Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Page 10
10
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
Bosníumaðurinn sem kom 1993 orðinn íslenskur ríkisborgari:
„Ef einhver vina minna hefði sagt
við mig fyrir fimm árum að ég ætti
eftir að búa á stað þar sem ég get
ekki synt í sjónum á hverjum degi
heföi ég sagt að hann væri brjál-
aður. Ég hef enn þá ekki lært að lifa
með því og sakna þess mikið því ég
er sumarmaður,“ segir Davor Pur-
usic, Bosníumaðurinn sem kom
hingað til lands fyrir tæpum þrem-
ur árum. Eins og lesendur muna
komu hingað til lands tveir slasaðir
menn frá Bosníu til sjúkrahúsvistar
og langdvalar ásamt eiginkonu ann-
ars þeirra. Davor lætur vel af dvöl-
inni hér, hann hefur náð sér líkam-
lega, farinn að tala ágætis íslensku
og kominn með íslenskan ríkisborg-
ararétt. Hann hóf störf í fullri vinnu
hjá Securitas í ágúst í fyrra. Hann
er einnig kominn með íslenska
konu upp á arminn sem hann
kynntist fljótlega eftir komuna hing-
að til lands. Davor heldur upp á þrí-
tugsafmæli sitt í dag og hefur tekið
sér frí í vinnunni af því tilefni.
Hann hefur ekki setið auðum hönd-
um síðan hann kom en hefur lagt
hart að sér í íslenskunáminu og er
kominn með grunnskólapróf í ís-
lensku og hyggur á stúdentspróf í ís-
lensku eftir það.
W
Islendingar
vilja tala ensku
„Eg var fljótur að aðlagast því ég
var mjög heppinn. Ég kynntist kon-
unni minni fljótlega eftir að ég kom
hingað og hef í gegnum hana kom-
ist betur inn í íslenskt þjóöfélag og
lært íslensku með hennar hjálp. Ég
kynntist auk þess fljótlega fólki á
mínum aldri en það var svolitlum
erfiðleikum bundið með tungumál-
ið til að byrja með. Konan mín var
hörð á því að fólk yrði að tala við
mig íslensku. Það er svolitlum
vandkvæðum bundið því íslending-
ar vilja helst æfa sig og tala ensku.
Einn besti vinur minn talar ensku
viö mig og ég svara á íslensku.
Þannig æfum við okkur báðir,“ seg-
ir Davor.
Þarf ekki hjálp
„Ég þarf enga hjálp lengur frá ís-
lenska ríkinu en ég held mjög góðu
sambandj. við starfsfólk Rauða kross
íslands sem aðstoðaði mig mikið á
sínum tíma. Ég er útskrifaður úr
læknismeðferðinni og orðinn frísk-
ur. Ég verð að vísu aldrei jafn góð-
ur í hendinni en læknamir gerðu
sitt besta,“ segir Davor.
Davor var mikið slasaður á hand-
legg og fæti eftir stríðið í fyrrum
Júgóslavíu en íslenskir læknar, sér-
staklega Haildór Jónsson bæklun-
arsérfræðingur, hafa unnið krafta-
verk á honum. Nú getur Davor not-
að handlegginn en segist aldrei fá
sama kraft og hann hafði fyrir
meiðslin. Davor var með brotin
bein í tíu mánuði í heimalandi sínu
og beinin greru ekki. Hann fór í
fimm eða sex aðgerðir á handleggn-
um á Landspítalanum og var meðal
annars tekið bein úr mjöðminni og
,
Davor, tuttugu kílóum léttari, ásamt félaga sínum, Zlan Mravinac, og konu hans, Nasiha Mravinac, við komuna til ís-
lands í október 1993.
grætt í upphandlegg hans. Upphand-
leggurinn er nú negldur saman.
þeim hópum sem ég hef unnið í en í
þetta sinn er ég elstur," segir Davor.
Þurfa ekki
vott að ástinni
Stelpurnar
skemmtilegar
„Fyrstu tvö árin fór ég inn og út
á spítalann en ég fékk fyrstu vinn-
una á íslandi eftir rúmt ár. Þá starf-
aði ég sem þjónn á veitingastað sem
heitir núna Austur-Indíafélagið.
Stelpurnar á veitingastaðnum voru
alveg yndislegar og tóku stundum af
mér erfiðustu verkin. Síðan var ég
bréfberi hjá Pósti og síma í þrjá
mánuði. Ég fékk starfið hjá Securit-
as í ágúst í fyrra. Það er fint að
vinna þar og strákarnir sem ég vinn
með eru mjög skemmtilegir. Ég er
vanur þvi að vera
alltaf yngst-
ur í
Davor vill ekki ræða einkalífið og
aðspurður um hvort hann ætli að
giftast sambýliskonu sinni segir
hann að þau þurfi enga votta að ást
sinni. Þau fara saman til gamla
heimalands hans í júlí. Hann er
uppalinn í Sarajevo, höfuðborg
Bosniu, en ætlar til Króatíu á
ströndina við Adríahafið þar sem
faðir hans býr með síðari konu
sinni og tólf ára dóttur af seinna
hjónabandi. Móðir hans býr enn þá
í Bosníu og ekki er alveg víst hvort
Davor tekst að hitta hana og sýna
henni nýju sambýliskonuna. Að
hans sögn vill hann kynna sér
ástandið í Bosníu áður en hann
treystir sér þangað aftur þótt íbú-
amir séu farið að tínast til baka.
Sestur að á íslandi
„Ég kem ekki til með að
flytja aftur til Bosníu
þótt ástandið þar
sé fariö að batna.
Ég á heima á ís-
landi núna og ætla
að búa hér
áfram. Ég er
kominn inn
samfé-
lagið
Davor Purusic er kominn mefl íslenskan ríkisborgararétt og er kominn til að vera.
og líður ágætlega. Ég sótti um und-
anþágu til þess að fá íslenskan ríkis-
borgararétt svo ég gæti farið aftur til
baka. Ég færi aldrei til Bosníu með
þarlent vegabréf. Móðir mín býr 80
kílómetra frá Sarajevo og ég hef bara
heyrt tvisvar í henni í síma síðan ég
kom hingað," segir Davor.
Davor segist ekki hafa neinn
áhuga á því að flytjast aftur til
Bosníu þar sem hann hafi það
miklu betra á íslandi. Nú á eftir að
endurreisa landið og hann segist
ekki hafa áhuga á að taka þátt í því.
Davor hefur sem von er slæmar
minningar frá gamla heimalandinu
og segir að nú taki við þrældómur
hjá þeim sem búa þar.
„Ég hef lært af foreldrum mínum
að vera ekki með fordóma gagnvart
fólki þótt það hagi sér öðruvísi en
ég er vanur. Ef það snertir mig ekki
er mér alveg sama. Ég reyni að
móðga ekki fólk sem ég umgengst á
íslandi. Ef mér hafa einhvern tíma
þótt íslenskir siðir skrýtnir er ég
fyrir löngu búinn að gleyma því,“
segir Davor.
Gott að sofa á veturna
Davor líkar sumarið betur en vet-
urinn en hann segir að fyrst íslend-
ingar geti lært að lifa með honum
hljóti hann að geta það líka. Hann
er þó mikið fyrir að sofa á veturna.
Helgina 27. og 28. júlí kemur lík-
legast til landsins 31 flóttamaður frá
fyrrum Júgóslavíu. Fjölskyldurnar
sjö hafa misst allar sínar eigur í
kjölfar þeirra óeirða sem geisað
hafa í heimalandi þeirra. Allar fjöl-
skyldurnar eru nú búnar að fá íbúð-
ir á ísafirði og búist er við að fljót-
lega verði hægt að útvega þeim at-
vinnu.
„Það skiptir mestu að flóttamenn-
irnir fái hjálp hvaðan sem hún kem-
ur,“ segir Davor en hann var boð-
inn á ráðstefnu þar sem verið var
að ræða komu flóttamannanna frá
fyrrum Júgóslavíu sem væntanlegir
eru í lok mánaðarins.
„Sumir ráðstefnugestir voru á
móti því að flóttamennirnir yrðu
sendir vestur á ísafjörð. Það má
ekki gleymast að ísfirðingar eru til-
búnir til að hjálpa þeim og gera það
af heilum hug. Framlag þeirra er
ómetanlegt.
„Það verður hugsanlega erfitt fyr-
ir flóttafólkiö að búa á ísafirði
vegna þess hve veturinn er langur.
Ég myndi persónulega leggja til aö
það yrði tvo mánuði í Reykjavík
fyrst. Þetta fólk er mjög trekkt á
taugum vegna ástandsins sem það
kemur úr. Það verður að athuga að
fólkið er að koma beint frá striðs-
svæðinu og æsist auðveldlega upp.
Ég vona að því gangi jafh vel að að-
lagast og mér,“ segir Davor.
Davor er með stúdentspróf frá
Bosníu og hyggst reyna að fá það
metið hér á landi þegar hann hefur
lokið stúdentsprófi í íslensku. Hann
hefur tapað nokkrum árum úr en er
bjartsýnn á að hann endi kannski í
Háskóla íslands með þessu áfram-
haldi.
-em