Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Side 30
38 sviðsljós LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 JjV Unglingar frá Norðurlöndunum læra að leika rokktónlist: Fjórar nýjar hljómsveitir stofnaðar Tónlistarskóli FÍH hefur verið undirlagður í vikunni vegna nám- skeiðs í rokktónlist sem staðið hef- ur yfir. Hingað eru komnir 23 krakkar frá Norðurlöndunum sem ásamt íslenskum krökkum stofnuðu hljómsveitir og lærðu í vikunni að leika popptónlist. Námskeiðið er haldið á vegum Norðurlandanna og er markmiðið að fá krakka frá öll- um Norðurlöndum til þess að starfa saman. „Tilgangurinn með þessu er fyrst og fremst norrænt samstarf. Okkur langaði til þess að koma því þannig fyrir að krakkar frá Norðurlöndum hittust og léku saman popptónlist," segir Stefán Stefánsson sem séð hef- ur um námskeiðið fyrir hönd ís- lands. Álíka umsjónarmenn eru um þetta verkefni alls staðar á Norður- löndum. Tónlistarmönnunum er blandað saman frá ólíkum löndum þannig að eitt band skipa einn frá hverju landi. Fjórir islenskir kennarar sjá um að kenna þeim en þaö eru Eyþór Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson, Bjöm Thoroddsen og Pétur Grétars- son. Krakkarnir eru á aldrinum 16-26 ára; Danir, Norðmenn, Svíar, íslendingar og Finnar. Sumir eru álíka góðir og atvinnumenn en eng- ir atvinnumenn eru með í nám- skeiðinu. Hljómsveitimar fjórar halda tónleika á Ingólfstorgi í dag kl. 15 í samráði við Hitt húsið. „Til þess að komast á námskeiðið þurftu krakkamir að senda inn Beint úr búðinni, sem auglýsti í smáauglýsingum DV, kom þessi glœsilega hillusamstœða. Hún fékkst fyrir aðeins 52.400 kr. og fer sérlega vel við beyki borðstofuborðið sem þau hjónaleysin keyptu á dögunum. Þau vantar enn allt milli himins og jarðar, s.s. sófasett, sófaborð, berðstofuborð eg stóla, hornskáp með gleri, hillusamstœðu, náttborð, bókahillur, garðstóla, þurrkara, vask, blöndunartæki, eldhúsviftu, standlampa, sjénvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV getur þeim 300.000 kr. í brúöargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 102.600 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! / a\\t mil/i him/n. Smáauglýsingar DV 550 5000 Jara og Einar á réttri hillu! Þeir voru önnum kafnir krakkarnir sem sóttu tónlistarnámskeið í FÍH f vikunni. hljóðupptöku og síðan var valið úr hverjir kæmust á námskeiðið. Stef- án Ingólfsson, Sveinbjöm Hjartar- son og Katrín Valdimarsdóttir tóku þátt fyrir hönd íslands," segir Stef- án. Námskeiðshaldarar buðu krökk- unum auk námskeiðsins upp á út- sýnisferðir um landið. Verkefnið er styrkt af NOMUS, Norræna menn- ingarmálasjóðnum, Reykjavík og Flugleiðum. Víða um Norðurlönd er verið að vinna samsvarandi verk- efni. -em Demi Moore: Varð að setja á sig hárkollu Leikkonan Demi Moore vakti mikla athygli þegar hún mætti nauðasköllótt á frumsýningu nýj- ustu myndar sinnar, Striptease, ný- lega. Þó öllu sé trúandi á stjörnurn- ar í Hollywood lét Moore ekki raka af sér hárið til þess að vekja athygli heldur var hún nauðbeygð til. Þegar tökum á Striptease lauk byrjaði Moore strax í tökum á nýrri mynd, GI Jane, en í henni leikur hún hermann, harðan og sköllóttan nagla. Þegar tökur voru byrjaðar var kallað á hana til að endurtaka nokkrar senur í Striptease og varð hún þá að setja á sig hárkollu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd minnir Moore talsvert á eig- inmann sinn, Bruce Willis - bæði eru þau hárlaus. Hármissirinn er þó ekki það eina sem hefur breytt Moore því að augabrúnir hennar voru einnig hækkaðar á einhvem hátt. Sjálfur hefur Willis aðeins breytt útliti sínu. Hann er nú orðinn ljós- hærður. Hjónin Bruce Willis og Demi Moore eru talsvert lík, bæði svona hárlaus. Moore lét raka af sér hárið því að hún leikur hermann í nýrri mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.