Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Page 7
fréttiri O Xf LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 „Má bjóöa þér mola,“ spyr hún Helga Sóley, starfsmaöur Sælgætisgeröar- innar Freyju, en fyrirtækiö mun í sumar, af og til, bjóöa viðskiptavinum bens- ínstöðvanna að gæöa sér á súkkulaöi meöan bíllinn er fylltur. Kaupfélag Suðurnesja: Opnar bráða- birgðaverslun í pakkhúsinu DV, Suðurnesjurn: Kaupfélag Suðurnesja opnaði á fimmtudag bráðabirgðaverslun í pakkhúsinu sem slapp naumlega í brunanum í Járni og skipum í Keflavík á laugardag. Þar verður hægt að fá það helsta sem iðnaðar- menn og húsbyggjendur þurfa í úti- vinnu. Á mánudaginn verður síðan opnuð málningardeild fyrirtækis- ins. Unnið er á fullu við að hreinsa brunarústirnar en verlunarhúsnæð- ið er talið gjörónýtt. Ekki liggja fyr- ir endanlegar tölur en tjónið er met- ið á á annað hundrað milljónir. Járn og skip, sem er í eigu Kaupfé- lags Suðumesja, hefur rekið þarna alhliða byggingarvöruverslun. Guð- jón Stefánsson kaupfélagsstjóri seg- ist liggja yfir þessu dag og nótt til að átta sig á umfangi málsins. Vörutalning stendur yfir og næstu daga ættu endanlegar tölur varð- andi tjónið að liggja fyrir. Eldsupptök eru rakin til reykinga þriggja drengja við timburstaflana. Þeir fleygðu frá sér sígarettustubb- um með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir sem höfðu keypt vörur i versluninni sama dag og bruninn varð og sett á reikning geta hætt að velta sér upp úr því hvort reikning- arnir og tölvumar hafi brunnið til kaldra kola og viðskiptavinir myndu sleppa við greiðslur þann dag. Allar færslur sem eiga sér stað í tölvu verslunarinnar færast sjálf- krafa í móðurtölvu fyrirtækisins sem er staðsett á aðalskrifstofunni. ÆMK Mývatnsmaraþon í dag: Meiri þátttaka en í fyrra DV, Húsavík: ’ Mývatnsmaraþon er haldið í dag en það var haldið í fyrsta skipti í fyrra og tókst vonum framar. Þá tóku 179 mánns þátt í hlaupinu en í ár er búist við a.m.k. 300 manns. Að sögn Kolbrúnar ívarsdóttur virðist mikill áhugi vera á hlaupinu og hafa nokkrir erlendir þátttakend- ur skráð sig í maraþonhlaupið. Lengsta vegalengdin sem er hlaupin er 42,2 km í kringum Mývatn en bú- ist er við að um 40 manns keppi í því hlaupi. í boði em einnig 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk. Hlaupið byrjar hjá Versluninni Seli í Mývatnssveit á hádegi í dag. -AGA Rottur enn á ferö á Skaganum DV, Akranesi: Svo virðist sem rottur séu ekki aðeins á Neðri-Skaganum á Akra- nesi. Nýlega var rotta gripin í eld- húsinnréttingu þar og skömmu síðar voru tveir ungar gripnir á sama stað. í síðustu viku voru verksummerki eftir rottur við Dalbraut á Akranesi þar sem ver- ið er að grafa fyrir nýju húsnæði. Eftir tvo daga var brunnurinn við húsnæðið orðinn fullur af rottu- skít. Það virðist því sem rotturnar séu komnar á Efri-Skagann og ekki seinna vænna að eitra fyrir þær. -DÓ Málverkasýning á verkum Kristins Páturssonar í Grunnskólanum Hveragerði er opin milli kl. 14:00-18:00 til 28. júlí. Blámasýning í íþróttahúsinu Sýningin verður opin laugardag milli 13.30 og 20:00, sunnudag og mánudag milli kl 10:00 og 20:00. Sýningin er í boði Hveragerðisbæjar, Blómasölunnar hf. og Blómamiðstöðvarinnar hf. Ljósmyndasýning Sýningin er í húsakynnum verkalýðs- félagsins Boðans og verður opin daglega frá 14:00-18:00 til 14. júlínk. Hátíðardagskrá um helgina ! Þér cr bodid a blómasýuingu í blómabcenum um helgina !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.