Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1996, Page 35
LAUGARDAGUR 6. JULI 1996 Borís Jeltsín Rússlandsforseti getur ekki leitt kommúnista hjá sár á nýju kjörtímabili: Samsteypustjórn óumflýjanleg til að sigrast á erfiðleikunum Borís Jeltsín Rússlandsforseti var hvergi sjáanlegur þegar tapparnir flugu úr kampavínsflöskunum og aðstoðarmennirnir fögnuðu sigri hans í síðari umferð forsetakosning- anna á miðvikudag, ekkert frekar en síðustu viku kosningabaráttunn- ar þegar slæmska í hálsi gerði hann nánast óvirkan og ósýnilegan. Það gerist ekki oft að sigurvegari kosninga komist upp með að leika jafn lítið hlutverk á lokasprettinum, og raun varð á með Jeltsín, né hef- ur varla nokkur svo afgerandi sig- urvegari látið fara jafn lítið fyrir sér eftir að ljóst var hvert stefndi. Frekari umbætur vænt- anlegar Glæsilegur sigur Jeltsíns veitir honum viðtækara umboð og meira athafnafrelsi en stjórnmálaskýrend- ur höfðu átt von á. Það opnar mögu- leikana á enn frekari efnahagsum- bótum í átt til markaðshagkerfis. Lars Poulsen Hansen, sérfræðing- ur við Dönsku alþjóðamálastofnun- ina, sagði að hinn mikli munur, 13 prósentustig, á Jeltsín og keppi- nauti hans, Gennadí Zjúganov, leið- toga kommúnista, þýddi að forset- inn hefði fengið yfirgnæfandi stuðn- ing við umbótastefnu sína. Hansen velti því þó fyrir sér hvort það væri nóg. „Spurningin er hvað gerist næst. Ef heilsufar hans er jafn bágborið og það lítur út fyrir að vera kunna að vakna efasemdir um að hann geti gegnt forsetaembættinu til ársins 2000,“ sagði Hansen. Martröðin sem varð ekki að veruleika segir ráðgjafi frambjóðanda kommúnista, Gennadís Zjúganovs Borís Jeltsín Rússlandsforseti ávarpaöi þjóöina aö morgni fimmtudagsins 4. júlí og þakkaöi henni fyrir aö veita sér brautargengi í eitt kjörtímabii enn. Um leiö hvatti hann til þjóðareiningar. SímamyndReuter milli hans og forsetans. Ef Jeltsín reynist einhverra hluta vegna ófær um að gegna embætti forseta Rússlands kveður stjórnar- skrá landsins svo á um að forsætis- ráðherrann, Viktor Tsjernomyrdin, sem Jeltsin skipaði aftur í embætti á fimmtudag, taki við í þrjá mánuði þar til nýjar kosningar hefðu farið fram. En orð Lebeds og athafnir henda til að hann þyrsti í völd og kynni að grípa í taumana. Hvatt til þjóðareiningar Jeltsín getur ekki hunsað komm- únista algjörlega Wegna styrkrar stöðu þeirra í þinginu. Þeir eru í að- stöðu til þess að hafna Tsjernomyr- din sem forsætisráðherra. Þingleið- togi þeirra sagði hins vegar á fimmtudag að hann byggist við að. þingið mundi staðfesta Tsjernomyr- din ef hann yrði tilnefndur opinber- lega. Forsetinn hvatti líka til þjóðar- einingar eftir sigur sinn á miðviku- dag. „Ég er viss um að i stjórn minni verður pláss fyrir alla þá sem þið treystið. Við skulum ekki skipta landinu í sigurvegara og hina sigr- uðu,“ sagði Jeltsín í stuttu sjón- varpsávarpi til kjósenda á fimmtu- dagsmorgun. Þingstyrkur kommúnista gerir þeim kleift að hægja á eða stöðva al- veg umbótafrumvörp sem lögð eru fyrir þingið eins og þeir hafa gert frá því þeir bættu miklu fylgi við sig í kosningunum í desember síð- Heilsufar Jeltsíns er kannski helsti óvinur hans þessa stundina en völd hans munu ekki aðeins tak- markast af þeim sökum. Hann er dæmdur ti} að taka menn með önn- ur sjónarmið en sín eigin inn í rík- isstjómina til þess að geta glímt við efnahagsvandann. Kommúnistar, óvinir hans, hafa tögl og hagldir á þinginu og margir kjósendur studdu hann bara með semingi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti gat Ihins vegar áreiðanlega ekki hugsað sér betri gjöf þegar hann vaknaði á sjálfan þjóðhátíðardag Bandaríkj- anna 4. júlí en að heyra að sigur Jeltsíns væri í höfn. Þar með var ljóst að martröðin um að kommún- istar kæmust hugsanlega aftur til valda í Kreml varð ekki að veru- leika. Clinton kallaði sigur Jeltsíns líka „sigur fyrir lýðræðið". Þótt bandarísk stjómvöld hafi op- inberlega aðeins lýst stuðningi sín- um við umbótastefnuna fóru emb- ættismenn þó ekki leynt með það í einkasamtölum að þeir höfðu áhyggjur af velgengni Zjúganovs. Ekki koma okkur í vand- I ræði, Jeltsín Embættismaður í Washington sagði að það sem riði á að gera núna væri að vinna áfram að því að setja Rússa á bekk með öðrum þjóðum og að við fyrstu hentugleika yrði að reyna að semja um inngöngu þeirra í Heimsviðskiptastofnunina (WTO), arftaka GATT. „Þar sem þessar kosningar eru nú frá getur Clinton einbeitt sér að því að reyna sjálfur að ná endur- kjöri í nóvember. Hann getur beðið Viktor Tsjernomyrdin, sem Jeltsín Rússlandsforseti skipaöi aftur í embætti forsætisráöherra á fimmtudag, fær hlýjar móttökur hjá hinum fræga kvikmyndaleikstjóra Níkíta Míkhalkov viö komuna á blaöamannafund á fimmtudag. Jeltsín um að gera nú ekki neitt sem gæti komið bandarískum stjórnvöldum í vandræði," sagði Ilja Prízel, sérfræðingur við Paul Nitze alþjóðamálaskólann í Washington. Heilsuleysi og valdabar- átta í Kreml Stjórnmálaskýrendur telja að ef heilsuleysi Jeltsins gerir aftur vart við sig kunni slíkt að hafa í fór með sér valdabaráttu í Kreml. Þá færu menn líka að hafa áhyggjur af því hver væri við stjómvölinn í Rúss- landi, einkum þegar litið er til þess að Alexander Lebed, nýskipaður yf- irmaður öryggismála, hefur farið fram á víðtæk völd og látið að því liggja að hann hafi áhuga á að verða varaforseti. Margir hafa áhyggjur af því að Jeltsín muni ekki endast heilsa til að gegna embættinu eitt fjögurra ára kjörtímabil til viðbótar. Aðstoð- armenn hans segja að nýjasti kvill- inn sem hrjái hann sé bara bronkít- is. Forsetinn hefur hins vegar þegar lifað lengur en meðalkarlinn í Rússlandi getur gert sér vonir um og í ofanálag hefur hann tvisvar sinnum fengið hjartaáfall. Frjálslynda þingkonan Galína Staróvojtóva, sem studdi Jeltsín í síðari umferð kosninganna, sagði að mikið ylti á því hvaða menn væru í kringum forsetann. Lebeds Verkamenn tóku gamla slitna rússneska fánann á Kremlarhöll niöur og settu nýjan í staöinn eftir sigur Borísar Jeltsíns í síö- Helsti arj umferjj forsetakosninganna. ovissuþatt- urinn er framtíðar- hlutverk og völd Lebeds, sem varð í þriðja sæti í fyrri umferðinni og fékk öryggis- málaembætti sitt í skiptum fyrir stuðning við Jeltsín. Lebed hefur farið fyrir brjóstiö á ýmsum með athugasemdum sínum og framkomu. Sumir stjómmála- skýrendur spá þvi að þess verði ekki langt að bíða að átök blossi upp astliðnum. „Myndun samsteypustjórnar er óumflýjanleg. Tsjernomyrdin og Lebed töluðu um það af því að við sigrumst ekki á vaxandi efnahags- kreppu nema við stöndum saman,“ sagði Alexei Pódberjozkín, ráðgjafi Gennadís Zjúganovs. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.