Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 46

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Síða 46
44 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 Lltbrlgði jar&arinsMiF Pramhald af bls. 6. aflagazt, varpaði hún öndinni og leit spyrjandi á pilt- inn, eins og hún ætti von á því, að hann tæki til máls. Pilturinn þagði. Hún horfði á gulbrúna ásana í landareign föður síns og hlustaði nokkra stund á kvakið í helsingjunum uppi í loftinu og angurblíðan niðinn í ánni, en grænleiti kembingurinn í augum hennar virtist dekkri en áður, það hvarf einhver speglun úr svipnum, brosið á vörunum dró sig í hlé og spékopparnir urðu flatir og grunnir. Jæja, það er víst bezt fyrir mig að halda heimleiðis, andvarpaði hún að lokum og sýndi á sér fararsnið. Sagðistu ekki ætla að reiða torf á klárnum? Jú, svaraði hann. Eg er búin að tefja þig alltof lengi, sagði hún og rétti honum höndina, sterka og hlýja. Eg þakka þér kærlega fyrir flutninginn yfir ána. Hesse er eftirgrennslarinn af guðs náð. Gerhygli hans nær hámarki í bókinni „Der Steppenwolf” (Úlfur stepp- unnar); sem lýsir hinum fædda utangáttamanni, sem reynir af alefli að verða sem aðrir menn, en lukkast aldrei að njóta sín í þjóðfélaginu. Líkt efni tekur hann svo til enn rækilegri meðferðar í hinni stóru skáldsögu „Narziss- us und Goldmund“. Hér lýsir hann þeim vanda, sem af því hlýzt, er andi og hold geta ekki komið sér saman, per- sónugervingur hins síðara er nautnaseggurinn Goldmund, en hins fyrra meinlætamaðurinn Narzissus, sem er sífellt að skoða sjálfan sig. Hér er gerla hugað að þeím vanda, sem dýpst hrjáir sálarlíf mannsins, togar það til tveggja skauta, því að ekki verður bæði sleppt og haldið. Aftur lifði hann það, að sjá syrta yfir. Þýzkir æsku- menn sneru sér til hans í nauðum sínum og báðu hann náðar og ásjár. Síðasta stórvirki hans heitir „Das Glas- perlenspiel" (Glerperluleikurinn), en þar er sagt frá útopiskum heimi, Kastalíu, ríki andans, þar sem menn temja sér göfgun hugarfarsins og ástunda að vitkast. Og þó er bókin beizk ádei'a á þá vondu þjóðfélagsskipun, sem afskræmir þegna sína. Vonandi verður það til að kynna Hermann Hesse fyrir mörgum manni að hann fékk Nobelsverðlaun. Því það sem oss vanhagar um, er sú athygli, sem hann sjálfur segir um, að hvorki sé rannsókn né gagnrýni, heldur alúð. Og þetta er það sem er aðall hans. Fríða Einars íslenzkaði. Það er ekkert að þakka, tautaði hann í hálfum hljóðum. Eg hefði líklega dottið í strauminn og kannski drukkn- að, ef þú hefðir ekki komið til mín, sagði hún þakklát og þrýsti fingur hans í kveðjuskyni. Eg skal einhvern- tíma gefa þér gott kaffi í staðinn! Síðan gekk hún léttfætt upp frá árbakkanum; en þegar hún var komin að bungunni á ásnum, þar sem lyngið roðnaði og gulnaöi eins og eldur, sneri hún sér við og veifaði pinklinum sínum: Veiztu, hvað ég var að hugsa? Nei, kallaði hann á móti. Eg vil ekki segja það! Reyndu að lesa! kallaði hún gáskafullum rómi og hreyfði hægri liöndina nokkrum sinnum, eins og hún væri að skrifa eitthvað í loftið, en hélt því næst áfram án frekari skýringa, leit ekki um öxl og hvarf bak við lyngrauðan ásinn, um leið og pilturinn greip í faxið á Grána gamla og bjó sig undir að fara aft'ur yfir ána. Hann hafði stöðugt ákafan hjartslátt og heyrði rödd Sigrúnar Maríu hljóma í eyrum sér, káta, hláturmilda og ögrandi, skynjaði jafnvel návist hennar ennþá og fann hitann frá skrautprjónuðu peysunni leggja gegn- um sig og sameinast regnbogamóðunni í brjóstinu eins og geisli dögg. En þegar hann var kominn yfir ána, kominn spölkorn út á móana hinumegin, sá hann skyndi- lega að jörðin hafði breytzt. Jörðin var ekki framar haustjörð, brúngul, silfurgrá, bleik og rauðleit, — hún var græn, hvanngræn og ljós- græn, alsveipuð þunnri slikju, vorléttri gróskuslikju, eins og um óttuskeið snemma á sólmánuði, en yfir henni allri hvíldi einhver kyrrð og helgi, sem vakti bæði lotningu, eftirvæntingu og gleði. Hann horfði undrandi í kringum sig, horfði yfir þessa nýfæddu, grænu jörð, sem virtist tala til hans á máli þagnar og leyndardóms, sefa hjartslátt hans og hvísla að honum í sífellu: Eg breyttist vegna þín, vegna ykkar, því að enginn fær að sjá mig, nema. þú, — nema þið. Skiþstjóri: Þetta er vonlaust. Skipið er' dauöadæmt. Eftir klukkustund verðum við öll dáin. Sjóveikur farþegi: Ekki fyrr? ★ Dómari: Lögregluþjónninn segir, að þér hafið hæðzt að honum! Ekill: Það er misskilningur_ Hann talaði við mig eins og konan min er vön að tala, og ég gleymdi mér og sagði: já, eiskan.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.