Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 45
Jólin 1946
ÞJÓÐ VILJINN
43
Miarald Engberg:
HERMANN HESSE
Hér fer á eftir útdráttur úr grein, sem birtist í Pólitik-
en 15. nóv. sl. um rithöfundinn Hermann Hesse, er fckk
Nóbelsverðlaunin á þessu ári.
Hermann Hesse, þýzk-svissneskur rithöfundur, hefur í
þetta sinn fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. Þetta mun
koma mörgum á óvart, en þó er engin ástæða til að furða
sig á þessari ráðstöfun. Hermann Hesse hefur aldrei hlot-
ið verulega skáldfrægð. Það getur ekki heitið að rit hans
hafi verið þýdd á ensku. Enda hefur hann aldrei sótzt
mikið eftir því að láta sín víða getið. Hin untfangsmiklu
ritverk hans eru heimur út af fyrir sig. Þar er hann sjálf-
an að finna, og hvergi nema þar. Að hefja að lesa sögur
hans er því líkt sem að ganga utan frá af björtu torgi
inn um veglegt hlið gamalt, en innan hliðsins ilmar og
grær af hugþekkum þýzkum skáldskap frá 19. öld önd-
verðri: Eichendorff, Novalis, Hölderlin, garðurinn er að
vísu í fornum stíl, en þó er hér gott að dveljast, dagarnir
fullir af blessuðum friði, þys og erill lífsins víðsfjarri,
en vaxtarskilyrðin fyrir hið óforgengilega, sem uppiheld-
ur vorri ævafornu siðmenningu, hin .ákjósanlegustu. Sjálf-
sagt hefur það vakað fyrir verðlaunanefndinni að vekja
athygli heimsins á þessu hinu gamla góða Þýzkalandi
sem nú á sér aðeins tvo fulltrúa á lífi, Thomas Mann og
Hermann Hesse.
Hesse fæddist árið 1877 í Calw í Wittemberg, en þó er
hann ekki Þjóðverji. Þjóðernishyggja er honum eitur í
beinum, svo sem aðrar hinar lítilmótlegu hégiljur, sem
vaðið hafa uppi nú um hríð. Hann braut af sér fjötra
þess svartaskóla, sem ætlaði að ala hann upp til prests-
skapar, varð vélfræðingur og síðar bóksali í Basel og
Tubingen. En hugurinn var allur við bókmenntir og lista-
sögu og Italía varð honum annað föðurland. Árið 1912
settist hann að í Sviss og býr nú í Montigude, skammt
frá Lugano. Þó er hann ekki heldur Svisslendingur. Hann
telur sig heimsborgara, föðurlönd segist hann eiga mörg.
Einstaklingshyggja þessa einstæða manns hefur aldrei
sýkst af sjálfsdýrkun. Thomas Mann hefur kallað sig
fulltrúa Goethes, en Hesse er hins vegar yfirlætislaus,
svissneskur alþýðumaður. Og Thomas Mann sýnir okkur
þrátt fyrir allt ekki annað en linignun mannlífs í borgum,
en skáldskapur Hesse er jafn ferskur og heilnæmur og
landið sem hann lýsir.
Síðan fyrsta bók hans „Romantische Lieder“ kom út
1898 Jiefur skáldskapur hans svarið sig í ætt við hinn
bezta kveðskap frá blómaskeiði þýzkrar ljóðlistar, án
þess þó að hægt sé að bregða honum um eftiröpun, af
svo hreinum málmi er hans ágæta lyrik. Það er einmitt
orðsnilldin, sem heillar lesandann, tónlist orðanna og blæ-
brigði frásagnarinnar. Það voru einkum landslagslýsing-
arnar í bókinni „Peter Camenzind" (1904), sem öfluðu
henni vinsælda. En þessi þroskasaga, sem innibindur svo
mörg atriði úr ævi hans sjálfs og þroskaferli, allt frá
ánauð latínuskólans til lausnar hins fulltíða skálds, en
hér er einkum gerð grein fyrir þeim vanda, að vera barn
í höndum heimskra foreldra og kennara. Endurminningar
hans frá hinum erfiðu bernskuárum eru framúrskarandi
skýrar og hafa laðað margan unglingínn að þessari bók,
þar sem hann hefur fundið hugsvölun í samtali við eldri
og reyndari vin.
Viðbragð Hermanns Hesse við hinni fyrri heimsstyrj-
öld, þessari ljótu heimsku, var slíkt hið sama og Romains
Rollands og annarra friðarvina. Ritgerð hans, O, Freunde,
nicht diese Töne, er hann lagði sig fram af heilum hug
til að stöðva vitfirringuna, er mönnum enn í minni. Hon-
um varð svo mikið um stríðið, að hann beið þess ekki
bætur fyrst um sinn. Það sést af sögunni „Demían", sem
kom út árið 1919 og sýnir ljóslega hina liættulegu upp-
lausn, sem sigldi í kjölfar stríðsins. En þó ber sagan vitni
um þá trú og von, að upp af hörmungunum muni spretta
ný samhjálp og samvinna.
IHesse gerði á þessum árum örvinglaðar tilraunir til að
brjótast út ar rústum og ösku hins hrunda heims. Ein-
staklingshyggja hans sjálfs birtist í bókinni „Zarathustx-
as Widerkehr“ (Endurkoma Zaraþústra), en þó sneiðir
hann lijá hinum sjúklegu öfgum í hugsjónum Nietzsches.
í bókinni „Síðasta sumar Klingsors” birtist í gervi hins
frá sér numda skálds hið æsta og óþolsfulla, en þó útkuln-
aða sálarlíf eftirstríðstímans. En svo fann hann sér stað-
festu í austurlenzkri lífsspeki bókarinnar „Siddharta“, og
þar tekst honum að leiða lesandann með sér út úr tímans
vanda og ærandi erli, svo að jafnvel hinum trúlausasta
finnst hið eilífa land nær en nokkru sinni fyrr.
Fólkið sem Hermann Hesse lýsir í sögum sínum er
heldur hlutlausar persónur, honum geðjast ekki að dugn-
1— aðarforkum. Hinn íhuguli auðnuleysingi er hans maður.