabeltin, þar sem enginn
veit til að maður hafi farið áður. Enda segir Axel svo frá
að yfir þann kafla leiðarinnar hefði hann engan viljað
með sér hafa.
Loks, eftir 7 klukkustunda ferð, sá hann vindrafstöð-
ina og síðan þakið á íbúðarhúsinu á Svínárriesi, yzta
byggða bænum á Látraströnd, skammt utan við Grenivík.
Er það ekki að orðlengja að á þeim bæ var honum tekið
með afbrigðum vel og að honum hlúð á allan hátt. En
nokkru eftir að hann kom undir sængur fór verkur að
gera vart við sig í fótiinum og fór vaxandi. Var þá ráð-
gert að senda 14 ára stúlku, elzta barnið, eftir lækni að
Grcnivík, því bóndi var ekki heima. Heyrðist þá skipsflaut
undan bænum og var þar kominn vélbáturinn Villi af
Siglufirði, sem leitað hafði með austurlandinu þá um dag-
inn. ... Var nú læknirinn sóttur á bátnum; bjó hann um
fætur Axels og hendur, gaf honum deyfilyf og var hann
að því búnu fluttur um borð og haldið til Ólafsfjarðar.
Kom báturinn þangað kl. 2 um nóttina, — og er þar með
lokið hinni löngu hrakningaför, sem fullyrða má að ekki
einn af þúsundi hefði staðizt.
<