Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Page 18
18
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996
Viðtal
i>v
Sveinn Þormóðsson byrjaði búskap í bragga fimmtán ára gamall og bjó í Kamp Knox
Frá aðalgötu braggahverfisins Kamp Knox.
Eins og villimannahverfi
Sveinn Þormóðsson og Dagfríður Pétursdóttir, eiginkona hans, hófu búskap í bragga þegar þau voru unglingar.
fylliríslætin þegar fólk fékk út-
borgað og stóðu alla helgina. Á
mánudegi komu sumir til mín og
spurðu hvort ég gæti lánað þeim
tvær krónur fyrir mjólk og brauði.
Þá hafði fólk drukkið út alla pen-
ingana sína um helgina.
Að sögn Sveins var það skrýtið
að lögreglan skyldi ekki koma oft í
braggahverfið. Hann segir að fólk
hafl ekki talið sig hafa efni á að
klaga náungann þar sem það væri
ekki betra sjálft.
Kaldur vetur
Bragginn í Skólavörðuholtinu
sem ungu hjónin fluttu í var eitt
gimald þegar þau komu þangað en
Sveinn lét sig ekki muna um að
innrétta braggann sjálfur og ein-
angra hann betur. Húsnæðið hélt
hita um sumarið en gamanið fór
að grána þegar vetraði.
Þegar Sveinn bjó í bragganum á
Skólavörðuholtinu starfaði hann
hjá Hallgrími Benediktssyni, foður
Geirs Hallgrímssonar. Hann keypti
eldavél sem einnig var hægt að
nota sem miðstöð í bragganum.
Þegar braggamir í Skólavörðuholt-
inu voru rifnir fengu hjónin inni í
öðrum bragga rétt hjá Neskirkju.
íbúðir voru ekki fáanlegar í
Reykjavík á þessum tíma vegna
stöðugs straums fólks þangað frá
landsbyggðinni. Nýi bústaðurinn
var innréttaður og miklu betri
heldur en bragginn í Skólavörðu-
holtinu. Þar var þó einn galli á
gjöf Njarðar.
Rottur á milli þilja
„Þegar fór að hausta heyrð-
um við voðaleg læti, skrens og
tíst. Þá vora stórar rottur á
milli klæðningarinnar og járn-
sins. Gauragangurinn var voða-
legur en þær komu ekki inn til
okkar. Ég setti upp völundarbúr
fyrir þær og egndi fyrir þær með
haframjöli. Þegar við komum aftur
var það fullt af rottum og margar
þeirra hlupu í biutu þegar ég kom
inn. Ég hafði varla kjark til þess að
drepa þær,“ segir Sveinn.
„Ég var alltaf svo bjartsýnn og
trúði því að allt gengi vel. Ég varð
ekki var við að litið væri niður á
okkur þegar við bjuggum í brögg-
unum. Sumt fólkið sem bjó þar var
kærulaust en innan um var ágætis
fólk,“ segir Sveinn.
Fljótandi skótau
Það var ekki alltaf tekið út með
sældinni að búa í bragganum.
Einn morguninn var bragginn um-
flotinn vatni.
„Mér fannst það svo hlægilegt
þegar ég sá skótauið fljótandi og
skálmarnar sem löfðu niður af
stólnum rennandi blautar að ég fór
að skellihlæja. Hlákan var svo
mikil að vatnið gekk ekki niður
fyrr en eftir viku,“ segir Sveinn.
Sveinn og Dagfríður þurftu að
flytja enn einu sinni þegar rífa átti
ekki heima. Ég lenti oft í því að
bjarga konum sem öskruðu á
hjálp. Ég gat ekki látið það ógert að
skipta mér af því,“ Sveinn.
Hann segir að ef konurnar voru
ósáttar hefðu þær skvett úr skúr-
ingafötunum hjá nágrönnum sín-
um eða mokað möl og drasli yfir
eigur þeirra. Sveinn segir að sín
böm hafi aldrei orðið fyrir aðkasti
í skólanum þrátt fyrir að þau
byggju í bragga. Strákamir slógust
á þessum tíma en það var aldrei
sparkað í þá liggjandi.
Ofstækislegra í myndinni
Sveinn hefur ekki enn séð mynd-
ina Djöflaeyjuna en einungis þær
glefsur úr myndinni sem sýndar
hafa verið í auglýsingum. Hann
hefur hugsað sér að sjá Djöflaeyj-
una bráðlega með eiginkonu sinni
og rifla upp árin í bragganum.
Hverfinu þykir honum Friðriki
Þór hafa tekist vel að lýsa.
„Mér finnst það sem sýnt hefur
verið úr myndinni svolítið ofstæk-
iskennt. Það gekk ekki svona mik-
ið á i raunveruleikanum," segir
Sveinn.
Sveinn reyndi í mörg ár að fá út-
hlutað ibúð í Reykjavík en þær
voru ekki til. Eftir margra ára
veru í bröggum var úthlutað rað-
húsum i Ásgarði og Sveini tókst að
fá íbúð þar fyrir tilstilli Geirs Hall-
grímssonar sem þá var borgar-
stjóri. Hann seldi braggann í Kamp
Knox fyrir 26 þúsund og keypti
raðhúsið á 30 þúsund. Þar með
voru braggaárin að baki og einung-
is minningin ein stendur eftir.
-em
Sveinn Þormóðsson meö elstu dótt-
ur sína, Sveineyju, á Skólavörðu-
holti.
og sterklegur," segir Sveinn.
Sveinn þekkti einnig til ömmu
Bóbós sem heitir Karólína í Djöfla-
eyjunni. Honum er sérstaklega
minnisstætt þegar hún kallaði á
Bóbó svo heyrðist í öllu hverfinu.
Hún blótaði i sand og ösku ef hann
svaraði ekki strax.
Fylliríslæti um helgar
„Sumt var svo skrautlegt í Kamp
Knox að það er varla hægt að hafa
eftir hvernig sumir íbúarnir voru.
í sumum bröggunum var talsvert
drukkið og það var eins og fólk
gæti aldrei eignast peninga. Þegar
kominn var föstudagur byrjuðu
braggann. Þá lá leiðin í Kamp
Knox C9 þar sem Sveinn þurfti enn
einu sinni að byrja á því að inn-
rétta. Þar fæddust tvær stelpur og
tveir strákar. Flest börnin fæddust
með eins og hálfs til tveggja ára
millibili og þau voru orðin fimm
þegar þau bjuggu í Kamp Knox.
„Innan um í Kamp Knox var in-
dælisfólk en aðrir voru mjög
sinnulausir. Ég man eftir konu
sem var einstæð með fimm lítil
börn. Við vissum ekki á hverju
hún lifði en bömin voru alltaf illa
hirt. Ég var á gangi eitt sinn með
strákana mína þegar eitt barnanna
hennar segist þurfa að kúka. Þá
segir konan henni að kúka í horn-
ið fyrir utan braggann og sagðist
sópa því upp á eftir. Stelpan gerði
eins og mamma hennar sagði,“ seg-
ir Sveinn.
í Kamp Knox var talsvert fyllirí
eins og fram kemur í bókinni.
Sveini þykir Einari Kárasyni hafa
tekist að lýsa ágætlega lífinu á
kampinum þó eitthvað sé vitanlega
ýkt eins og gerist og gengur í
skáldsögum. Að sögn Sveins
bjuggu þar einstæðar konur sem
hermennirnir heimsóttu. Stundum
voru haldin teiti og hann heyrði
óminn af gleðskapnum en lenti
aldrei í þessum þessum partíum
sjálfum. Stundum voru áflog og
læti á kampinum og drukknir
menn vafrandi um götuna.
Konur í hættu
„Sumir karlanna í hverfinnu
voru mjög slæmir þegar þeir voru
komnir á fyllirí. Þeir æddu inn til
giftra kvenna og reyndu að nauðga
þeim ef eiginmenn þeirra voru
„Þetta var eins og villimanna-
hverfi stundum þegar verst lét,“
segir Sveinn Þormóðsson, ljós-
myndari DV, sem bjó meðal ann-
ars í braggahverfinu Kamp Knox
þar sem kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar gerist.
„Ég þekkti Bóbó á Holtinu en
hann var vitringur. Hann um-
gekkst hóp af strákum sem voru
mikið í fylliríi og hasar. Þegar
maður mætti honum var mikill
sláttur og kraftur í honum. Hann
virtist ekki vera slæmur strákur
og það bitnaði ekki á okkur ná-
grönnunum þó að brennivínið
hefði farið illa með hann,“ segir
Sveinn.
Sveinn og konan hans, Dagfríð-
ur Pétursdóttir, byrjuðu búskapar-
ár sín í bragga á Skólavörðuholti
113. Þá var hann fimmtán ára gam-
all og konan hans var ófrísk að
fyrsta barni þeirra. Þaðan fluttu
þau í bragga I nágrenni Neskirkju
og loks í Kamp Knox sem var eftir-
minnilegasta hverfið.
„Ef Bóbó líkaði ekki við fólk gat
hann ruslað ærlega til og slegist.
Baltasar Kormákur er að vissu
leyti líkur Bóbó
en ekki
eins
mik-