Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
fréttir_
Loftur Árnason hjá ístaki hf. um vinnu við Hvalíj arðargöngin:
Menn ekkert hræddir
viö að vinna í göngunum
- minni vatnsþrýstingur í Hvalfirði en viogerð Vesty arðaganganna
„Ég hef ekkert orðið var við að
menn væru hræddir við að vinna
við gerð Hvalfjarðarganganna,
hvorki þeir sem sóst hafa eftir
vinnu hjá okkur né strákamir sem
unnu hjá okkur fyrir vestan. Menn
horfa að vísu á hafið yflr sér í Hval-
fjarðargöngunum. En ég get upplýst
að við gerð Vestfjarðaganganna vor-
um við miklu dýpra í jörðinni og
með miklu meiri vatnsþrýsting yfir
okkur,“ sagði Loftur Árnason, hjá
ístaki hf., í samtali við DV.
Því hefur verið haldið fram að
menn séu hræddir við að vinna í
Hvalfjarðargöngunum, einkum þeg-
ar þau verða komin nokkuð á veg.
En samkvæmt því sem Loftur segir
er svo ekki.
„Við gerð Hvalfjarðarganganna
förum við ekki nema 160 metra und-
ir vatnsyfirborðið en fyrir vestan
fórum við allt að 500 metra undir
hæsta yfirborð. Þar að auki var
vatnsþrýstingurinn þar sem svarar
300 metra vatnssúlu vegna þess hve
langt niður i grunnvatninu var unn-
ið. Þess vegna er mun minni vatns-
þrýstingur í Hvalfirði en var fyrir
vestan eða um það bil helmingi
minni en við mældum þar,“ segir
Loftur.
Hann segir að við gerð ganganna
bori menn könnunarholur fram fyr-
ir sig þannig að menn vita alltaf út
í hvað þeir eru að fara.
„Ef það eru einhver vandamnál
með leka eða annað slíkt þá dælum
við sementi í bergið til þéttingar.
Við höldum aldrei áfram fyrr en við
erum öruggir um að bergið sé orðið
þétt. Sums staðar lekur ekki og þar
þarf ekki að dæla sementi," sagði
Loftur Árnason.
Hann benti á í lokin að Hvalfjarö-
argöng ættu sér andstæðinga sem ef
til vill vildu að menn væru hræddir
við að vinna í göngunum. -S.dór
Handalögmál
viö Skaftárbrú
- tveir handteknir
Tveir menn um þrítugt voru
handteknir við Skaftárbrú í
fyrrakvöld, grunaðir um ölvun-
arakstur. Lögreglan í Vík segir
að mennirnir hafi keyrt út af við
brúna og fest bíl sinn þar. Þeir
reyndu að komast burt á hlaup-
um en þrír lögreglumenn og
bóndi stöðvuðu þá. Mennimir
veittu þá viðnám og voru hand-
teknir í kjölfarið. Tekin voru
blóðsýni og málið er í rannsókn.
Mennimir era báðir úr Reykja-
vík.
-RR
Tónleikar
á Norðurlandi
Smuguveiðar aö hefjast
- nálægt fimmtíu skip fara trúlega ef eitthvaö veiöist
Togarinn Hegranes frá Sauðárkróki er einn þeirra togara sem er að undirbúa brottför í Smuguna og þar er meining-
in að salta aflann. Matthías Angantýsson verkamaður er hér að vinna við að taka salt um borð í Hegranesið á Sauð-
árkróki en skipið leggur af stað á mánudaginn.DV-mynd DV-mynd ÞÖK
Uppbætur lækkaðar hjá elli- og örorkulífeyrisþegum:
Mega hafa sjötíu og fimm
þúsund í laun á mánuði
- og eiga eiga 2,5 milljónir í peningum og verðbréfum
Smuguveiðamar era að hefjast.
Sindri frá Vestmannaeyjum er kom-
inn í Smuguna en var ekkert farinn
aö afla i gær. Þá vora þrír togarar á
svæðinu og tíu rækjuskip. Mörg
skip til viðbótar eru að tygja sig til
brottfarar.
Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ
er Siglir frá Siglufirði til dæmis á
leiðinni, tveir Grandatogarar ætl-
uðu í vikunni, einnig Hringur frá
Grundarfirði og Breki VE fer á
næstunni.
Orðið getur um að ræða 45-50
skip ef eitthvað veiðist. Um helm-
ingur skipanna verður frystitogar,
fáir ísfisktogarar, sennilega innan
við tíu, en mikið er að aukast að
salta aflann.
Stefnir frá ísafirði fer trúlega úm
miðja næstu viku en verið er að
gera hann kláran fyrir saltfisk.
„Við verkum eingöngu í salt núna
en það höfum við ekki gert í Smugu-
veiðum áðúr. 'ísfisktogararnir era
bundnir við að vera akki lengur en
svona fjórtán daga en með því að
verka í salt lengjum við túrana upp í
um tuttugu daga,“ sagði Björgvin
Bjamason, framkvæmdastjóri íshús-
félags ísfirðinga.
Frystitogararnir geta hins vegar
verið tvo til þrjá mánuði í hverri
veiðiferð.
-ÞK
Vill láta loka gæslu-
velli á Skaganum
DV, Akranesi:______________
Nýverið heimsótti Herdís
Storgaard, fullrúi Slysavarnafélags-
ins, Akranes og skoðaði nokkrar
lóðir, gæsluvöll og dagheimili. Hún
tók út lóðir og húsnæöi Garðasels
og Vallarsels. Einnig skoðaði hún
lóðir á Akraseli, Bakkaseli og lóðir
Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
Við þessa athugun kom í ljós að
leiktækin á Akraseli og Bakkaseli
eru flest ónýt og gæsluvellinum vill
Herdís láta loka. Leiktækin era
ónýt og jarövegurinn vonlaus. Þá
setti Herdís spurningarmerki við
staðsetningu nýja leikskólans við
Laugarbraut m.a. vegna mikillar
umferðar við kirkjuna. Búist er við
að rætt verði um málið í bæjarráöi
næstu daga. -DÓ
Samstaða um
Ólaf í embætti
DV, Húsavík________________
í Víkurblaðinu sl. fimmtudag gaf
að líta heilsíðu með mynd af Ólafi
Ragnari Grímssyni þar sem 24 fyrir-
tæki tóku sig saman og skrifúðu
undir áskoran til landsmanna um
að standa saman um embætti for-
seta íslands um leið og þau óskuðu
honum velfarnaðar í starfi. -AGA
Breytingar á uppbót elli- og ör-
orkulífeyrisþega taka gildi um
næstu mánaðamót. Fólk má eiga 2,5
milljónir i peningum og verðbréfum
og hafa heildartekjur, að meðtöld-
um bótum almannatrygginga, undir
75 þúsund krónum á mánuð til að fá
uppbótina óskerta, fari það yfir
þessi mörk er uppbótin skert.
„Uppbætur vora lækkaðar í janú-
ar í vetur hjá elli- og örorkulífeyris-
þegum. Við reyndum að fá þetta
leiðrétt og það endaði með því, eftir
setu á mörgum fundum, að við gát-
um haldið þessu inni. Lengra
komumst við ekki og erum sáróá-
nægð með þetta. Ætlunin er að end-
urskoða þetta og viðræðum var lof-
að í haust,“ sagði Guðríöur Ólafs-
dóttir, formaður Sjálfsbjargar og
framkvæmdastjóri Félags eldri
borgara.
Hún sagði að starfsmenn hjá
ráðuneytinu hefðu fullyrt að ekki
hefði verið endurskoðað hvort
tekjuviðmiðun hefði breyst hjá fólki
og dæmi væru um að tekjur hefðu
hækkað án þess að bótaupphæð
hefði breyst.
„Þessar bætur eru allt að 8 þús-
undum á mánuði og ætlunin er að
afnema þær alveg hjá sumum en
lækka hjá öðrum," sagði Guðríður.
Fólk þegar byrjað að hringja
Óánægja er meðal elli- og örorku-
lífeyrisþega með þessi mál að sögn
Guðríðar.
„Fólk er þegar byrjað að hringja í
okkur vegna skerðingarinnar og við
munum skoða málið og taka á því
áður en kemur að gerð fjárlaga fyr-
ir næsta ár. Það er svo margt í
þessu sem þarf að endurskoða,“
sagði hún enn fremur.
Ásgerður Ingimarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins,
tók í sama streng.
„Mér list náttúrlega ekki vel á
þetta og við erum að skoða þetta. Ég
held satt að segja að þetta geti kom-
ið sér illa fyrir marga og það kemur
sér verst fyrir þá sem hafa einhvem
lífeyrissjóð. Fólk er að koma til okk-
ar, það byrjaði um leið og það fékk
bréfin. Mér finnst eins og verið sé
að refsa þeim sem voru búnir að
vinna sér inn lífeyrissjóðsréttindi,"
sagði Ásgerður.
Samráð við samtök
bótaþega
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, sagði aö miðað hefði
verið viö, þegar reglugerðin var
smíðuð, að vera nálægt lægstu laun-
um.
„Þetta var unnið í samstarfi við
samtök bótaþeganna og reynt að
hafa samráð eins og frekast var
unnt um innihald reglugerðarinnar.
Niðurstaðan var sú að þetta væri
eitthvað sem væri skynsamlegt og á
sama tíma var reynt að bæta hag
þeirra sem verst voru settir. Það fór
mikil vinna í að reyna að gera þetta
í eins góðu samráði og hægt var og
menn skildu sáttir.
Tilgangurinn var ekki að spara
heldur að tryggja að þeir verst settu
fengju uppbót," sagði Davíð.
-ÞK
Þrennir tónleikar verða haldnir á
Norðurlandi næstu daga þar sem
flutt verða 17 lög Atla Heimis
Sveinssonar við ljóð Jónasar Hall-
grímssonar. Flytjendur eru Signý
Sæmundsdóttir, sópran, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Hávarður
Tryggvason, sem spilar á kontra-
bassa, Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir píanóleikari og Sigurður Ingvi
Snorrason sem leikur á klarinett.
Tónleikamir verða á sunnudag-
inn í Húsavíkurkirkju, mánudaginn
í Bakkakirkju í Öxnadal og í Grund-
arkirkju í Eyjafjarðarsveit á þriðju-
daginn.
Hagnaður
27 milljónir
DV, Suðumesjum______________
Á aðalfundi Sjúkrahúss Suður-
nesja og Heilsugæslustöðvar Suður-
nesja nýlega voru ársreikningar
stofnananna lagðir fram en þeir
hafa verið samþykktir af stjómar-
mönnum. Fram kom hjá Jóhanni
Einvarðssyni framkvæmdastjóra að
halli á SHS hefði verið rúmlega 8,6
milljónir króna en á HSS varð rúm-
lega 26,7 milljóna kr. hagnaður.
Anna Margrét Guðmundsdóttir,
formaður stjórnarinnar, sagði frá
skýrslu Ríkisendurskoðunar og
benti á að álag á starfsmenn SHS
væri 7 sinnum meira en hjá saman-
burðarsjúkrahúsum í skýrslunni.
Hún sagðist vona að grunnur fjár-
magns til SHS yrði endurskoðaður.
-ÆMK
Grænmetissalan
Enn ein-
hverjar
væringar
Þótt verðið á grænmeti hafi ekki
breyst mikið frá því í gær, er það
hækkaði nokkuð, er ennþá einhver
verðmunur milli verslana. Einna
jafnast er tómataverðið en Bónus
býður lægsta verð, kr. 283 kg og er
það 23% lægra en hæsta verð. Bónus
hefur og lægsta kílóverð á agúrkum,
kr. 215, 25% lægra en hæsta verð.
Rauð paprika er ódýrast hjá Fjarðar-
kaupum, 42% lægra en þær dýrastu.
í þessari verðkönnun DV var litið
til nokkurra stórra verslana á höf-
uðborgarsvæðinu. -saa
Verð ó raBÍmji jjujj/íúujjj
500 kr ----------- 497 J 498-.
400
300 289
200
100