Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Qupperneq 23
JLlV LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 Halla Margrét Jóhannesdóttir er komin meö myndarlega kúlu sem gegnir meöal annars hlutverki bjórvambar í Birtingi. Halla Margrét í hlutverki Don Fernando í Birtingi. DV-myndir GVA - segir Halla Margrát Jóhannesdóttir leikkona „Ég leik alls kyns hlutverk, meö- al annars greifynjuna, móður Kúnígúndar, og nokkra karlmenn og frumbyggja. Kúlan gegnir til dæmis hlutverki bjórvambar og uppþembds maga á frumbyggja," segir Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona sem leikur mörg hlutverk með lítinn aukaleikara innanborðs en hún er komin sjö mánuði á leið. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör frumsýndi leikritið Birt- ing í gær. „Birtingur fer til Parísar og þar voru kjólamir risastórir. Það hent- aði mér ágætlega. Við erum með frábæran búningahönnuð, Þórunni Jónsdóttur, sem tekur tillit til þarf- anna og dregur fram það sem þarf hverju sinni,“ segir Halla Margrét. „Sýningin er mjög kraftmikil og maður tekur á öllu sínu. Ég myndi sjálfsagt gera það líka þó ég væri ekki ófrísk. Ég er í mörgum litlum hlut- verkum og það eru allir hinir leikar- amir líka,“ segir Halla Margrét. Leikritið er gert eftir samnefndri sögu eftir Voltaire sem Halldór Lcix- ness þýddi á íslensku. Gunnar Helgason leikur aðalhlutverkið. Leikgerðina að Birtingi gerðu Hilm- ar Jónsson leikstjóri, Gunnar Helga- son leikari og Erling Jóhannesson leikari ásamt leikhópnum. „Mér fmnst það forréttindi að fá að halda áfram að vinna þó ég sé ófrísk. Leikkonur þurfa oftar en ekki að hætta fyrr að vinna heldur en aðrar starfsstéttir,“ segir Halla Margrét. Sagan er heimspekileg með ævin- týralegu ívafi. Birtingur elst upp og býr í kastala þar sem allt er gott. Altunga starfar sem lærifaðir í kastalanum. Hann segir lífið grund- vallast á því að allt sé gott og stefni til hins besta. Ógæfa Birtings hefst þegar hann kyssir greifadótturina, Kúnígúnd. Honum var i refsingar- skyni hent út úr kastalanum þar sem hann er ekki aðalborinn og hafði engan rétt á að kyssa hana. Þar hefst ferð hans um heiminn og hann hittir ótrúlegasta fólk. Hann lendir i styrjöldum, jarðskjálftum, fer til Suður- Ameriku og fyrir- heitna landsins Eldorado. Leikhópurinn Hermóður og Háð- vör varð til í fyrra í kringum upp- setningu Himnaríkis eftir Áma Ih- sen en farið var með það í leikferð til Evrópu. Núna eru sjö leikarar starfandi og átta manna kór. Halla Margrét verður væntanlega léttari í kringum áramót og hyggst leika sín hlutverk þangað til. Leik- húsin taka yfirleitt gott jólafrí og hún trúir því að allt gangi vel og hún fæði ekki barnið fyrr en á til- settum tima. „Ef allt gengur að ósk- um á þetta að smella saman,“ segir Halla Margrét og bankar í borðið. Eftir áramót tekur hún siðan til óspilltra málanna aftur, nýorðin mamma. -em Shell í næsta nágrenni Um helgina ætlar starfsfólk Shellstöðvanna að aðstoða þig við að búa bílinn undir veturinn, þér aö kostnaðarlausu. Við munum mæla frostþol kælivökvans, mæla olíuna, athuga vökva á rúðusprautum, athuga perur og yfirfara rúðuþurrkur. A/lætum vetrinum vel undirbúin og stuðlum að öryggi allra í umferðinni. Vetrarvörur í miklu úrvali og rúðusköfur og T-Blá vökvi á rúðusprautur á sérstöku tilboði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.