Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Qupperneq 21
3>V LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 __________________-íréttiri tuttugustu öld, í Hafnarborg í veglegri bók sem fylgir úr hlaði þessari yfirgripsmiklu sýningu á ís- lenskum portrettum í Hafnarborg getur Aðalsteinn Ingólfsson sér þess til að íslenskir listamenn hafi ekki sinnt portrettinu sem skyldi vegna þess að þeir hafi óttast að afsala sér með því hluta tjáningarfrelsisins, eins af grunnþáttum módernis- mans. Þegar litið er í gegnum þessa yfirlitssýningu, sem telur á annað hundrað portrett, verður þó fljótt ljóst að spurningin um afsal tjáning- Gunnarsson lætur afstrakt form vera allsráðandi í dauflegri mynd sinni af Gunnari Þórðarsyni. Mynd Vignis Jóhannssonar af Kristjáni Davíðssyni er sömuleiðis að upplagi afstrakt og andlit Kristjáns virkar hálfankannalegt svo realiskt innan um litatáumana. Sjaldsáðar myndir og sterkar mannlýsingar Annað sem athygli vekur á sýn- arfrelsis eða listræns sjálfstæðis er alfarið háð listamanninum sjálfum. Portrett Nínu Tryggvadóttur af Steini Steinarr og Kristjáns Davíðs- sonar af Halldóri Laxness eru talandi (fæmi um að frumþættir módernismans þjóni einmitt vel því markmiði að fanga sál viðfangsins, útmála hugblæ sem ljósmynd getur aldrei náð. Á sama hátt er hægt að nefna sér- stæðar portrettmyndir Ágústs Pet- ersens og átakamiklar persónulýs- ingar Jóhönnu Kristínar Yngvadótt- ur. Sýningin ber yfirskriftina Islensk portrett á tuttugustu öld og til að fylla upp í nokkurt tómarúm núna síðustu árin hafa sýningarhaldarar leitað til nokkurra myndlistar- manna sem nú eru í hlóma síns fer- ils að mála portrett sérstaklega fyr- ir sýninguna. Þessi nýju verk eru að vonum með þvi forvitnilegra á sýn- ingimni. Að mínu mati er portrett Birgis Snæbjörns Birgissonar af prestin- um fóður sínum þar í sérflokki. Hreinn og tær sunnudagaskólastíll Birgis hentar viðfanginu einkar vel. Aðrir virðast njörvaðri við ímynd- ina líkt og hún birtist á ljósmynd eða í sjónvarpi og ná fýrir vikið ekki sömu sálarmiðum. Gunnar Karlsson gerir að vísu heiðarlega tilraun með Jón Nordal, en útkom- an er ýkt ímynd í anda ævintýra. Helgi Þorgils gerir íkon af Beru Nordal í stíl Fridu Kahlo án þess að fanga persónuleikann og Valgarður Ný verk sárstaklega gerð fyrir sýninguna abriel HOGGDEYFAR ath. okkar verð HJOLKOPPAR 12-13-14-15” Verð frá 2.200. 40% VERÐLÆKKUN Gardínur (sólhlífar) 90 cm, 2.600. Nú 1.500 stk. 50 cm, 1.800. Nú 1.200 settiö 30 cm, 720. Nú 440 stk. Hliðarlistar og brettakantar Verð frá 450 met. Drifliðir v/hjól nýkomnir TRIDON varahlutir í miklu úrvali G* varahlutir HAMARSHÖFÐA1, Sími 567 6744 Myndlist Ólafur J. Engilbertsson ingunni er sjaldséðar myndir lista- manna sem lítt er haldið fram en hafa þó mikla sérstöðu og búa yfir færni í portrettinu. Þar ber helst að telja Höskuld Björnsson og dulúð- uga sjálfsmynd hans, Freymóð Jó- hannsson og mikilfenglegt portrett hans af Hvanneyrarbóndanum og Braga Þór Gíslason og mynd hans af Þórami skólastjóra á Eiðum. Fyrir- ferðarmiklar eru myndir af Halldóri Laxness, enda mun hann margmál- aðasti listamaður þjóðarinnar. Fróðlegt er að bera saman myndir Þorvalds Skúlasonar, Halldórs Pét- urssonar, Nínu Tryggvadóttur o.fl. af Halldóri og mynd Errós sem inni- felur skírskotanir í þær. Mynd Jóns Stefánssonar af Laxness er hins veg- ar upphafin og stif og alls ólík mynd hans af Markúsi ívarssyni, sem er án vafa ein sterkasta mannlýsing í íslensku málverki á þessari öld. Jón Stefánsson er að mati Aðal- steins Ingólfssonar helsti meistari portrettsins hér á landi ásamt Gunnlaugi Blöndal. Verk Blöndals setja mikinn svip á sýninguna, enda var hann eftirlæti fyrstu kynslóðar reykviskrar borgarastéttar. Blöndal var óumdeildur meistari í útmálun kvenlegs þokka og i portretti- hans af Einari Kvaran bregður að auki fyrir sálrænu innsæi. Hér er á ferð vönduð og yfirgrips- ihikil sýning sem lýkur á mánudag, 8. júlí. Húsin við Hverfisgötu eru opin Bílahúsin Traðarkot og Vitatorg eru OPIN þrátt fyrir framkvæmdir við götuna. Aðkoma að bílahúsinu Traðarkoti er niður Smiðjustíg eða upp Klapparstíg. Aðkoma að bílahúsinu við Vitatorg er frá Sæbraut, Skúlagötu eða Vitastíg. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.