Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Qupperneq 41
JjV LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 bókarkafli þar borgaralega klætt fólk, sem sagöi, að við gætum ekki farið lengra. Der Reichstag brennt. Das haben die Kommunisten getan!“ Þinghúsið brennur Þetta hafa kommúnistamir gert! Þetta hafa verið nazistar, sem áróð- ursmeistari Hitlers, Jósep Göbbels, hefir kvatt á staðinn. Hvernig gátu þeir þá þegar vitað, að kommúnist- ar hefðu kveikt í húsinu? Viö stóð- um og horfðum á brunann. Eldtung- urnar loguðu undir glerþakinu, en húsið hrundi ekki, glerkúpillinn stóð eldinn af sér. Allt brann innan- húss, sem brunnið gat. Bersýnilega var um íkveikju að ræða. Eldurinn hafði verið kveiktur á nokkrum stöðum. Daginn eftir greindu Berlínarblöðin frá þvi, að hollenzk- ur kommúnisti, Marinus van der Lubbe, hefði verið handtekinn, þar sem hann var að reyna að komast frá húsinu. Hann hefði játað á sig íkveikjuna. Neyðarástand Hitler lýsti yfir neyðarástandi, kommún- istar væru að reyna að ræna völd- um. Margir forystumenn kommún- ista voru handteknir. Um haustið, eftir að ég var farinn frá Þýzka- landi, voru þrír Búlgarar leiddir fyrir rétt í Leipzig ásamt Lubbe og gefið að sök að hafa kveikt í þing- húsinu. Þeir voru sýknaðir, en Lubbe sakfelldur. Hann var háls- höggvinn. Hitler hafði lagt niður fallöxina, honum fannst hún úr- kynjuð, frönsk. Búlgararnir hétu Dimitroff, Popov og Tanev. Sovét- stjórnin heimtaði þá framselda og fékk þá. Hinn ólöglegi flugher Þjóð- verja hafði æfingastöðvar í Asíu- hluta Sovétríkjanna. Orðasenna Dimitroffs við Göring fyrir dóm- stólnum í Leipzig gerði hann heims- frægan og að æðsta manni Kom- intems. Jeff Last Þegar ég var í Stokkhólmi árin 1937-1938, eftir hálfsannars árs dvöl í Rússlandi, hitti ég mann, sem var nýkominn frá Spáni, Hollending að nafni Jeff Last. Hann hafði orðið vitni að því, hvemig kommún- istarnir hegðuðu sér þar, þótt hann segði fátt um það. Hann hélt erindi um Spánarstríðið í Clarté, mál- fundafélagi rót- tækra stúdenta. Þegar hann heyrði, að ég væri nýkominn frá Rússlandi, vildi hann kynnast mér. Við töluðum margt saman. Last var áreiðanlega með eitthvert Indónesíublóð í æðum, dökkur yf- irlitum, suðrænn 1 útliti. Hann var skáld, hafði gefiö út ljóðabók á hol- lenzku, sem hann gaf mér. Hann sagði mér, að hann hefði eitt sinn búið i sama húsi og van der Lubbe og stundum talað við hann. Lubbe heföi verið hálfblindur, geng- ið með staf og þreifað fyrir sér. Hann hefði í raun verið öryrki, lifað á opinberum styrkjum. Skoðan- ir hans hefðu ver- ið mjög ruglings- legar, en hann hefði nánast verið anarkisti, stjórn- leysingi, frekar en kommúnisti. Last sagði, að sér hefði ekki komið á óvart, að Lubbe hefði fengið þá flugu í höfuðið að Benjamín var í Þýskalandi þegar Hitler varð þar kanzlari á fjóröa áratugnum. Hann sá að ráðlegast væri aö hypja sig burt, sat í nokkr- ar vikur og drakk bjór meö íslendingum og fékk sér svo far meö skipi heim. fara til Þýzkalands og kveikja í þinghúsinu. Lubbe hefði hins veg- ar alls ekki getað framkvæmt neitt slíkt. Líklega hafa nazistarnir feng- ið fljótt veður af honum og beitt honum fyrir sig, kveikt eldana í skjóli hans. Ráðlegt að hypja sig Skothríð á stúdentafund Hvað sem því líður, gripu nazist- ar tækifærið, sem þinghússbruninn gaf þeim. Þeir unnu sigur í kosn- ingunum í marzbyrjun, fengu þó ekki meirihluta atkvæða. Stjóm- arflokkamir, nazistar og hinir hægri sinnuðu þjóðernissinnar, höfðu samanlagt meirihluta. Nazist- ar voru samt bundnir af reglum þingræðisins og valdi forsetans. Hitler fór þess á leit við þingið að fá sérstakt neyðarvald. Til þess þurfti hann tvo þriðju hluta atkvæða þar. Miðflokkurinn og aðrir lýðræöis- flokkar sýndu þá ótrúlegu skamm- sýni að veita honum tilskilinn fiölda atkvæða. Kommúnistar voru allir flúnir, í felum eða í fangelsi. Jafnaðarmenn greiddu einir at- kvæði gegn þvi að veita Hitler þetta aukna vald. Eftir þetta var Hitler nær alráður. Hugenberg og Papen hurfu af vettvangi. Hindenburg for- seti lézt skömmu síðar, og þá voru embætti forseta og kanzlara sameinuð. Ein Volk! Ein Reich! Ein Fúhrer!" Ein þjóð! Eitt ríki! Einn foringi! Nú varð kjörorðið allsstað- ar: Gleichschaltung!" Samstilling, einbeiting. Öllum öflum þjóðlífsins átti að beina í eina átt. Hvergi skyldi þola andóf. Hvergi skyldi leyfa marxisma. I marzbyrjun 1933 ætluðu stúdentar úr flokki jafnað- armanna að minnast þess, að fimm- tíu ár voru liðin frá láti Karls Marx. Ég sótti fundinn, sem var hald- inn í háskólanum. Hann var fá- mennur. Ungur maður flutti ræðu við púlt. En þegar ræðuhöldin stóðu sem hæst, hófst skothríð inn um gluggana. Við urðum að fleygja okkur á gólfið. Skothríðin stóð stutt, en fundurinn leystist upp. Sjálfsagt var ætlunin ekki að drepa okkur, heldur að hræða okk- ur. Til íslands aftur Mér leizt ekki á ástandið í Berlín. Ég ákvað að skipta um skóla, hefja nám við Há- skólann í Kiel. Þar var fræg stofn- un, Institut fúr Seeverkehr und Weltwirtschaft, Stofnun siglinga og heimsviðskipta. Það var engmn ' vandkvæðum bundið að skipta um skóla í Þýzkalandi. Ég vissi líka af nokkrum íslendingum í Kiel. Einn var að brautskrást með hagfræði- próf, dr. Oddur Guðjónsson, síðar skrifstofustjóri Verzlunarráðsins. Tveir voru í tannlæknanámi, Theódór Brynjólfsson og Sigurður Schram. Theódór lauk prófi, en Sigurður ekki, hann var hæfileika- maður um margt, en óreglusamur. Vistin í Kielarháskóla varð ekki löng. Þegar háskólinn var settur í upphafi vormisseris, blöstu við nazistafánar í hátíðasalnum. Hakakrossar voru allsstaðar. Nazistar í einkennisbúningum heilsuðu með Hitlerskveðju. Ég *, gekk út. Ég sá, að ráðlegast væri aö hypja sig burt frá Þýzkalandi. Ég sat við grúsk á háskólasafninu í Kiel í nokkrar vikur og drakk bjór á kvöldin með íslendingun- um. Síðan tók ég mér far með skipi heim. FERÐADISKÓTEKIÐ ROCKY Skemmtir í samkvæmum - jólaböltum - á almennum dansleikjum og komandi ára- móta- og nýársfagnaði, fjölbreytt danstónlist í boði, ásamt íslenskum jólalögum. Upplýsingar og pantanir í síma 557 9119 & 898 3019 alladaga. Benjamín var við nám í Bandaríkjunum sálugu áöur en hann fór til Þýskalands. / ROCKY - STÆRSTA FERÐADISKOTEK LANDSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.