Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Side 36
« erlendar fréttir
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
Þegar tveir mánuðir eru til for-
setakosninganna í Rússlandi, sem
haldnar verða 16. júní, er kommún-
istinn Gennady Zjúganov með ör-
ugga forustu í skoðanakönnunum
og talinn langsigurstranglegastur.
Zjúganov, 65 ára og fyrrum kenn-
ari, hefur mælst með um 25 pró-
senta fylgi i flestum skoðanakönn-
unum á þessu ári. Borís Jeltsín for-
seti er næstur honum en hann
mældist síðast með 18 prósenta
fylgi, hefur sótt á síðan í janúar.
Aðrir, eins og þjóðernissinninn Vla-
dimir Zhírínovskí og Míkhaíl Gor-
batsjov, fyrrum forseti Sovétríkj-
anna, mælast með mun minna fylgi
og mrmu vart ógna hinum tveimur
fyrstnefndu. Almennt er álitið að
forsetakosningamar verði einvígi
milli Zjúganovs og Jeltsíns.
Eftir nokkurra ára umbótatíma-
bil í fyrrum Sovétlýðveldum kann
Framboðsgögn einungis fjögurra frambjóðenda í rússnesku forsetakosningunum hafa verið tekin gild
en 11 aðrir frambjóðendur fá að vita á næstu dögum hvort þeir uppfylla skilyrði til framboðs.
Boris Jeltsín, 65 ára
Á litlum vinsældum að fagna og
þjáist af hjartveiki. Vonir Jeltsíns
um endurkjör byggjast á að
stríðinu í Tsjetsjeníu Ijúki og að
koma á nánari tengslum fyrrum
Sovétlýðvelda.
Vladimír Zhírínovskí, 49 ára
Leiðtogi þjóðernissinna. Stefna
hans er blanda þjóðernishyggju,
lýðskrums og útlendingahaturs.
Slagorð eins og Ódýrt vodka
handa öllum tryggði flokki hans
annað mesta fylgið í
þingkosningunum 1993 og þriðja
mesta fylgið 1995.
Gennady Zjúganov, 51 árs
Leiðtogi Kommúnistaflokksins
kennir umbótastefnu Jeltsíns um
aukningu glæpa og spillingar.
Hann vill frjálsa sameiningu
fyrrum Sovétlýðvelda, endurreisn
Sovétríkjanna, og aukin afskipti
ríkisins af helstu atvinnugreinum.
Míkhafl Gorbatsjov, 65 ára
Fyrrum forseti, sem lauk valdaferli
sínum með hruni Sovétríkjanna,
gerir nú tilraun til endurkomu á
æðstu valdastöðum. Barátta hans
byggist á kröftugri andstöðu við
stefnu Jeltsíns.
REUTERS
samsæri sem ætlað var að eyði-
leggja Sovétríkin. Loks sagði hann
að rússneskir fjölmiðlar iðkuðu
samsæri gegn sér.
Fæstir skrifa undir tvær fyrst-
nefndu fullyrðingar Zjúganovs en
hann þykir hafa nokkuð rétt fyrir
sér varðandi þá síðustu.
Rússneskir fjölmiölar hafa huns-
að kosningabaráttu Zjúganovs og
fjalla nær eingöngu um Jeltsín sem
breiðir úr sér á skjánum og á síðum
blaðanna upp á hvern dag. Fjöldi
starfandi blaða- og fréttamanna
taka lítið mark á því þótt Zjúganov
tali um málfrelsi. Óttast þeir rit-
skoðun og strangt eftirlit ríkisins
með starfsemi fjölmiðla. En þögnin
er tvíeggjað vopn og getur snúist í
höndum þeirra. Því án náinnar um-
fjöllunar um kosningafundi Zjúga-
novs og þess aðhalds sem henni
fylgir getur hann hagrætt og falsað
Kommúnistinn Gennady Zjúganov með öruggt forskot á aðra f orsetaf rambjóðendur í Rússlandi:
K
J
!
!
að skjóta skökku við að kommúnisti eins og
Gennady Zjúganov skuli hafa jafn mikið fylgi
og skoðanakannanir benda til. En forsmekk-
urinn af velgengni þarf þó ekki að koma á
óvart þar sem kommúnistar unnu stórsigur í
þingkosningunum í desember.
fréttaljós
á laugardegi
Zjúganov virðist eiga sér breiðan hóp stuðn-
ingsmanna, ekki sist til sveita, sem eiga það
sammerkt að vera orðnir örþréyttir sársauka-
fullum aukaverkunum efnahagsumbótanna,
óstöðguleika, örbirgð, glæpum og spillingu. Sá
hópur er stór sem finnst hann svikinn af lof-
orðum um þjóðfélag allsnægtanna og hafnar
umbótum Jeltsíns. Zjúganov hefur sáð í þenn-
an akur og kennir umbótastefnu Jeltsíns um
allt sem miður hefur farið frá falli Sovétríkj-
anna.
Miðstýring
og ritskoðun
Þegar Zjúganov hleypti kosningabaráttu
sinni af stokkunum hafði hann ekki sett sam-
an stefnuskrá en boðaði fljótt stefnuskrá
sem yrði nægilega frumstæð til að
allir skildu hana. Fréttir af
kosningaferðum Zjúganovs
gefa nokkuð skýra hug-
mynd um hvað hann ætlast
fyrir nái hann kjöri.
Á kosningafundi, sem
Zjúganov hélt í Smolensk á
dögunum, voru salarkynn-
in skreytt táknum sem
minntu á daga Sovétstjórn-
arinnar. Þannig skrýddi
risastór lágmynd af Lenín
sáluga rauð tjöld í einum
enda salarins meðan raðir
rauðra fána með ísaumuð-
um hamri og sigð héngu
yfir fundarmönnum í hin-
um endanum.
Zjúganov fór ekki í nein-
ar grafgötur með að hann
ætlaði sér að endurreisa
mikilvægustu þætti Sovét-
skipulagsins. Um endur-
reisn sjálfra Sovétríkjanna
sagðist hann vilja „frjálsa
sameiningu fyrrum Sovét-
lýðvelda". Boðaði hann
miðstýrt efnahagskerfi,
stórauknar hömlur á prent-
frelsi og stöðvun á viðskipt-
um með landareignir.
Hann sló einnig á þjóðern-
isstrengi í hjörtum áheyrenda, mælti gegn
innflutningi erlendra vara og talaði um stjóm
Jeltsíns sem hóp manna sem hötuðu Rúss-
land. Zjúganov sagðist
einnig ætla að
ná aftur um
200 millj-
örðum
Bandaríkjadala sem fluttir hafa verið úr landi
og væru geymdar í erlendum bönkum.
„Það virðir enginn Rússneska sambands-
ríkið lengur,“ sagði hann og kreppti hnefana.
Þegar hann talaði um miðstýrt efnahagslíf
og framtiðarskipulag þess stundi einn áheyr-
enda í salnum: „Ó, nei. Ekki flmm ára
áætlanimar aftur. Ég hlýt að vera að
missa vitið.“
En meðan Zjúganov höfðar til von-
svikins almúgans vekur hann ugg
meðal hinna ríku. Þúsundum
saman undirbúa þeir landflótta
verði hann kjörinn. Er mikil
gróska í folsun pappíra sem
þarf til brottflutnings og fjöldi
sæta er bókaður með flugvélum
frá landinu eftir kosningarnar í
sumar.
Á kosningafundi i Síberíu sagði
Zjúganov að Stalín hefði virt rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjuna í hjarta
sínu og að fyrir 20 árum
hefði bandaríska leyni-
þjónustan,
CIA, skipu-
lagt
Hunsaður
af fjölmiðlum
Zjúganov fer ekki í neinar grafgötur með að hann ætlar sér að endurreisa mikilvægustu þætti Sovétskipulagsins og
segir einnig að hann vilji frjálsa sameiningu fyrrum Sovétlýðvelda. Boðar hann miðstýrt efnahagskerfi, stórauknar
hömlur á prentfrelsi og stöðvun á viðskiptum með landareignir. Símamynd Reuter
staðreyndir að vild, eins og dæmið hér að ofan
um Stalín þykir sýna.
Boðar riftun
alþjóðasamninga
Velgengni Zjúganovs veldur verulegum
áhyggjum á alþjóðavettvangi. Ekki aðeins
vegna þess að hann virðist ætla að stöðva
framgang þeirra efnahagsumbóta sem komið
var á eftir hrun Sovétríkjanna heldur vegna
þess að hann íhugar að segja upp alþjóðlegum
samningum sem hafa verið „ólöglega undirrit-
aðir“ að hans sögn. Zjúganov hefur ekki sagt
hvaða samningar eru honum þyrnir í augum
en hefur greint frá því að kommúnistar séu
ekki ánægðir með að rússneski minnihlutinn
í Eistlandi, sem er fyrrum Sovétlýðveldi, hafi
ekki möguleika á að tala eigið tungumál eða
gera tilkall til eigna sinna.
Zjúganov hefur einnig áhyggjur af stækkun
NATO með mögulegri innlimun fyrrum
bandamanna Sovétrikjanna í Austur-Evrópu-
löndunum. Segir hann að aðstoð vesturveld-
anna við fyrrum austantjaldsríki megi ekki
felast í stækkun hemaöarbandalaga.
Varhugaverðir vinir
Val Zjúganovs á lagsmönnum í kosninga-
baráttunni veldur einnig áhyggjum en hann
virðist leita hvert sem er eftir stuðningi. Með-
al stuðningsmanna hans er Aleksander
Rutskoi, fyrrum forsætisráðherra og einn
þeirra sem stjómaði byltingartilrauninni við
þinghúsið í Moskvu 1993.
Harðlínumenn í stuðningsliði Zjúganovs
hafa komið af stað ótta um enn meiri óstöðug-
leika og ofbeldi. En Zjúganov þykir hafa höfð-
að sérstaklega til ofheldisaflanna með því að
hafna jafnaðarstefnu að evrópskri fyrirmynd.
En Zjúganov fagnar stuðningi úr fleiri her-
búðum en gamalla kommúnista og þjóðernis-
sinna. Fjöldi þekktra listamanna hefur lýst
yfir stuðningi við Zjúganov í veikri von um að
ávinna sér aftur þau forréttindi sem þeir nutu
á tímum Sovétstjórnarinnar. í dag verða þeir
að berjast fyrir sínu við aðstæður stöðgra
pólitískra og efnahagslegra breytinga. Haft er
eftir nokkrum þessara listamanna að þeir hafi
ekki verið hrifnir af kommúnistaflokknum
þegar hann sat einn að völdum en þeim finnst
Zjúganov vera eini frambjóðandinn sem geti
bjargað Rússlandi frá hörmungum. „Við vilj-
um ekki afturhvarf til fortíðar heldur viljum
við vera örugg um framtíð okkar."
Þó Zjúganov þykir ekki hafa mikla úter
un hefur hann stuðning eins best skipuic^
stjórnmálaafls í Rússlandi. En það er allt ann-
að en friður meðal sundurleits hóps liðs-
manna hans. Ágreiningur ýmiss konar og
vanhugsaðar yfirlýsingar hafa spillt friðnum í
herbúðum hans. Sundurlyndið getur orðið
honum dýrkeypt á ögurstundu.