Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 I iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Rússnesk rúlletta
Sigur Jeltsíns í forsetakosningunum í Rússlandi er
hvorki neinn sigur lýöræðisins þar í landi né merki
þess, aö traust stjórnmála- og efnahagsástand verði í
landinu. Sigurinn hefur þvert á móti í för með sér fram-
hald á óstjórn og tilheyrandi einræðistilhneigingum.
Enginn þeirra þriggja frambjóðenda, sem lengst náðu
i forsetakosningunum, getur talizt neinn lýðræðissinni
og markaðsbúskaparmaður á vestræna vísu. Sá fulltrúi
slíkra sjónarmiða, sem lengst komst í fyrri umferð kosn-
inganna, fékk ekki nema 7% atkvæða kjósenda.
Jeltsín hefur gróflega misnotað forsetavaldið til að
tryggja endurkjör sitt. Hann beitti ríkisflölmiðlunum
óspart í sína þágu í kosningabaráttunni og rústaði íjár-
hag ríkisins í umfangsmiklum atkvæðaveiðum. Hvort
tveggja gefur eftirmönnum hans afar slæmt fordæmi.
í tíð Jeltsíns hefur land ekki verið með lögum byggt,
svo sem tíðkast á Vesturlöndum, heldur hefur hann
stjórnað með tilskipunum að austrænum hætti. Tilskip-
anir hafa verið tilviljanakenndar, hafa rekizt hver á ann-
arrar horn eða hafa hreinlega dagað uppi.
Önnur jákvæða fréttin frá Moskvu barst milli tveggja
umferða kosninganna. Það var brottrekstur nokkurra
harðlínumanna úr hirð Jeltsíns og endurreisn hagfræð-
ingsins Tsjúbai, sem er síðasti Móhíkaninn úr sveit vest-
rænt hugsandi manna í fóruneyti forsetans.
Hin jákvæða fréttin barst eftir síðari umferðina. Það
var tilkynning Jeltsíns um, að Tsjernomyrdin forsætis-
ráðherra mundi halda embætti sínu. Það er fremur
traustur miðjumaður, sem gerir enga stóra hluti og
reynir af varfærni að halda sjó í lífsins ólgusjó.
Hafa verður þó í huga, að Tsjernomyrdin hefur lítinn
skilning á vestrænu markaðshagkerfi og að Tsjúbai hef-
ur ekki fengið ráðherraembætti að nýju. Því má reikna
með, að afturhvarfið frá vestrænum markaðsbúskap
verði ekki hægara en það hefur verið að undanförnu.
Til að tryggja sig í síðari umferð kosninganna fékk
Jeltsín til liðs við sig hershöfðingjann Alexander Lebed,
sem náði þriðja sæti í fyrri umferðinni. Lebed er núna
orðinn öryggisráðherra og einn valdamesti maður ríkis-
ins. Hann á eftir að valda vandræðum.
Lebed minnir á suðurameríska einræðisherra úr röð-
um herforingja. Hann ber ekki gramm af skynbragði á
efnahagsmál og gefur lítið fyrir kjaftavaðalinn og sein-
virknina, sem oftast fylgir lýðræði. Hann er fullur for-
dóma og hefur lýst ímugust á vestrænni menningu.
Ekki eru horfur á, að Jeltsín geti hamið þennan
hættulega bandamann sinn. Jeltsín er heilsulaus, svo
sem títt er um rússneska ofdrykkjumenn á hans aldri.
Hann er langtímum saman frá störfum eða kemur fram
þrútinn af drykkju eða náfólur og stífur af veikindum.
Ef Jeltsín fellur frá, er Tsjernomyrdin formlega séð
eftirmaður hans. Hins vegar má búast við, að valds-
hyggjumaður á borð við Lebed reyni að nota millibils-
ástandið til að sölsa undir sig aukin völd. Það væri mjög
í stíl valdafikinna hershöfðingja í þriðja heiminum.
Kosningaúrslitin í Rússlandi sýna fyrst og fremst, að
almenningur hefur algerlega hafnað vestrænum umbót-
um. Afturhvarfið var raunar byrjað á síðustu misserum
fyrra kjörtímabils Jeltsíns og mun halda áfram á næsta
kjörtímabili undir áhrifum Tsjernomyrdins og Lebeds.
Einkum marka kosningaúrslitin aukna óvissu og ör-
ari tilskipanir, svo sem oft má sjá, er valdafiknir hirð-
menn berjast um að stýra hendi fárveiks foringja.
Jónas Kristjánsson
Kosningaslagur magnaði
kreppuna í Rússlandi
Harðsóttar forsetakosningar í
Rússlandi hafa ekki aðeins gengið
nærri heilsu Borís Jeltsíns for-
seta, sem vann í síðari umferð
stærri sigur en útlit þótti fyrir, og
virðist þar hafa notið manna-
breytinga sem hann gerði hið
næsta sér á stjórnartindinum í
Kreml milli kosningaumferða.
Mestu kann að skipta fyrir fram-
haldið að við nýrri ríkisstjórn
blasa meginvandamál rússnesks
þjóðfélags í enn magnaðri mynd
en þegar lagt var upp í kosninga-
baráttuna á útmánuðum.
Við er að fást afleiðingarnar af
því úrræði Jeltsíns forseta að leit-
ast við að bæta álit sitt meðal kjós-
enda sem verst hafa farið út úr
upplausnartíma hagkerfaskipt-
anna með skyndilegu örlæti á rík-
isfé. Starfsmönnum ríkisfyrir-
tækja og lífeyrisþegum, sem mátt
hafa bíða eftir greiðslum svo mán-
uðum skiptir, er lofað skuldaskil-
um. Öldruðum, sem misstu spari-
fé sitt í verðbólguhít, er heitið bót-
um. Illa stöddum ríkisfyrirtækj-
um, sem í rauninni eiga engan
rekstrargrundvöll, eru boðaðir
styrkir.
Samtímis þessu hefur botninn
dottið úr íjáröflun í ríkissjóð
Rússlands. Skattskilum hefur
hrakað stórlega, bæði vegna auk-
innar greiðslutregðu í von um eft-
irgjöf samfara kosningunum og
vegna þess að innheimtumenn
ríkisins hafa viljað forðast að
ganga hart að skuldurum, ef slíkt
kynni að hafa pólitískar afleiðing-
ar á viðkvæmum tíma.
Niðurstaðan er sú að peninga-
prentun hefur aukist um allan
helming og ríkissjóðshalli magn-
ast. í apríl nálgaðist hallinn tólf af
hundraði af landsframleiðslu og
var þá enn á uppleið en í láns-
samningi við Alþjóða gjaldeyris-
sjóðinn hafði verið samið um að
sú tala skyldi í hæsta lagi nema
3,85% af landsframleiðslu.
Af þessu hlýst að verðbólgan er
komin á skrið á ný í Rússlandi.
Nú er því spáð að verðbólgustigið
geti komist upp í tíu af hundraði á
mánuði með haustinu en sam-
kvæt samningnum við Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn vár gert ráð fyr-
ir að sú tala yrði þá að komast
niður í einn af hundraði.
Afleiðingin er, að gleggstu
manna yfírsýn í Moskvu, kreppa í
fjárfestingarmálum og ríkisfjár-
málum með haustinu. Þá spá
margir að fam undan sé hrun
sumra þýðingarmikilla banka og
botninn detti úr markaðinum fyr-
ir ríkisskuldabréf vegna þess að
hve miklu leyti hvert útboð hefur
verið fjármagnað með öðru í stað
raunverulegra endurgreiðslna.
Þetta ískyggilega útlit kann að
vera skýringin á því hvers vegna
Gennadí Zjúganov, forsetafram-
bjóðandi kommúnista, hélt að
mestu að sér höndum í stað þess
að heyja raunverulega kosninga-
baráttu tímabilið milli kosninga-
umfeða. Þá sat hann um kyrrt i
Moskvu og rak kynningarstarf-
semi með hangadi hendi.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Varð þetta til að gefa þeirri
skoðun byr undir vængi að fram-
bjóðandinn kærði sig í rauninni
ekki um að taka við stjórn Rúss-
lands eins og útlitið er. Ekki dró
úr slíkum vangaveltum að helsta
framlag hans til opinberrar um-
ræðu á þessu tímabili var tillaga
um þjóðstjórn aUra stjómmála-
afla, með þriðjungi ráðherraemb-
ætta fyrir menn Jeltsíns og sama
hlutfalli fyrir kommúnista annars
vegar og aðra flokka hins vegar.
Viktor Tsjernomyrdín lét það
verða sitt fyrsta verk, eftir að
Jeltsín hafði falið honum að vera
áfram í forsæti fyrir nýrri ríkis-
stjórn, að gefa i skyn að þar yrði
fulltrúum frá kommúnistum boðið
að taka einhver sæti. Er það í
samræmi við afstöðu sem Alex-
ander Lebed, stoð og stytta
Jeltsíns í síðari kosningaumferð-
inni, hafði áður látið í ljós.
Atburðarásin á öðru forseta-
tímabili Jeltsíns getur svo mjög
mótast af því hvert hlutverk hann
fær Lebed sem lýst hefur yfir að
hann sækist eftir raunverulegum
völdum, sérstaklega í öryggismál-
um og við að koma á röð og reglu
innanlands. Ef hershöfðinginn
fyrrverandi fær fuUtingi ti að ráð-
ast gegn óöldinni og fjármálaspill-
ingunni, sem fengið hefur að grafa
um sig í Rússlandi með þeim að-
ferðum sem slíkum mönnum eru
einatt tamastar, er hætt við upp
að spretti ný ógnarstjórn.
Eftir feluleikinn með krank-
leika Jeltsins forseta síðustu daga
fyrir kosningar hlýtur að ríkja
vafi um hversu hann endist á nýju
kjörtímabili. Nú er enginn vara-
fors'eti en forsætisráðherra á að
fylla skarðið fram að nýjum for-
setakosningum. Þessu vill Lebed
breyta og verða sjálfur varamaður
Jeltsíns.
Viktor Tjsernomyrdín forsætisráðherra (t.h.) óskar Borís Jeltsín forseta
til hamingju í Kreml morguninn eftir síðari umferð forsetakosninganna.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra ___________________py
Leyfiö hinum að vera með
„Löndin sjö (helstu iðnríki heimsins) eru enn
( ábyrg fyrir rúmlega helmingi framleiðslu heimsins
| en nýju iðnríkin í Asíu og Rómönsku Ameríku gera
j kröfur um sífellt meiri athygli. Þaö er hér sem efna-
I hagsvöxturinn er hvað mestur og sem flest ný störf
! eru sköpuð. Sú spurning gerist því áleitin hvort for-
I ustulöndin í þessum heimshlutum eigi ekki að fá að
vera með þegar stóru löndin fjalla um skipan efna-
hagsmála í heiminum"
Úr forustugrein Jyllands-Posten 1. júlí.
Um ágæti efnahags-
þvingana
„Efnahagsþvinganir geta verið lögmæt og gagn-
leg aðferð fyrir Bandaríkin til að þrýsta á önnur
ríki um að breyta móðgandi stefnu sinni. Með því
t.d. að banna bandarískum fyrirtækjum að eiga við-
I skipti viö eða fjárfesta í íran, er verið að láta stjóm-
völd í Teheran gjalda fyrir að flytja út hryðjuverka-
staifsemi, reyna að komast yfir kjarnavopn og
brjóta mannréttindi á gróflegan hátt. Það eykur líka
á trúverðugleika viðleitni stjórnvalda í Washington
að fá ríki Evrópu og Asíu í lið með sér. En því mið-
ur láta flest önnur lönd ekki sannfærast."
Úr forustugrein New York Times 2. júlí.
Séð hvað setur
í Hong Kong
„íbúar Hong Kong þekkja að sjálfsögðu fyrirlitn-
ingu kínverskra stjórnvalda á mannréttindum.
Eins og fram hefur komið i fréttum hefur mikill
fjöldi fólks og starfstétta þegar sætt sig við þá sjálfs-
ritskoðun sem fyrirhuguð valdataka Kínverja hefur
haft í för með sér. Með það i huga er athyglisvert að
íbúarnir ætla almennt að vera um kyrrt og sjá hvað
setur.“
Úr forustugrein Politiken 3. júlí.