Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Síða 31
iujiglingaspjall linglingarnir fylgjast vel með tískunni og ganga í háum skóm með þykkum botni og hæl: Skórnir eru ýktir og við erum kynþokkafyllri - segja unglingsstelpurnar „Mér finnst þessi nýja skótíska alveg frábær. Það er langflottast að hafa botninn þykkan og skóna sem hæsta. Það er ekkert óþægilegt að ganga í þeim,“ segir Elísa Sverris- dóttir sem DV hitti að máli i Kringlunni. Elísa var að kaupa sér skó en skótískan líkist því helst er var vinsælt á sjö- unda áratugnum. Hælar eru afar háir og botnarnir þykkir. Bæði er um há leðurstígvél að ræða og bandaskó og aðralokaða skó. Sumir þeirra eru með korkhæl og kork- botni. „Þessi tíska er búin að vera vinsæl í sumar og sífeflt koma á mark- aðinn nýir skór. Flestir unglingar fylgjast mjög vel með tiskunni og kaupa sér það nýjasta. Ég er ein af þeim sem fylgjast með og það eru allir í svona skóm. Mað- Elísa Sverris- dóttir er þeirrar skoðunar að strákunum þyki stelpurnar kyn- þokkafullar í háu skónum. DV-myndir ÞÖK ur er núll og nix ef maður fylgir ekki tískunni. Þetta er svolítið furðulegt samt. Strákunum þyk- ir við vera miklu flottari og kynþokkafyllri ef við erum í háum skóm. Það er líka svo gaman að fylgjast með tískunni og stund- um kemur það manni inn í vissar klíkur að vera töff,“ segir El- ísa. Unglingarnir á íslandi hafa löng- um verið þekktir fyrir það að eltast við tískuna i skófatnaði sem öðru. Að þessu sinni koma skórnir frá Spáni og eiga það allir sameiginlegt að vera miklir um sig með þykkum sóla og hæl. Að sögn þeirra sem starfa í skóbúðun- um er þessi þykk- botnatíska mest- megnis stíluð inn á aldurinn 12-18 ára og eru þykkbotna íþrótta- skór mjög vinsælir. „Mér finnst þessir þykku skór alveg frábærlega flott- ir en ég fylgist líka svo vel með tískunni. Ég veit samt ekki af hverju ég fylgist með tísk- unni. Maður verður ekki vinsæll í hópnum nema að gera það. Skemmtilegast að eyða tímanum með skemmtilegu fólki Fullt nafn: Karl Pétur Jónsson Fæðingardagur og ár: 30. ágúst 1969 Maki: Sonja Dögg Pálsdóttir Börn: Engin. Bifreið: Rjómalituð VW bjalla, 1973 árgerð. Starf: Kynningarstjóri Stone Free. Laun: Afar misjöfn. Áhugamál: Fjölmiðlar, kvik- myndir, bókmenntir, leikhús, stjórnmál, útivera, íþróttir og flest annað sem viðkemur daglegu lífl. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói?.Já, ég vann 365 kr. í fyrsta lottódrætti íslandssögunn- ar, en síðan ekki söguna meir, enda legg ég yfirleitt ekki peninga undir nema ég geti sjálfur haft áhrif á sigurlíkurnar. Hvað finnst þér skenuntilegast að gera? Að eyða tíma með skemmtilegu fólki, t.d. konunni minni, fjölskyldu minni og vinum mínum, sem eru hver öðrum skemmtilegri. Lautarferðir í El- liðaárdalinn meö systrabörnum mínum eru einnig hátt á listanum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skattskýrsluna mína. Uppáhaldsmatur? Við hjóna- leysin erum miklir matgæðingar og erfitt að nefna einhvem einn rétt sem uppáhalds. Uppáhaldsdrykkur? Ég er mjög hrifinn af vel krydduðum spænsk- um rauðvínum, sérstaklega Rioja- vinum. Af brenndum drykkjum kýs ég helst gin og tónik og svo er afltaf gott að fá sér Grand Marnier eða koníak eftir góða máltíð. Koníakið má hins veg- ar ekki vera mikiö yngra en ég- Hvaða bók langar þig mest til þess að lesa? Sögu síðari hluta tíunda áratugarins. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rásir 1 og 2 Ríkisútvarpsins bjóða upp á langbestu dagskrána, enda em til nægir (skatt)peningar á þeim bænum. Það er varla sann- gjamt að bera þær rásir saman við litlar stöðvar á borð við Aðalstöð- ina og FM 957, sem mér finnst gera mjög fma hluti í dagskrárgerð miðað við þá peninga sem úr er að moða. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Ég horfi mjög lítið á sjón- varp þessa dagana, ef fótbolti er undanskilinn, en sennilega horfi ég mest á Sky News, Sky One og CNN, svona undir venjulegum kringumstæðum. Uppáhaldssjónvarpsmaður? David Letterman. Uppáhaldsfélag í íþróttum? UMF Ragnan Reykjavík, knatt- spyrnufélag sem félagar mínir stofnuðu og ég á hlutabréf i. Stefnir þú að Bfe r-t einhverju inni? sérstöku í framtíð- Lífshamingju með lágmarkserfiði. Gera fólkið í kringum mig ham- ingjusamt og sjálfan mig í leiðinni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók langt sumarfrí í vetur og dvaldi í Montpeflier í Suður- Frakklandi við afslöppun og hóg- Íífi. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag? Þrátt fyrir langa fjarveru úr handboltanum held ég að Stefán Sigurðsson, handknatt- leiksmaður úr Haukum, hljóti að vera sá allra fremsti. Uppáhaldstímarit: Ýmist breska GQ eða breska Esquire, FHM er of- arlega á listanum einnig. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það skiptir engu máli hvemig ég svara þessari spurningu, ég lendi í vand- ræðum og kýs því að þegja. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Jim Cartwright, það ræt- ist vonandi síðar í mánuðinum. Gæti einnig vel hugsað mér að spjalla kvöldstund við Milan Kundera og Snæfríði íslandssól. Uppáhaldsleikari: Kjartan Guð- jónsson er sennilega einn hæfileik- aríkasti gamanleikari þjóðarinn- ar, en þess má geta að hann er í burðarhlutverki í Stone Free. Uppáhaldsleikkona: Margrét Vil- hjálmsdóttir vinnur án alls efa leiksigur í Stone Free, sem frum- sýnt verður í Borgarleikhúsinu 12. júlí, og er í mestum metum hjá mér íslenskra leikkvenna ásamt Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur, sem var snilldargóð í Hinu ljósa mani. Uppáhaldssöngvari: Emilí- ana Torrini. Uppáhaldsstjórnmálamað- ur: Þeir em margir en sá efhi- legasti er Guðlaugur Þór Þórð- arson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi. U ppáhaldsteiknimyndapersóna: Tinni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fótbolti. Dagsljós var líka yfir- leitt mjög skemmtilegt. Uppáhaldsmatsölustaður: Le Cercle Des Anges í Montpellier. Ritt segir að Björk sé best „Ur því að ég er komin hingað ætla ég að sjálfsögðu að sjá bæði Nick Cave og Björk. Þau spila það sem ég kalla gæðatónlist." Það var ekki einhver unglingur- inn sem lét þessi orð falla á Hró- arskelduhátíðinni í Danmörku um daginn heldur framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusam- bandinu, hin umdeilda Ritt Bjer- regaard. „Þetta er alveg frábær há- tíð,“ bætti hún svo við. Ritt hafði aldrei áður sótt þessa miklu popphátíð sem kunnugir segja að sé sú mesta og besta á gjörvöflum Norðurlöndum. Ritt Bjerregaard var þó fremur skúffuð yfir því að uppáhaldstónlist- armaðurinn hennar meðal rokkara, stjóíinn Bruce Springsteen, skyldi ekki vera meðal þeirra sem tróðu upp. Eins og sönnum umhverfisskrif- finna frá Brussel sæmir hafði Ritt vakandi auga með öflu sem tengist starfsvettvangi hennar á meðan hún dvaldi meðal hátíðargesta. Hún lýsti til dæmis yfir mikilli ánægju með að sjá að bjórinn var seldur í endur- nýtanlegum umbúðum. Áður en Ritt hristi sig og skók undir tónlist Bjarkar og Nicks Caves snæddi hún með skipuleggj- endum Hróarskelduhátíðarinnar. Á matseðlinum var gómsætur laxa- réttur. Ritt Bjerregaard á Hróarskelduhá- tíöinni, þess albúin ab hlusta á Björk. - hin hliðin finnst þessir skór vera fyrir 15-20 ára aldurinn," segir Anna Theodorsdóttir, 18 ára. „Mér finnst þetta „ýkt cool“ flott- ir skór. Ef skór eru með þunnum botni og lágum hæl verður táin svo asnalegt. Skórnir eru mjög þægileg- ir þó þeir séu svona háir. Ég held að pabba og mömmu þyki þessi skó- tiska líka flott en annars myndi það ekki skipta mig neinu máli. Ég myndi kaupa mér svona skó þó svo þeim þætti þeir ljótir. Ég reyni að fylgjast mjög vel með tískunni til þess að vera ekki púkó,“ segir Særún Ástþórsdóttir. Stelpurnar virðast láta sig hafa það að kaupa tískuskóna hvað sem þeir kosta en verðið er auðvitað mjög misjafnt eftir búðum. Algengt verð er í kringum 6-8000 krónur. -em Anna Theodorsdóttir fylgist vel meö tískunni til þess aö falla inn í hópinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.