Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 Dagur í lífi Bessa Bjarnasonar leikara: „Kennir fjórum trúðum sem alltaf eru óþekkir" Bessi Bjarnason ieikari er kennari í Trúðaskólanum sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. DV-mynd ÞÖK „Ég vaknaði klukkan hálíhíu til að fara í laugina áður en ég mætti á æfingu klukkan tíu. Allir dagar hjá mér byrja á að ég fer í Laugardals- laugina, ég nærist á því allan dag- inn að synda 300 metra. Síðan brun- aði ég á æfingu í Borgarleikhúsinu klukkan tíu og var á æfingu til tvö en þá var pása fram til kvölds en þá tók við önnur æfing. Nú er ég að leika trúð, ég hef aldrei gert það áður. í verkinu stjóma ég trúðaskóla, ég er kennar- inn og er með fjóra aðra trúða sem eru að læra og eru alltaf óþekkir. Þeir eru alltaf að detta og rekast á með höfuðið. Leikritið er eftir Karl Waechtal og Ken Campbell og Gísli Rúnar bætti um betur og aðlagaði fyrir íslenska áhorfendur og var það allt til bóta. Þetta er geysilega vandasamt og erfitt og tímafrekt og leikstjórinn er mjög nákvæmur með allt. Að venju byrjaði æfingin þennan morgun á því að það voru gefnar nótur, þannig að það fóru kannski tveir tímar af æftngimni í að laga það sem fór úrskeiðis á æfingunni kvöldið áður. Æfingin gekk mjög vel, nú er að koma að frumsýningu og það var svo margt að koma sem við höfum verið að reyna að ná. í hléinu fór ég yfir tíu blaðsíður af nótum sem leikstjórinn var búinn að skrifa niður sérstaklega. Ég fór vel yfir það og svo reyndi ég bara að hvíla mig.“ Gráta og hlæja „Þetta leikrit er erfiðara núna en oft áður því að maður kann ekkert að leika trúða. Það er svo ólíkt okk- ur íslendmgum að vera með svona leikrit, að minnsta kosti hef ég ekki lent í því áður og ég er búinn að leika í 40 ár. Maður hefur leikið í Litla Kláusi og stóra Kláusi, Kar- demommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi og það er ailt öðruvísi, bara venjuleg bamaleikrit. En þama em ailir að detta, rekast á, hendast á hurðir, gráta og hlæja. Það gerist allt þarna og það er svolítið öðm- vísi. Á æfingunni núna voru fjórir krakkar og svolítið af fullorðnu fólki og vora börnin komin mjög fljótt leikurunum til hjálpar ef þeir vora að fela sig eða eitthvað slíkt. Maður getur reynt að ímynda sér hvað skeður þegar það verður fullt hús af börnum. Þau vilja svo gjarnan taka þátt og þá geta leikaramir reynt að láta þau hætta þvi annars tekur sýn- ingin aldrei enda og það gengur ekki upp með aðra sýningu um kvöldið. Það er matarhlé klukkan 12 og þá foram við í mötuneytið og gleypum í okkur. Við komumst ekki neitt þar sem við eram í búningunum og svo þurfum við að hlaupa til að máta hárkollur eða eitthvað þannig að það er alltaf eitthvað sem truflar mann og maður er á spani allan tímann. f hléunum reynir maður stundum að fara í bankann og gera ýmislegt sem þarf að gera. Siðan er að stilla sig inn á seinni æfinguna enda er þá ekkert gefið eftir, þá þarf að koma með þetta allt rétt og gera leikstjóranum til hæfis eins og hægt er.“ Frí milli æfinganna „Það er ekkert fiölskyldulíf hjá leikuram, við erum að allan daginn. Núna er ég orðinn gamall þannig að ég tók frí þama á milli æfinga. Hefði ég verið á fullu eins og ég var, þá hefði ég verið að hlaupa í útvarp- ið eða sjónvarpið, farið í gervi þar og gert hitt og þetta milli æfinga. Þá losnaði maður ekki allan daginn og fyrir sýningu fór maður og tróð upp,“ segir hinn ástsæli leikari Bessi Bjarnason og kveðst hafa komið heim af seinni æfingunni rétt fyrir miðnætti. Bessi er um sjötugt og því að miklu leyti hættur að leika. Hann er þó í báðum stóru leikhúsunum núna, í „Þrek og tár“ í Þjóðleikhús- inu og Trúðaskólanum í Borgarleik- húsinu. Finnur þú fimm breytingar? 382 Mér er sama hvað þú segir, Sigga, ef þú segir ekki já þá kasta ég mér út um gluggann. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð áttugustu og fyrstu getraun reyndust vera: Ásdls Steingrímsdóttir Friðrik Óskar Egilsson Framnesvegi 63 Stífluseli 14 101 Reykjavík 109 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar hetur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, aö verðmæti kr. 4.900, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond- bók- in Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 379 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.