Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 Dagur í lífi Önnu Þrúðar Þorkelsdóttur hugsað már að leggjast híði í skammdeginu Mér er starf mitt í Rauöa krossinum mjög kært og er þakklát fyrir aö hafa kynnst og starfað meö öllu því ágæta fólki sem skipar sér undir merki hans. DV-mynd BG Skammdegiö er ekki minn tími, ég gæti hugsað mér aö leggjast í híði eins og birnirn- ir og vakna í sól og blíðu. Mér verður hugs- að til forfeðra og formæðra okkar sem urðu að láta sér ljósglætu frá lýsiskolum og síðar oliulömpum nægja sér og skammast mín ör- lítið þegar bóndinn kveikir á rafmagnsljós- inu og kl. er orðin hálfátta. Gunnar, maðurinn minn, fær sér sína AB- mjólk með berjasaft út á og er farinn laust fyrir kl. 8 í sitt daglega sund. Heimilishund- arnir, cocker-spaniel tíkumar Rosita og Kle- mentína, fagna upprisu húsmóðurinnar úr rúminu með miklum gleðilátum. Eftir venjulegt morgunstúss heima er ég mætt á vinnustað minn kl. 9 en það er á Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar þar sem ég er í 60% starfi. Morgunninn fór í símtöl og undirbún- ing fundar með forstöðumönnum í félags- starfi aldraðra sem rekið er á 14 stöðum á vegum Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi kl. 11 og stjómaði hon- um yfirmaður Öldrunarþjónustudeildar, Sig- urbjörg Sigurgeirsdóttir. Fundarefnið var gerð starfsáætlunar fyrir árið 1997 og ráð- stöfun fjárveitinga þar sem skurðarhnífur sparnaðaráætlana hefur komið við sögu. Gæti y i Sætt í munn með kaffinu Eftir fundinn um kl. 13.30 festi ég fundar- tíma með tveimur vinnuhópum sem mér er falið að stýra um stefnu og meginreglur í fé- lagsstarfi og hvernig auka má sjálfboðið starf innan öldrunarþjónustunnar. Á leið niður í Síðumúla kom ég við í brauðbúð og keypti örlítið sætt í munn með kaffinu á deildinni til að halda upp á fóstudaginn. Frá Síðumúla lá leiðin á aðalskrifstofu Rauða kross íslands um kl. 15.30 til að und- irbúa stjórnarfund sem hófst kl. 16.30. Sig- rún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, var tilbúin með öll þau mál sem fyrir lágu og fórum við saman yfir þau ásamt Gunnlaugi Dan Ólafssyni, varamanni í framkvæmdaráði. Þetta var 3. fundur nýrr- ar stjómar og mörg mál á dagskrá. Fundur- inn var ljúfur en samt mjög málefnalegur. Helsta mál var umræða og hugmyndir um hvemig hreyfmgin gæti stutt við bakið á ungu fólki sem átt hefur í erfileikum, nokk- urs konar framhaldsverkefhi við starf Rauða krosshússins, neyðarathvarfs fyrir börn og unglinga, sem Rauði krossinn hefur starf- rækt í ellefu ár. Fundi lauk um kl. 19.30. Mér er starf mitt 1 Rauða krossinum mjög kært og er þakklát fyrir að hafa kynnst og starfað með öllu því ágæta fólki sem skipar sér und- ir merki hans. Að fundi loknum var ung stúlka úr stjóminni, Anna Bryndís, mér ssimferða í Fossvoginn, sannarlega góður fulltrúi hins mikla fiölda efnilegs ungs fólks sem þjóðin á. Ömmustelpa í ömmurúmi Á leiðinni heim sótti ég dótturdótturina, Önnu Þrúði, sem er átta ára og hafði fengið að vera hjá fiölskyldu vinkonu sinnar þar til amma kæmi. Þessi litla stúlka hefur verið mikið hjá afa og ömmu frá fæðingu og finnst okkur yndislegt að hafa hana. Mamma henn- ar er flugfreyja og var í Hamborg þetta kvöld en væntanleg daginn eftir. Litla Anna Þrúður var búin að borða en ég held þeim sið að hafa heitan mat á kvöld- in. í þetta sinn fengum við hjónin okkur síld og brauð saman. Við horfðum dálitla stund á sjónvarpið en síðan fóram við nöfnur að undirbúa háttinn, fara í bað og mundum að bursta tennur. Það var örlítill kvíði í þeirri litlu sem átti að vera mætt kl. 9 næsta morg- un í próf í listdansi. Áhyggjurnar snerust mest um hvort amma kynni nógu vel að setja hárið í hnút fyrir prófið. Við fórum saman i háttinn ásamt Klementínu sem elsk- ar aö hreiðra um sig í góðu rúmi. Ég spurði þá litlu hve lengi hún ætlaði að sofa hjá afa og ömmu þar sem hún hefur sitt gestarúm í öðru herbergi. Hún sagðist ætla að flytja í það rúm þegar hún yrði 12 ára. Við lásum saman söguna um Stubb en vinsælastar era heimatilbúnar sögur. Fyrr en varði voram við allar þrjár sofnaðar sætt og vært. Hús- bóndinn og Rósita horfðu á mynd kvöldsins saman að þessu sinni. Finnur þú fimm breytingar? 388 búiö! Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð átthugustu og sjöttu getraun reyndust vera: Hörður S. Óskarsson Hraunbæ 102 F 110 Reykjavík Ingimxmdur Bemharðsson Reykjasiðu 14 603 Akureyri Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafhi þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liönum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræörunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Suzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 388 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.