Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 JL>V
Ég sprett upp eins og fjöður.
Klukkan er orðin hálfátta og best
að fara að drífa sig í vinnuna. Það
er miðvikudagur og gos nýhafið
undir Vatnajökli. Ég skelli í mig
nokkrum franskbrauðssneiðum
með osti og ýmiss konar sultum,
skola þessu niður með sælumjólk
og ætla að þjóta. Eiginkonan kallar
úr svefnherberginu hvort ég ætli
ekki að gera kaffi. Ég set kaffið á
og hringi í Pál Imsland á eldgosa-
vaktinni til að vita hvemig þetta
stendur með gosið. Kaffið er orðið
heitt og frúin komin á lappimar.
Við drekkum morgunkaffið saman
og ég skófla í mig nokkrum brauð-
sneiðum í viðbót. Hugleikur sonur
okkar kemst nú allt í einu að því
að hann nær ekki á réttum tíma 1
skólann nema hann sé keyrður.
Við keyrum af stað i bílnum
mínum. Hann hoppar úr við
Kvennaskólann en ég keyri áfram
léttur í lund og flauta fjörugt lag.
Við ljósin í Suðurhlíð hugsa ég sér-
staklega um að stoppa á rauðu
vegna óskemmtilegrar minningar
sem er bundin við þau ljós.
Ég er kominn í vinnuna mína og
byrja á því að stimpla mig út af því
ég hafði gleymt því kvöldið áður.
Ég geri skyndiyfirlit yflr jarð-
skjáifta næturinnar og reyni að
meta niðurstöðumar. Tölvukerfið
hafði að nokkru leyti farið í skrall
um morguninn. Því hafði orðið
bumbult af öllum þeim mæliniður-
hitta fólk vegna leikrits sem hún
er að skrifa. Konan mín er leik-
skáld í dagvinnu.
Tók ég vitlausan bíl? Ég hafði
farið heim á lánsbíl frá samstarfs-
fólki kvöldið áður þegar ég kom úr
ferðalagi og nú hafði ég gleymt
honum heima. Ég þýt heim á mín-
um bíl og skipti yfir í lánsbílinn.
Það er í svo mörgu að snúast að
ég neyðist til að skrópa á yfir-
stjórnarfundi. Þeir hljóta að kom-
ast af án mín. Ég fer að pæla í því
hvað sé að gerast í Vatnajökli.
Nú hringir Gunnar sonur minn
úr nálægu sveitarfélagi. Þangað
hafði hann skotist kvöldið áður til
að lækna íbúana og drýgja náms-
lánin. Þú manst hverju þú lofaðir,
pabbi? segir hann. Það rifjaðist
upp fyrir mér að í svefnrofunum
kvöldið áður hafði ég lofað honum
að sækja Leif á leikskólann, Amar
til dagmömmunnar og Evgeniu úr
líffræðináminu. Ég lofaði þessu
auðvitað ekki bara vegna sljóleika
míns hálfsofandi. Stöðugt nagar
samviskubitið mig að ég vanræki
þessi sjö kríli, þrátt fyrir að Berg-
ur elsti dóttursonurinn sé fermdur
og alveg að ná mér á lengdina.
Auðvitað er ekki hægt að kenna
mér um bamabömin og ég ætti
ekki að hafa neitt samviskubit.
Ég held áfram að hugsa um
spennuna í jarðskorpunni og eld-
gosið. á borðinu fyrir framan mig
liggur tímaritsgrein sem ég átti að
sjr *víí
Ragnar Stefánsson jaröeðlisfræðingur hefur haft í nógu að snúast aö und
anförnu.
una þar sem hún skúrar. Hún er
nefnilega skúringakona í yfir-
vinnu. Ég er ekki nema tveimur
mínútum of seinn svo það verða
fagnaðarfundir og við forum sam-
an í sund og JL-húsið á eftir til að
kaupa í matinn handa okkur og
strákunum heima.
Við erum samhent við matar-
gerðina en ég ét of mikið. Síðan
lognast ég út af fyrir framan ein-
hverja bráðfjöruga útlenska
skemmtimynd. Þegar ég er að
sofna heyri ég eldri soninn segja
að yngri dóttir mín hafi hringt.
Það getur bara þýtt eitt, hugsa ég,
að við eigum að passa næstyngsta
krílið. Samviskubitið kafnar í
svefndrunganum sem hveffist yfir
mig.
Klukkan er orðin þrjú og ég er
andvaka. Þú vakir, segir konan.
Já, hvað með það, segi ég. Það eru
mínar bestu stundir þegar ég vaki.
Þú verður að fá átta tíma svefn,
segir hún, þetta gengur ekki
svona. Til hvers? Ég hvílist full-
komlega svona, ég hugsa um
skemmtilega hluti. Þú verður alla
vega að ná fhnm tímum. Viltu ekki
hálfa svefntöflu? segir hún. Þetta
eru algerar barnatöflur. Ég vil
ekki verða háður svona lyfjagjöf-
um, segi ég. Ég sný mér upp í horn
og held að ég sé búinn að snúa
frúna af mér með rökfestunni. Ég
ranghvoffi augunum kröftuglega.
Mér hefúr verið sagt að geri mað-
Dagur í lífi Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings:
Lognast út af eftir annasaman dag
stöðum frá gossvæðinu sem við
höfðum reynt að hrúga inn í það
til úrvinnslu. Þegar ég hafði þusað
dálítið um þetta við undirmennina
hringdi frúin. Þú tókst vitlausan
híl, sagði hún. Hún var nefnilega
búin að segja mér að hún þyrfti að
fara upp í Mosfellssveit í dag að
vera búinn að ritrýna og slitur af
norrænni skýrslu sem ég átti líka
að vera búinn að klára. Samviskan
nagar. Áður en klukkan er orðin
17 hringja þeir frá Stöð 2 og vilja fá
mig í gosviðtal. Ég fellst á það
enda hafði ég neyðst til að svíkja
þá kvöldið áður.
Ég bruna nú inn í Furðuland að
sækja fjórða yngsta krílið. Síðan
sæki ég tengdadótturina í líffræði-
tímann áður en ég sæki yngsta
krílið til dagmömmunnar enda
hafði það aldrei komist inn í mig
hvort þetta var í Gnoðarvogi eða
Goðheimum.
Þegar þetta allt er orðið klárt
tek ég stefnuna á hálendið austan
Reykjavíkur þar sem Stöð 2 er til
húsa og ryð spekinni úr mér í
þættinum ísland i dag.
Nú eru aðeins tíu mínútur þar
til ég á að sækja skáldkonuna
mína fyrir utan forstjóraskrifstof-
ur það í nokkrar rnínútm- sofni
maður óhjákvæmilega. Mér tekst
þó ekki að sanna þá kenningu því
skyndilega er stungið upp í mig
fingri með hálfri svefntöflu. Ég
kem engum vömum við.
Ég held að ég verði aö gefa yöur eitthvað verkjastillandi áður en við
borum...
Nafn:___________________________________________________________________
Heimili:------------------------------------------------------:---------
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og átt-
undu getraun reyndust vera:
Aðalheiður Halldórsdóttir Ragnheiður G. Óskarsdóttir
Frostafold 21 Núpabakka 23
112 Reykjavík 109 Reykjavík
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfh sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, að
verðmæti kr. 4.900, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fin og rík og liðin lík.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 380
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavik